Iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum Hilmar Harðarson skrifar 10. ágúst 2021 13:30 Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina nú þegar staðreyndin er sú að 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. 18 ára og eldri eiga nánast engan möguleika á að komast í iðnnám sem er alvarlegt mál. Að sama skapi þá er ákveðin þversögn í því að stjórnvöld fjalli reglulega um mikilvægi iðnnáms en að sama skapi að höggva í löggildingu iðnaðarstéttanna. Hvernig fer þetta saman? Annað sem vekur athygi og sýnir hversu ósamstíga stjórnvöld eru í þessum málaflokki er að á meðan mennta- og menningarmálaráðuneytið er að tala um að efla þurfi iðnnám þá er atvinnumálaráðherra á sama tíma að leggja fram tillögu sem uð veikja stöðu iðnmenntaða. Þetta skýtur sannarlega skökku við. Ríkisstjórnin styður sig við skýrslu OECD varðandi afnám löggildingar í ákveðnum iðngreinum. Enn fremur vekur athygli að OECD, horfði í skýrslu sinni, eingöngu til iðngreina, en ekki annarra stétta sem búa við lögverndun. Enn og aftur er því verið að ráðast að iðngreinum. Ríkisstjórnin segir að verið sé að auðvelda aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum. Það er algerlega glórulaust. Það getur ekki verið útgangspunkturinn að auðvelda aðgengi að störfum. Það verður að horfa til annarra þátta, sem verða að hafa mikið vægi, svo sem öryggismál, almannahagsmunir og neytendamál. Mikilvæg atriði sem lúta að öryggi almennings og lífi og heilsu fólks eru ríkjandi fyrir starfsgreinar sem tengjast meðal annars mannvirkjamálum. Mikilvægt er að tryggja að þeir sem starfi á þessu sviði séu hæfir til að sinna þeim og hafi lokið viðeigandi námi sem viðurkennt sé af yfirvöldum enda geti afleiðingar af óviðunandi þekkingu og hæfni til að vinna þau störf verið mjög alvarlegar. Einnig er brýnt að huga að neytendavernd í þessu samhengi. Neytendur verða að geta gengið að því vísu að að þjónusta uppfylli gæðakröfur. Kaupandi getur oft ekki áttað sig á gæðum þjónustunnar fyrr en hún hefur verið innt af hendi af seljanda. Þetta á einkum við um ýmsa þjónustu iðnaðarmanna þar sem gæði verks verður ekki metið fyrr en það hefur verið unnið. Röksemdir um aðgangshindranir fyrir afnámi löggildinga iðngreina eru byggðar á veikum grunni. Jafnframt má færa fyrir því rök að afnám löggildina á þessum forsendum dragi úr hvata til nýsköpunar í atvinnulífinu. Afnám löggildinga hlýtur líka að koma illa út gagnvart markaðsetningu iðngreina með hliðsjón af raunverulegri þörf og eftirspurn á markaðnum. Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina nú þegar staðreyndin er sú að 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. Ljóst er einnig að með þessu er verið að útiloka að miklu leyti þeirra sem eru orðnir 18 ára og eldri að iðnámi þar sem grunnskólanemar ganga fyrir. Umsóknir í starfsnám á vorönn 2021 voru 52,2% af heildarfjölda umsókna í framhaldsskóla en að sama skapi var höfnunarhlutfallið þar einnig hæst eða 19,7% samkvæmt könnun Menntamálastofnunar. Það er fagnaðarefni að flestir umsækjendur á framhaldsskólastiginu sækjast eftir því að komast í starfsnám en að sama skapi er það áhyggjuefni að þar er flestum hafnað. Hér þarf að gera betur og tryggja þeim sem hafa áhuga á starfsnámi tækifæri til að hefja sitt nám. Með starfsnámi er m.a. verið að tala um iðnnám. Mikilvægt er að auka tækifærin og fjölbreytnina í atvinnusköpun okkar og því er ljóst að iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum, ekki bara á orði heldur líka á borði. Höfundur er formaður Samiðnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina nú þegar staðreyndin er sú að 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. 18 ára og eldri eiga nánast engan möguleika á að komast í iðnnám sem er alvarlegt mál. Að sama skapi þá er ákveðin þversögn í því að stjórnvöld fjalli reglulega um mikilvægi iðnnáms en að sama skapi að höggva í löggildingu iðnaðarstéttanna. Hvernig fer þetta saman? Annað sem vekur athygi og sýnir hversu ósamstíga stjórnvöld eru í þessum málaflokki er að á meðan mennta- og menningarmálaráðuneytið er að tala um að efla þurfi iðnnám þá er atvinnumálaráðherra á sama tíma að leggja fram tillögu sem uð veikja stöðu iðnmenntaða. Þetta skýtur sannarlega skökku við. Ríkisstjórnin styður sig við skýrslu OECD varðandi afnám löggildingar í ákveðnum iðngreinum. Enn fremur vekur athygli að OECD, horfði í skýrslu sinni, eingöngu til iðngreina, en ekki annarra stétta sem búa við lögverndun. Enn og aftur er því verið að ráðast að iðngreinum. Ríkisstjórnin segir að verið sé að auðvelda aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum. Það er algerlega glórulaust. Það getur ekki verið útgangspunkturinn að auðvelda aðgengi að störfum. Það verður að horfa til annarra þátta, sem verða að hafa mikið vægi, svo sem öryggismál, almannahagsmunir og neytendamál. Mikilvæg atriði sem lúta að öryggi almennings og lífi og heilsu fólks eru ríkjandi fyrir starfsgreinar sem tengjast meðal annars mannvirkjamálum. Mikilvægt er að tryggja að þeir sem starfi á þessu sviði séu hæfir til að sinna þeim og hafi lokið viðeigandi námi sem viðurkennt sé af yfirvöldum enda geti afleiðingar af óviðunandi þekkingu og hæfni til að vinna þau störf verið mjög alvarlegar. Einnig er brýnt að huga að neytendavernd í þessu samhengi. Neytendur verða að geta gengið að því vísu að að þjónusta uppfylli gæðakröfur. Kaupandi getur oft ekki áttað sig á gæðum þjónustunnar fyrr en hún hefur verið innt af hendi af seljanda. Þetta á einkum við um ýmsa þjónustu iðnaðarmanna þar sem gæði verks verður ekki metið fyrr en það hefur verið unnið. Röksemdir um aðgangshindranir fyrir afnámi löggildinga iðngreina eru byggðar á veikum grunni. Jafnframt má færa fyrir því rök að afnám löggildina á þessum forsendum dragi úr hvata til nýsköpunar í atvinnulífinu. Afnám löggildinga hlýtur líka að koma illa út gagnvart markaðsetningu iðngreina með hliðsjón af raunverulegri þörf og eftirspurn á markaðnum. Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina nú þegar staðreyndin er sú að 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. Ljóst er einnig að með þessu er verið að útiloka að miklu leyti þeirra sem eru orðnir 18 ára og eldri að iðnámi þar sem grunnskólanemar ganga fyrir. Umsóknir í starfsnám á vorönn 2021 voru 52,2% af heildarfjölda umsókna í framhaldsskóla en að sama skapi var höfnunarhlutfallið þar einnig hæst eða 19,7% samkvæmt könnun Menntamálastofnunar. Það er fagnaðarefni að flestir umsækjendur á framhaldsskólastiginu sækjast eftir því að komast í starfsnám en að sama skapi er það áhyggjuefni að þar er flestum hafnað. Hér þarf að gera betur og tryggja þeim sem hafa áhuga á starfsnámi tækifæri til að hefja sitt nám. Með starfsnámi er m.a. verið að tala um iðnnám. Mikilvægt er að auka tækifærin og fjölbreytnina í atvinnusköpun okkar og því er ljóst að iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum, ekki bara á orði heldur líka á borði. Höfundur er formaður Samiðnar.
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun