Einhverfum börnum aftur synjað Valgerður Sigurðardóttir skrifar 9. maí 2021 07:00 Það er ótrúlegt að ári eftir að ég skrifaði grein hér á visir.is, Einhverf og synjað um skólavist, stendur til að synja 30 börnum með einhverfu um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Það er dapurleg staða í stærsta sveitarfélagi landsins að það ráði ekki við að veita þjónustu til einhverfra. Það er dapurlegt að aðstandendur einhverfra barna í Reykjavík séu í stöðugum átökum við sveitarfélagið. Foreldrar verða að berjast fyrir því að börn þeirra fái skólavist sem hentar þeim best. Það er dapurlegt að sá meirihluti sem stjórnar í Reykjavík leggi ekki allan sinn metnað í það að sinna börnum betur, öllum börnum. Núna eru biðlistar á leikskóla í Vesturbænum gríðarlega langir, í húsnæði leik- og grunnskóla er að finnast heilsuspillandi mygla, einhverf börn fá ekki inn í sérdeildir fyrir einhverfa. Á meðan á að setja tíu milljarða í stafræna uppbyggingu og yfir fjóra milljarða í endurgerð á Grófarhúsinu sem ekkert er að. Ég verð að játa að ég átta mig ekki á þessari forgangsröðun hjá núverandi meirihluta. Látum draumana rætast Ný menntastefna Reykjavíkurborgar ber yfirskriftina látum draumana rætast, það eru því kaldar kveðjur sem einhverf börn og foreldrar þeirra fá. Draumar foreldra einhverfra barna eru að hagsmunum barna þeirra sé best gætt með því að þau fái skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Þess vegna er sótt um fyrir þau þar. Nú hafa foreldrar þrjátíu einhverfra barna hins vegar fengið bréf frá Reykjavíkurborg þar sem þau eru upplýst um það að fyrirhugað sé að synja þeim um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Úrræði sem foreldrarnir velja af því þau telja það best fyrir börn sín. Börn þeirra eiga hins vegar að fara inn í venjulegar bekkjardeildir, þvert á það sem foreldrar þeirra óskuðu eftir. Mismunun Það er óskiljanlegt að neita börnum með sérþarfir um þá skólavist sem sótt er um fyrir þau. Neita þeim um skólavist í sérdeildum í þeim skólum sem foreldrar þeirra telja að henti þeim best. Ég vona að draumar þessara barna og foreldra þeirra fái að rætast og þau geti stundað nám í sérdeildum fyrir einhverfa. Ég vona að meirihlutinn í Reykjavík fari að sinna bönum betur og foreldrar barna með sérþarfir þurfi ekki að standa ár eftir ár í stappi við borgina til þess að fá þá þjónustu sem hentar best fyrir börn þeirra. Það er ekki boðlegt að sum börn fái inni í einhverfudeildum í grunnskólum Reykjavíkur en önnur ekki, það er mismunun. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt að ári eftir að ég skrifaði grein hér á visir.is, Einhverf og synjað um skólavist, stendur til að synja 30 börnum með einhverfu um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Það er dapurleg staða í stærsta sveitarfélagi landsins að það ráði ekki við að veita þjónustu til einhverfra. Það er dapurlegt að aðstandendur einhverfra barna í Reykjavík séu í stöðugum átökum við sveitarfélagið. Foreldrar verða að berjast fyrir því að börn þeirra fái skólavist sem hentar þeim best. Það er dapurlegt að sá meirihluti sem stjórnar í Reykjavík leggi ekki allan sinn metnað í það að sinna börnum betur, öllum börnum. Núna eru biðlistar á leikskóla í Vesturbænum gríðarlega langir, í húsnæði leik- og grunnskóla er að finnast heilsuspillandi mygla, einhverf börn fá ekki inn í sérdeildir fyrir einhverfa. Á meðan á að setja tíu milljarða í stafræna uppbyggingu og yfir fjóra milljarða í endurgerð á Grófarhúsinu sem ekkert er að. Ég verð að játa að ég átta mig ekki á þessari forgangsröðun hjá núverandi meirihluta. Látum draumana rætast Ný menntastefna Reykjavíkurborgar ber yfirskriftina látum draumana rætast, það eru því kaldar kveðjur sem einhverf börn og foreldrar þeirra fá. Draumar foreldra einhverfra barna eru að hagsmunum barna þeirra sé best gætt með því að þau fái skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Þess vegna er sótt um fyrir þau þar. Nú hafa foreldrar þrjátíu einhverfra barna hins vegar fengið bréf frá Reykjavíkurborg þar sem þau eru upplýst um það að fyrirhugað sé að synja þeim um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Úrræði sem foreldrarnir velja af því þau telja það best fyrir börn sín. Börn þeirra eiga hins vegar að fara inn í venjulegar bekkjardeildir, þvert á það sem foreldrar þeirra óskuðu eftir. Mismunun Það er óskiljanlegt að neita börnum með sérþarfir um þá skólavist sem sótt er um fyrir þau. Neita þeim um skólavist í sérdeildum í þeim skólum sem foreldrar þeirra telja að henti þeim best. Ég vona að draumar þessara barna og foreldra þeirra fái að rætast og þau geti stundað nám í sérdeildum fyrir einhverfa. Ég vona að meirihlutinn í Reykjavík fari að sinna bönum betur og foreldrar barna með sérþarfir þurfi ekki að standa ár eftir ár í stappi við borgina til þess að fá þá þjónustu sem hentar best fyrir börn þeirra. Það er ekki boðlegt að sum börn fái inni í einhverfudeildum í grunnskólum Reykjavíkur en önnur ekki, það er mismunun. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar