Snjöll um alla borg Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 21. apríl 2021 15:01 Við erum komin inn í 21. öldina. Breytingar eru hraðar og Reykjavíkurborg þarf að vera þeim viðbúin. Við þurfum og viljum gera betur en að halda í skottið á 4. iðnbyltingunni. Þess vegna ákváðum við að leggja 10 milljarða í stafræna þróun til að umbylta þeirri þjónustu sem borgin er að veita. Stafræna þróunin á sér stað alls staðar í borgarkerfinu og við höfum strax séð hve mikill áhugi er að stíga þessi rafrænu skref og allir innan borgarinnar vilja vera með. Hugmyndir koma alls staðar frá um hvernig er hægt að gera betur fyrir fólk og fyrirtæki í Reykjavík og líka fyrir starfsfólk með stafrænni tækni. Snjallvæðing er keðja en ekki ein töfralausn Verið er að vinna með sérhannaðar lausnir fyrir þau vandamál sem blasa við sveitarfélögum. Ekki bara Reykjavík heldur sveitarfélögunum öllum. Þar er Reykjavík leiðandi en önnur sveitarfélög munu í kjölfarið njóta góðs af þeim lausnum, í samstarfi borgarinnar við Samband íslenskra sveitarfélaga og Ísland.is. Snjallvæðingin er heil keðja sem verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Á öllum stöðum þarf keðjan að halda og búnaðurinn að vera til staðar til þess að skólar og aðrar stofnanir tali saman, stafrænt. Í dag er stafræna samtalið þarna á milli ekki nógu gott og það þarf að bæta. Því felur stafræna byltingin í sér verulega uppfærslu á nauðsynlegum notendabúnaði og upplýsingatækniinnviðum um alla borg. Töfrar að gerast í skólum borgarinnar Sérsaklega þarf að ráðast í búnaðarkaup fyrir grunn- og leikskóla. Sú fjárfesting mun nýtast skólum á breiðum grunni til að halda áfram með stafræna þróun í kennslustofum. Vinna við stafræna byltingu í kennslustofurnar er einkennandi við núgildandiMenntastefnu Reykjavíkurborgar. Skólar Reykjavíkur hafa t.d. aðgang að Nýsköpunarmiðju menntamála, sem sinnir ráðgjöf, fræðslu og stuðningi við virka þátttöku barna og starfsfólks í stafrænum náms- og kennsluháttum, stafrænni miðlun og stafrænni skólaþróun. Á síðastliðnu ári hafa aðstæður verið þannig að skólastarf hefur tekið mikið stökk fram á við í að nýta tækni til að styðja við allt skólastarf. Snillismiðjur, búnaðarbankar og stafrænn búnaður Eitt af verkefnum Nýsköpunarsmiðjunnar er Mixtúra, þar sem aðstaða er fyrir skapandi tækni í snillismiðjum, miðlunarrýmum og aðgangur að búnaðarbanka, þar sem starfsfólk skóla- og frístundasviðs getur fengið fjölbreytt náms- og kennslugögn lánuð án endurgjalds, t.d. til að kenna forritun, saumavél fyrir stafrænan útsaum, kvikmyndabúnað, þrívíddarveruleiki eða aðgangur að þrívíddarprentun eða laserskera. Nýsköpun og þróun er á fullri ferð í skólum borgarinnar. Nokkur verkefni eru í gangi sem snúast um framsækna og skapandi notkun stafrænnar tækni í skóla- og frístundastarfi. Má þar nefna drauma- og nýsköpunaraskóla eins og finna má í Víkurskóla í Grafarvogi, verkefniðskapandi námssamfélag í Breiðholti ogAustur vestur sköpunar- og tæknismiðjur sem er samstarfsverkefni Ingunnarskóla, Vesturbæjarskóla, Selásskóla og Háskóla Íslands Skólasamfélagið í Reykjavík hefur sýnt hve mikill áhugi er á stafrænni þróun í kennsluumhverfinu. Við þá þróun hafa borgarfulltrúar stutt og munu gera áfram. Stafræn þróun fyrir foreldra og börn Við viljum líka að stafræna þróunin muni birtast foreldrum þegar kemur að því að eiga í samskiptum við Reykjavíkurborg. Þá á kerfið að vera einfalt og það á að tala saman, að svo miklu leyti sem persónvernd leyfir. Að skrá börn eða fullorðna í þjónustu borgarinnar á ekki að vera flóknara en að vera í samskiptum við bankann sinn. Eða panta sér hótel eða flug. Vegna þess hve mikill áhugi er á öllum sviðum Reykjavíkurborgar að taka þátt í stafrænni byltingu borgarinnar höfum við þurft að setja upp forgangsröðun verkefna, sem er í samræmi við aðrar stefnur borgarinnar, t.a.m. fjárfestingastefnu sem við samþykktum með fjárhagsáætlun þessa árs. Þá samþykktum við að forgangsraða í þágu grænna og samfélagslegra innviða og í þágu verkefna sem munu auka tekjur borgarinnar eða stuðla að hagræðingu þegar fram í sækir. Við forgangsröðun þarf því að líta til þess hver virðisaukinn er fyrir alla borgarbúa, hvað verkefnið hefur áhrif á marga og hvernig það bætir þjónustu borgarinnar. Stafræn verkefni eru því metin eftir því hvort lausnin muni leiða til hagkvæmari rekstrar, færri handtaka og draga úr margskráningum upplýsinga. Í kjölfarið er svo hægt að nýta starfskrafta, sem áður sinntu þeim verkefnum sem verða leyst stafrænt, með betri hætti. Það eru mörg skref eftir að taka í þessari mikilvægu þjónustuuppbyggingu þar sem Reykjavík ætlar að vera leiðandi í því að byggja upp sveitarfélag 21. aldarinnar Höfundur er oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Stafræn þróun Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Við erum komin inn í 21. öldina. Breytingar eru hraðar og Reykjavíkurborg þarf að vera þeim viðbúin. Við þurfum og viljum gera betur en að halda í skottið á 4. iðnbyltingunni. Þess vegna ákváðum við að leggja 10 milljarða í stafræna þróun til að umbylta þeirri þjónustu sem borgin er að veita. Stafræna þróunin á sér stað alls staðar í borgarkerfinu og við höfum strax séð hve mikill áhugi er að stíga þessi rafrænu skref og allir innan borgarinnar vilja vera með. Hugmyndir koma alls staðar frá um hvernig er hægt að gera betur fyrir fólk og fyrirtæki í Reykjavík og líka fyrir starfsfólk með stafrænni tækni. Snjallvæðing er keðja en ekki ein töfralausn Verið er að vinna með sérhannaðar lausnir fyrir þau vandamál sem blasa við sveitarfélögum. Ekki bara Reykjavík heldur sveitarfélögunum öllum. Þar er Reykjavík leiðandi en önnur sveitarfélög munu í kjölfarið njóta góðs af þeim lausnum, í samstarfi borgarinnar við Samband íslenskra sveitarfélaga og Ísland.is. Snjallvæðingin er heil keðja sem verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Á öllum stöðum þarf keðjan að halda og búnaðurinn að vera til staðar til þess að skólar og aðrar stofnanir tali saman, stafrænt. Í dag er stafræna samtalið þarna á milli ekki nógu gott og það þarf að bæta. Því felur stafræna byltingin í sér verulega uppfærslu á nauðsynlegum notendabúnaði og upplýsingatækniinnviðum um alla borg. Töfrar að gerast í skólum borgarinnar Sérsaklega þarf að ráðast í búnaðarkaup fyrir grunn- og leikskóla. Sú fjárfesting mun nýtast skólum á breiðum grunni til að halda áfram með stafræna þróun í kennslustofum. Vinna við stafræna byltingu í kennslustofurnar er einkennandi við núgildandiMenntastefnu Reykjavíkurborgar. Skólar Reykjavíkur hafa t.d. aðgang að Nýsköpunarmiðju menntamála, sem sinnir ráðgjöf, fræðslu og stuðningi við virka þátttöku barna og starfsfólks í stafrænum náms- og kennsluháttum, stafrænni miðlun og stafrænni skólaþróun. Á síðastliðnu ári hafa aðstæður verið þannig að skólastarf hefur tekið mikið stökk fram á við í að nýta tækni til að styðja við allt skólastarf. Snillismiðjur, búnaðarbankar og stafrænn búnaður Eitt af verkefnum Nýsköpunarsmiðjunnar er Mixtúra, þar sem aðstaða er fyrir skapandi tækni í snillismiðjum, miðlunarrýmum og aðgangur að búnaðarbanka, þar sem starfsfólk skóla- og frístundasviðs getur fengið fjölbreytt náms- og kennslugögn lánuð án endurgjalds, t.d. til að kenna forritun, saumavél fyrir stafrænan útsaum, kvikmyndabúnað, þrívíddarveruleiki eða aðgangur að þrívíddarprentun eða laserskera. Nýsköpun og þróun er á fullri ferð í skólum borgarinnar. Nokkur verkefni eru í gangi sem snúast um framsækna og skapandi notkun stafrænnar tækni í skóla- og frístundastarfi. Má þar nefna drauma- og nýsköpunaraskóla eins og finna má í Víkurskóla í Grafarvogi, verkefniðskapandi námssamfélag í Breiðholti ogAustur vestur sköpunar- og tæknismiðjur sem er samstarfsverkefni Ingunnarskóla, Vesturbæjarskóla, Selásskóla og Háskóla Íslands Skólasamfélagið í Reykjavík hefur sýnt hve mikill áhugi er á stafrænni þróun í kennsluumhverfinu. Við þá þróun hafa borgarfulltrúar stutt og munu gera áfram. Stafræn þróun fyrir foreldra og börn Við viljum líka að stafræna þróunin muni birtast foreldrum þegar kemur að því að eiga í samskiptum við Reykjavíkurborg. Þá á kerfið að vera einfalt og það á að tala saman, að svo miklu leyti sem persónvernd leyfir. Að skrá börn eða fullorðna í þjónustu borgarinnar á ekki að vera flóknara en að vera í samskiptum við bankann sinn. Eða panta sér hótel eða flug. Vegna þess hve mikill áhugi er á öllum sviðum Reykjavíkurborgar að taka þátt í stafrænni byltingu borgarinnar höfum við þurft að setja upp forgangsröðun verkefna, sem er í samræmi við aðrar stefnur borgarinnar, t.a.m. fjárfestingastefnu sem við samþykktum með fjárhagsáætlun þessa árs. Þá samþykktum við að forgangsraða í þágu grænna og samfélagslegra innviða og í þágu verkefna sem munu auka tekjur borgarinnar eða stuðla að hagræðingu þegar fram í sækir. Við forgangsröðun þarf því að líta til þess hver virðisaukinn er fyrir alla borgarbúa, hvað verkefnið hefur áhrif á marga og hvernig það bætir þjónustu borgarinnar. Stafræn verkefni eru því metin eftir því hvort lausnin muni leiða til hagkvæmari rekstrar, færri handtaka og draga úr margskráningum upplýsinga. Í kjölfarið er svo hægt að nýta starfskrafta, sem áður sinntu þeim verkefnum sem verða leyst stafrænt, með betri hætti. Það eru mörg skref eftir að taka í þessari mikilvægu þjónustuuppbyggingu þar sem Reykjavík ætlar að vera leiðandi í því að byggja upp sveitarfélag 21. aldarinnar Höfundur er oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun