Um Anthony Hopkins og hvernig á að fá Hannibal Lecter til að bera virðingu fyrir öðru fólki! Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 30. apríl 2021 20:31 Óskarsverðlaunahafinn og leikarinn Anthony Hopkins hefur stigið fram og tilkynnt veröldinni opinberlega að hann sé einhverfur. Hopkins er þekktastur fyrir að hafa leikið hlutverk hins grimma fjöldamorðingja Hannibals Lecters í kvikmyndinni Lömbin þagna. En þá vaknar stóra spurningin? Hvernig er hægt að fá fjöldamorðingja til að hætta við að verða fjöldamorðingjar þegar þeir verða stórir og læra þess í stað að bera virðingu fyrir öllu lifandi fólki? Svarið er nefnilega það, að þetta hefst allt í skólastofunni. Semsagt það þarf að kenna börnum strax í skólastofunni að bera virðingu fyrir öðrum. Einu sinni hafa allir verið börn. Líka menn eins og Anthony Hopkins alias Hannibal Lecter. Í skólastofunni er samfélag manna í raun og veru komið í smækkaðri mynd, í hnotskurn. Þar eiga að vera börn af öllum stærðum og gerðum. Skólastofan á í raun að endurspegla allt samfélag fullorðinna. Í skólastofunni í gamla daga lærðum við hjá hinum frábæra barnakennara Dr. Sigrúnu Aðalbjarnardóttur prófessor, hvað í rauninni þarf til þess að hægt sé að reka heilt samfélag. Það þarf lögreglu, slökkvilið, kennara, skóla, leikskóla, verksmiðjur, skip, landbúnað, dýr, forsætisráðherra og svo margt, margt fleira. Við lærðum um fiskiþorpið og hvað þarf í raun og veru til að samfélag fiskiþorpsins gangi upp. Við lærðum um Tansaníu og hversu ólík Tansanía er fiskiþorpinu á Íslandi. Allt var þetta mjög lærdómsríkt. Eins og í alvöru samfélagi vorum við allskonar börn. Ég var einhverft barn, önnur börn voru ofvirk, ADHD, venjuleg, skemmtileg, glöð, sorgmædd, samkynhneigð og bara allavegana. Sum börnin vildu verða bændur, flugstjórar, tannlæknar eða flugfreyjur. Við vorum öll í sama bekknum og við lærðum að umgangast hvort annað og að bera virðingu fyrir hvort öðru. Að setja börn í sérdeildir og útiloka þau úr samfélagi skólastofunnar leysir engin vandamál í raun og veru. Það er svipað eins og að setja þau inn á stofnanir og hæli til þess að við sem teljumst „heilbrigð“ þurfum ekki að umgangast þau. Sú leið hefur þegar verið fullreynd með Breiðavík og Kópavogshæli. Skólastofan er rétti staðurinn til að ala öll börn upp í sameiginlegu samfélagi þar sem ólík börn læra að umgangast hvort annað. En þá mega ekki heldur vera svo mörg börn í skólastofunni að kennarinn komist ekki yfir að sinna þeim öllum. Hámarksfjöldi barna í íslenskum skólastofum ætti að vera 18 börn. Alls ekki meira! 1 af hverjum 3 börnum á Íslandi eru sett í sérkennslu og allskyns sérdeildir. Þetta er alltof hátt hlutfall. Það er ekki til nein vernduð sérdeild í lífinu sjálfu sem tekur við þegar börnin verða fullorðin. Börnin verða að geta horfst í augu við raunveruleikann og bjargað sér í hinum raunverulega raunveruleika. Það geta þau ekki ef þau eru alltaf pökkuð inn í sérdeildir. Svarið við þeim vandamálum sem tengjast mannlegum fjölbreytileika barna, er því í raun og veru mjög einfalt. Það er FÆRRI börn í skólastofunni. Því markmiði hljóta bæði kennarar og nemendur að geta fagnað. Höfundur er með B.A. B.Sc. M.Sc. og M.A. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn og leikarinn Anthony Hopkins hefur stigið fram og tilkynnt veröldinni opinberlega að hann sé einhverfur. Hopkins er þekktastur fyrir að hafa leikið hlutverk hins grimma fjöldamorðingja Hannibals Lecters í kvikmyndinni Lömbin þagna. En þá vaknar stóra spurningin? Hvernig er hægt að fá fjöldamorðingja til að hætta við að verða fjöldamorðingjar þegar þeir verða stórir og læra þess í stað að bera virðingu fyrir öllu lifandi fólki? Svarið er nefnilega það, að þetta hefst allt í skólastofunni. Semsagt það þarf að kenna börnum strax í skólastofunni að bera virðingu fyrir öðrum. Einu sinni hafa allir verið börn. Líka menn eins og Anthony Hopkins alias Hannibal Lecter. Í skólastofunni er samfélag manna í raun og veru komið í smækkaðri mynd, í hnotskurn. Þar eiga að vera börn af öllum stærðum og gerðum. Skólastofan á í raun að endurspegla allt samfélag fullorðinna. Í skólastofunni í gamla daga lærðum við hjá hinum frábæra barnakennara Dr. Sigrúnu Aðalbjarnardóttur prófessor, hvað í rauninni þarf til þess að hægt sé að reka heilt samfélag. Það þarf lögreglu, slökkvilið, kennara, skóla, leikskóla, verksmiðjur, skip, landbúnað, dýr, forsætisráðherra og svo margt, margt fleira. Við lærðum um fiskiþorpið og hvað þarf í raun og veru til að samfélag fiskiþorpsins gangi upp. Við lærðum um Tansaníu og hversu ólík Tansanía er fiskiþorpinu á Íslandi. Allt var þetta mjög lærdómsríkt. Eins og í alvöru samfélagi vorum við allskonar börn. Ég var einhverft barn, önnur börn voru ofvirk, ADHD, venjuleg, skemmtileg, glöð, sorgmædd, samkynhneigð og bara allavegana. Sum börnin vildu verða bændur, flugstjórar, tannlæknar eða flugfreyjur. Við vorum öll í sama bekknum og við lærðum að umgangast hvort annað og að bera virðingu fyrir hvort öðru. Að setja börn í sérdeildir og útiloka þau úr samfélagi skólastofunnar leysir engin vandamál í raun og veru. Það er svipað eins og að setja þau inn á stofnanir og hæli til þess að við sem teljumst „heilbrigð“ þurfum ekki að umgangast þau. Sú leið hefur þegar verið fullreynd með Breiðavík og Kópavogshæli. Skólastofan er rétti staðurinn til að ala öll börn upp í sameiginlegu samfélagi þar sem ólík börn læra að umgangast hvort annað. En þá mega ekki heldur vera svo mörg börn í skólastofunni að kennarinn komist ekki yfir að sinna þeim öllum. Hámarksfjöldi barna í íslenskum skólastofum ætti að vera 18 börn. Alls ekki meira! 1 af hverjum 3 börnum á Íslandi eru sett í sérkennslu og allskyns sérdeildir. Þetta er alltof hátt hlutfall. Það er ekki til nein vernduð sérdeild í lífinu sjálfu sem tekur við þegar börnin verða fullorðin. Börnin verða að geta horfst í augu við raunveruleikann og bjargað sér í hinum raunverulega raunveruleika. Það geta þau ekki ef þau eru alltaf pökkuð inn í sérdeildir. Svarið við þeim vandamálum sem tengjast mannlegum fjölbreytileika barna, er því í raun og veru mjög einfalt. Það er FÆRRI börn í skólastofunni. Því markmiði hljóta bæði kennarar og nemendur að geta fagnað. Höfundur er með B.A. B.Sc. M.Sc. og M.A.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun