Fjórir milljarðar án réttinda Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir skrifar 28. janúar 2021 09:00 Ég var ein af þeim sem varð atvinnulaus á þessum fordæmalausu tímum. Eins og svo margir aðrir samnemendur mínir í Háskóla Íslands þá vann ég í ferðamannageiranum. Ferðamenn flykktust hér til landsins í tonna tali, ég spjallaði við þau á ensku og át yfir mig af Bæjarins Beztu pylsum. Ég starfaði við þetta á sumrin og hoppaði í túra með námi eins og ég mögulega gat. Ég útskrifaðist sumarið 2019 og ákvað að taka mér árs frí til þess að reyna að safna mér inn fyrir því sem að allir stúdentar sjá aðeins í hillingum sínum, hinni fyrstu íbúð. Þegar fregnir fóru að berast í árslok 2019 af óþekktri veiru sem herjaði á fólk út í heimi, man ég að ég sat með vinnufélögunum að drekka kaffi og spjalla um „að svona lagað myndi nú aldrei ná til Íslands”, eða hvað? Það var svo í febrúar 2020 sem við vorum kölluð á fund. Það voru engir ferðamenn að koma til landsins og þar af leiðandi ekkert til að vinna við og stefndi allt í að okkur yrði sagt upp. Þetta yrði í fyrsta skipti sem ég yrði atvinnulaus síðan ég byrjaði að vinna, 13 ára gömul, sem blaðberi með grunnskóla. Á þessum tímapunkti var ég enn í námsleyfi en mikið af samstarfsfólki mínu var í námi og vann við þetta samhliða. Ég og samstarfskona mín ræddum það að þurfa að öllum líkindum að sækja um atvinnuleysisbætur og sammældumst um að styðjast við hvor aðra í ferlinu, enda höfðum við ekki sótt um slíkt áður. Þetta var allt mjög súrrealískt, svo það var gott að vita af fleirum í sömu sporum. Fljótlega áttuðum við okkur á að ein okkar átti bara alls ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Það var samstarfskona mín sem átti ekki rétt á atvinnuleysisbótum, einfaldlega vegna þess að hún var skráð í nám. Við unnum jafn mikið og jafn mikið af launum okkar runnu í atvinnuleysistryggingarsjóð, en bara ég átti rétt til atvinnuleysisbóta og ekki hún. Við töluðum mikið saman á þessu tímabili og höfðum báðar samband við Vinnumálastofnun og svörin voru alltaf þau að fólk í námi ætti ekki einfaldlega rétt á atvinnuleysisbótum. Hún sá það fyrir að missa heimilið sitt en ekki ég. Þegar hlutabótaleiðin var kynnt til leiks í mars vorum við kölluð inn á annan fund og sem betur fer gat fyrirtækið haft okkur í 25% starfshlutfalli, sem var viðmiðunarhlutfall úrræðisins, en þó um óljósan tíma. Ég upplifði mikinn létti en þessi sama samstarfskona mín upplifði þó talsvert meiri léttir. Okkur var bjargað af stjórnvöldum, að minnsta kosti í þetta sinn. Stuttu síðar var viðmiðunarhlutfallið þó hækkað í 50% og þá féllu margir stúdentar utan úrræðisins, þar á meðal hún. Það er staðreynd að meirihluti stúdenta á Íslandi vinnur til þess að geta stundað nám. Það er einnig staðreynd að stúdentar leggja atvinnuleysistryggingarsjóði lið með sínu vinnuframlagi. Af launum þeirra rennur atvinnutryggingagjald í sjóðinn, sem nemur 1,35%, en þrátt fyrir það á stúdent sem missir skyndilega vinnuna ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Sá réttur var hrifsaður af þeim 1. janúar 2010. Atvinnutryggingagjöld stúdenta nema yfir 4 milljarða frá árinu 2010, ef miðað er við að 70% stúdenta við Háskóla Íslands vinna samhliða námi, í 50% starfi að vetri og 100% starfi að sumri á lágmarkslaunum. Staðreyndin er þó að fleiri stúdentar vinna með námi og er upphæðin því töluvert hærri. Nú eru rúmlega 46% atvinnulausra er ungt fólk á aldrinum 18-34 ára samkvæmt Vinnumálastofnun, en það segir okkur aðeins hálfa söguna því stúdentar eru ekki á atvinnuleysisskrá og teljast því ekki með í þessum tölum. Ég var bara heppin. Heppin að hafa tekið mér námsleyfi á þessum tíma og heppin að hafa starfað hjá fyrirtæki sem gat boðið mér 25% starf svo ég ætti ofan í mig og á. Það eru margir stúdentar sem voru ekki svo heppnir og þá vantar ekki bara sumarstarf eitt sumarið. Stúdenta vantar raunverulegt öryggisnet sem grípur þá í neyð. Stúdentar eiga fullt tilkall til atvinnuleysisbóta og það verður að tryggja þeim þau réttindi tafarlaust. Höfundur er varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Eiga stúdentar ekki skilið atvinnuleysisbætur? from Stúdentaráð on Vimeo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var ein af þeim sem varð atvinnulaus á þessum fordæmalausu tímum. Eins og svo margir aðrir samnemendur mínir í Háskóla Íslands þá vann ég í ferðamannageiranum. Ferðamenn flykktust hér til landsins í tonna tali, ég spjallaði við þau á ensku og át yfir mig af Bæjarins Beztu pylsum. Ég starfaði við þetta á sumrin og hoppaði í túra með námi eins og ég mögulega gat. Ég útskrifaðist sumarið 2019 og ákvað að taka mér árs frí til þess að reyna að safna mér inn fyrir því sem að allir stúdentar sjá aðeins í hillingum sínum, hinni fyrstu íbúð. Þegar fregnir fóru að berast í árslok 2019 af óþekktri veiru sem herjaði á fólk út í heimi, man ég að ég sat með vinnufélögunum að drekka kaffi og spjalla um „að svona lagað myndi nú aldrei ná til Íslands”, eða hvað? Það var svo í febrúar 2020 sem við vorum kölluð á fund. Það voru engir ferðamenn að koma til landsins og þar af leiðandi ekkert til að vinna við og stefndi allt í að okkur yrði sagt upp. Þetta yrði í fyrsta skipti sem ég yrði atvinnulaus síðan ég byrjaði að vinna, 13 ára gömul, sem blaðberi með grunnskóla. Á þessum tímapunkti var ég enn í námsleyfi en mikið af samstarfsfólki mínu var í námi og vann við þetta samhliða. Ég og samstarfskona mín ræddum það að þurfa að öllum líkindum að sækja um atvinnuleysisbætur og sammældumst um að styðjast við hvor aðra í ferlinu, enda höfðum við ekki sótt um slíkt áður. Þetta var allt mjög súrrealískt, svo það var gott að vita af fleirum í sömu sporum. Fljótlega áttuðum við okkur á að ein okkar átti bara alls ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Það var samstarfskona mín sem átti ekki rétt á atvinnuleysisbótum, einfaldlega vegna þess að hún var skráð í nám. Við unnum jafn mikið og jafn mikið af launum okkar runnu í atvinnuleysistryggingarsjóð, en bara ég átti rétt til atvinnuleysisbóta og ekki hún. Við töluðum mikið saman á þessu tímabili og höfðum báðar samband við Vinnumálastofnun og svörin voru alltaf þau að fólk í námi ætti ekki einfaldlega rétt á atvinnuleysisbótum. Hún sá það fyrir að missa heimilið sitt en ekki ég. Þegar hlutabótaleiðin var kynnt til leiks í mars vorum við kölluð inn á annan fund og sem betur fer gat fyrirtækið haft okkur í 25% starfshlutfalli, sem var viðmiðunarhlutfall úrræðisins, en þó um óljósan tíma. Ég upplifði mikinn létti en þessi sama samstarfskona mín upplifði þó talsvert meiri léttir. Okkur var bjargað af stjórnvöldum, að minnsta kosti í þetta sinn. Stuttu síðar var viðmiðunarhlutfallið þó hækkað í 50% og þá féllu margir stúdentar utan úrræðisins, þar á meðal hún. Það er staðreynd að meirihluti stúdenta á Íslandi vinnur til þess að geta stundað nám. Það er einnig staðreynd að stúdentar leggja atvinnuleysistryggingarsjóði lið með sínu vinnuframlagi. Af launum þeirra rennur atvinnutryggingagjald í sjóðinn, sem nemur 1,35%, en þrátt fyrir það á stúdent sem missir skyndilega vinnuna ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Sá réttur var hrifsaður af þeim 1. janúar 2010. Atvinnutryggingagjöld stúdenta nema yfir 4 milljarða frá árinu 2010, ef miðað er við að 70% stúdenta við Háskóla Íslands vinna samhliða námi, í 50% starfi að vetri og 100% starfi að sumri á lágmarkslaunum. Staðreyndin er þó að fleiri stúdentar vinna með námi og er upphæðin því töluvert hærri. Nú eru rúmlega 46% atvinnulausra er ungt fólk á aldrinum 18-34 ára samkvæmt Vinnumálastofnun, en það segir okkur aðeins hálfa söguna því stúdentar eru ekki á atvinnuleysisskrá og teljast því ekki með í þessum tölum. Ég var bara heppin. Heppin að hafa tekið mér námsleyfi á þessum tíma og heppin að hafa starfað hjá fyrirtæki sem gat boðið mér 25% starf svo ég ætti ofan í mig og á. Það eru margir stúdentar sem voru ekki svo heppnir og þá vantar ekki bara sumarstarf eitt sumarið. Stúdenta vantar raunverulegt öryggisnet sem grípur þá í neyð. Stúdentar eiga fullt tilkall til atvinnuleysisbóta og það verður að tryggja þeim þau réttindi tafarlaust. Höfundur er varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Eiga stúdentar ekki skilið atvinnuleysisbætur? from Stúdentaráð on Vimeo.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun