Hvað er raunveruleg menntun? Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 07:30 Öll erum við sammála um mikilvægi menntunar fyrir börnin okkar. Í íslensku skólakerfi er að finna fjöldan allan að frábærum fagmönnum sem leggja sig alla fram um að sinna börnunum okkar. Víða er verið að vinna frábært starf. Engu að síður finnst mér of mikil streita einkenna kerfið. Mörg börn fara í gegnum kerfið án þess að missa gleðina sína en við erum líka með börn sem missa gleðina sína á leiðinni. Hvað verður um barn sem tapar gleðinni sinni? Það er líklegt að vegurinn verði grýttur. Það er svo gríðar mikilvægt að fagna og mæta hverjum einstaklingi nákvæmlega eins og hann er. Leyfa honum að fara sinn farveg og efla hæfileika hans og getu. Ég spyr mig stundum hvort núverandi skólakerfi okkar sé of einhæft. Hvort mögulegt sé að við séum að setja börnin okkar í of fá box eða hafa við of fáa reiti. Ég veit það er auðvelt að gagnrýna og erfiðara að framkvæma. En ég held við þurfum að fara að fagna fleiri hæfileikum og setja fleira en örfá námsfög á hærri stall. Hvernig væri að sá sem væri handlaginn og sterkur í smíði finndi að framlag hans væri jafn vel metið og hátt skór í íslensku? Hvernig væri að leyfa þeim sem sýnir afburðartakta í íþrótt en ætti erfitt með stæðfræði að læra stærðfræði gegnum íþrótt sína og áhugasvið? Hvernig væri að leyfa þeim sem hefur mikla orku og á erfitt með að vera kyrr að lesa bækur sínar upp í trjám og læra úti? Mætti hætta að hafa áhyggjur af því þó barn sé hæglæst í 2.bekk - treysta því að það fari þetta á sínum hraða og í takt við sinn þroska? Ég held við þurfum að fara að treysta börnunum betur og þeirra vegferð. Þau eruá misjöfnum stað á mismunandi hraða en öll á leið í sömu átt. Hættum jafnframt að blekkja okkur á því að á Íslandi sé einstaklingsmiðað skólakerfi. Ef við ætlumst til að öll börn borði skyr þá verður að leyfa þeim að gera það á sinn hátt. Af mismunandi skálum með mismunandi meðlæti og mismunandi bragði. Treystum þeim svo fyrir því að finna út hvenær þau eru södd. Það er erfitt að mæla menntun. Verðmætasta menntunin er að barn tapi ekki gleði sinni og fari út í lífið með opið hjarta. Fyrir mér er raunveruleg menntun lífshamingja. Höfundur er grunnskólakennari og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Sjá meira
Öll erum við sammála um mikilvægi menntunar fyrir börnin okkar. Í íslensku skólakerfi er að finna fjöldan allan að frábærum fagmönnum sem leggja sig alla fram um að sinna börnunum okkar. Víða er verið að vinna frábært starf. Engu að síður finnst mér of mikil streita einkenna kerfið. Mörg börn fara í gegnum kerfið án þess að missa gleðina sína en við erum líka með börn sem missa gleðina sína á leiðinni. Hvað verður um barn sem tapar gleðinni sinni? Það er líklegt að vegurinn verði grýttur. Það er svo gríðar mikilvægt að fagna og mæta hverjum einstaklingi nákvæmlega eins og hann er. Leyfa honum að fara sinn farveg og efla hæfileika hans og getu. Ég spyr mig stundum hvort núverandi skólakerfi okkar sé of einhæft. Hvort mögulegt sé að við séum að setja börnin okkar í of fá box eða hafa við of fáa reiti. Ég veit það er auðvelt að gagnrýna og erfiðara að framkvæma. En ég held við þurfum að fara að fagna fleiri hæfileikum og setja fleira en örfá námsfög á hærri stall. Hvernig væri að sá sem væri handlaginn og sterkur í smíði finndi að framlag hans væri jafn vel metið og hátt skór í íslensku? Hvernig væri að leyfa þeim sem sýnir afburðartakta í íþrótt en ætti erfitt með stæðfræði að læra stærðfræði gegnum íþrótt sína og áhugasvið? Hvernig væri að leyfa þeim sem hefur mikla orku og á erfitt með að vera kyrr að lesa bækur sínar upp í trjám og læra úti? Mætti hætta að hafa áhyggjur af því þó barn sé hæglæst í 2.bekk - treysta því að það fari þetta á sínum hraða og í takt við sinn þroska? Ég held við þurfum að fara að treysta börnunum betur og þeirra vegferð. Þau eruá misjöfnum stað á mismunandi hraða en öll á leið í sömu átt. Hættum jafnframt að blekkja okkur á því að á Íslandi sé einstaklingsmiðað skólakerfi. Ef við ætlumst til að öll börn borði skyr þá verður að leyfa þeim að gera það á sinn hátt. Af mismunandi skálum með mismunandi meðlæti og mismunandi bragði. Treystum þeim svo fyrir því að finna út hvenær þau eru södd. Það er erfitt að mæla menntun. Verðmætasta menntunin er að barn tapi ekki gleði sinni og fari út í lífið með opið hjarta. Fyrir mér er raunveruleg menntun lífshamingja. Höfundur er grunnskólakennari og fjögurra barna móðir.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun