Fyrir hverja er söngnám? Aileen Soffía Svensdóttir skrifar 26. maí 2021 12:01 Sem nemandi við söngskóla Sigurðar Demez hef ég fengið tækifæri til þess að stunda það nám sem að mig hefur alltaf langað til og fengið að stunda það á mínum forsendum. Þetta hefur skipt sköpum þar sem ég bý við fötlun sem meðal annars lýsir sér í kvíðaröskun og skorti á einbeitingu. Það hefur samt ekki verið slegið af kröfum og það að sigrast á þeim hefur gefið mér aukið sjálfstraust, sem hefur nýst mér við að takast á við önnur verkefni. Námið hefur líka opnað fyrir mér tækifæri að taka þátt í kórastarfi og kynnast þar mörgu góðu fólki. Fyrir allt þetta er ég mjög þakklát. Það virðist því miður oft skorta skilning á því hve heilsueflandi og styrkjandi söngnám getur verið fyrir einstakling. Þeir einkareknu skólar sem bjóða upp á slíkt nám standa í endalausri baráttu ár hvert fyrir fjármagni til reksturs skólanna. Það verður til þess að stjórnendur þessara skóla þurfa að eyða miklum tíma í að berjast fyrir lífi þeirra í stað þess að einbeita sér að því að efla söngnámið. Ég spyr mig oft að því af hverju ég sem hef valið mér listnám þurfi endalaust að búa við það óöryggi sem fylgir því á hverju ári að vita ekki hvort skólinn klári þetta ár og svo ekkert vitað um framhaldið. Þessir flottu kennarar og nemendur eiga ekki að þurfa að lifa í þessari endalausu óvissu. Við þetta bætist að það fjármagn sem skólarnir fá frá yfirvöldum er svo knappt að þeir þurfa að leggja á há skólagjöld. Það kemur sér sé í lagi illa fyrir þá nemendur sem vegna einhvers konar fötlunar eða annarra erfiðleika þurfa lengri tíma til að ljúka náminu og útilokar þá oft frá söngnámi. Hvers vegna eiga að gilda aðrar reglur um söngnám en almennt framhaldsnám þar sem skólagjöld eru lítil sem engin? Takmarkið er það sama. Að gera þá sem stunda það tækifæri til þess að verða nýtari og ánægðari þjóðfélags-þegnar. Ég er orðin langþreytt á að heyra þessi loforð um fjölbreytt námsframboð án þess að þeim fylgi fjármagn til þess að gera þau að veruleika. Höfundur er nemandi við Söngskóla Sigurðar Demetz. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sem nemandi við söngskóla Sigurðar Demez hef ég fengið tækifæri til þess að stunda það nám sem að mig hefur alltaf langað til og fengið að stunda það á mínum forsendum. Þetta hefur skipt sköpum þar sem ég bý við fötlun sem meðal annars lýsir sér í kvíðaröskun og skorti á einbeitingu. Það hefur samt ekki verið slegið af kröfum og það að sigrast á þeim hefur gefið mér aukið sjálfstraust, sem hefur nýst mér við að takast á við önnur verkefni. Námið hefur líka opnað fyrir mér tækifæri að taka þátt í kórastarfi og kynnast þar mörgu góðu fólki. Fyrir allt þetta er ég mjög þakklát. Það virðist því miður oft skorta skilning á því hve heilsueflandi og styrkjandi söngnám getur verið fyrir einstakling. Þeir einkareknu skólar sem bjóða upp á slíkt nám standa í endalausri baráttu ár hvert fyrir fjármagni til reksturs skólanna. Það verður til þess að stjórnendur þessara skóla þurfa að eyða miklum tíma í að berjast fyrir lífi þeirra í stað þess að einbeita sér að því að efla söngnámið. Ég spyr mig oft að því af hverju ég sem hef valið mér listnám þurfi endalaust að búa við það óöryggi sem fylgir því á hverju ári að vita ekki hvort skólinn klári þetta ár og svo ekkert vitað um framhaldið. Þessir flottu kennarar og nemendur eiga ekki að þurfa að lifa í þessari endalausu óvissu. Við þetta bætist að það fjármagn sem skólarnir fá frá yfirvöldum er svo knappt að þeir þurfa að leggja á há skólagjöld. Það kemur sér sé í lagi illa fyrir þá nemendur sem vegna einhvers konar fötlunar eða annarra erfiðleika þurfa lengri tíma til að ljúka náminu og útilokar þá oft frá söngnámi. Hvers vegna eiga að gilda aðrar reglur um söngnám en almennt framhaldsnám þar sem skólagjöld eru lítil sem engin? Takmarkið er það sama. Að gera þá sem stunda það tækifæri til þess að verða nýtari og ánægðari þjóðfélags-þegnar. Ég er orðin langþreytt á að heyra þessi loforð um fjölbreytt námsframboð án þess að þeim fylgi fjármagn til þess að gera þau að veruleika. Höfundur er nemandi við Söngskóla Sigurðar Demetz.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar