Vertu úti - viðskiptavinur! Jón Jósafat Björnsson skrifar 23. febrúar 2021 14:01 Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í bakaríi ásamt 11 öðrum þegar viðskiptavinur númer 13 gerði sig líklegan til að koma inn. Um leið og hann opnar hurðina hrópar starfsmaður bakarísins „út út.......þú verður að fara út......það eru of margir hér inni“. Viðskiptavinurinn sem var karlmaður á efri árum brá svo mikið að minnstu munanði að hann félli við þegar hann hrökklaðist út. Á þessum tímapunkti var mér fullkomlega ljóst að starfsfólki bakarísins var mjög umhugað um sóttvarnir. Óljósara var hvort upplifun viðskiptavinarins skipti jafn miklu máli. Undanfarna mánuði hefur fólk í framlínu fengið það hlutverk að fylgja eftir reglum stjórnvalda sem hafa verið misskýrar og tekið tíðum breytingum. Flugfreyjur og flugþjónar hafa ólíkt öðrum starfsstéttum lengi gætt öryggis farþega en um leið að tryggt ánægju þeirra og upplifun. Þegar ég beið eftir að röðin kæmi að mér, velti ég fyrir mér hvernig stjórnendur viðkomandi fyrirtækisins hafi þjálfað starfsfólkið sitt í þessu nýja hlutverki. Hafði það yfirleitt fengið einhverja þjálfun? Nú þegar við förum að sjá fyrir endann á Covid aukast væntingar okkar að ferðamönnum fjölgi með haustinu. Víða heyrist að við ættum að horfa meira á gæði ferðamanna en magn þ.e.a.s. að laða til okkar ferðmenn sem skilja meiri peninga eftir. Í þeirri umræðu ættum við að hafa hugfast að ferðamenn sem eyða miklu gera líka miklar kröfur um gæði og góða þjónustu. Ef við viljum að Ísland verði ,,hágæða vara“ í augum ferðamanna þarf hver og einn að standa klár á sínu hlutverki. Til að sinna starfi sínu vel þarf hæfni að vera til staðar og hún fæst með þekkingu og þjálfun. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Jósafat Björnsson Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í bakaríi ásamt 11 öðrum þegar viðskiptavinur númer 13 gerði sig líklegan til að koma inn. Um leið og hann opnar hurðina hrópar starfsmaður bakarísins „út út.......þú verður að fara út......það eru of margir hér inni“. Viðskiptavinurinn sem var karlmaður á efri árum brá svo mikið að minnstu munanði að hann félli við þegar hann hrökklaðist út. Á þessum tímapunkti var mér fullkomlega ljóst að starfsfólki bakarísins var mjög umhugað um sóttvarnir. Óljósara var hvort upplifun viðskiptavinarins skipti jafn miklu máli. Undanfarna mánuði hefur fólk í framlínu fengið það hlutverk að fylgja eftir reglum stjórnvalda sem hafa verið misskýrar og tekið tíðum breytingum. Flugfreyjur og flugþjónar hafa ólíkt öðrum starfsstéttum lengi gætt öryggis farþega en um leið að tryggt ánægju þeirra og upplifun. Þegar ég beið eftir að röðin kæmi að mér, velti ég fyrir mér hvernig stjórnendur viðkomandi fyrirtækisins hafi þjálfað starfsfólkið sitt í þessu nýja hlutverki. Hafði það yfirleitt fengið einhverja þjálfun? Nú þegar við förum að sjá fyrir endann á Covid aukast væntingar okkar að ferðamönnum fjölgi með haustinu. Víða heyrist að við ættum að horfa meira á gæði ferðamanna en magn þ.e.a.s. að laða til okkar ferðmenn sem skilja meiri peninga eftir. Í þeirri umræðu ættum við að hafa hugfast að ferðamenn sem eyða miklu gera líka miklar kröfur um gæði og góða þjónustu. Ef við viljum að Ísland verði ,,hágæða vara“ í augum ferðamanna þarf hver og einn að standa klár á sínu hlutverki. Til að sinna starfi sínu vel þarf hæfni að vera til staðar og hún fæst með þekkingu og þjálfun. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar