Leiðarar úr leið Tómas Guðbjartsson skrifar 14. ágúst 2021 18:00 Leiðarar stærstu dagblaða landsins sl. sólarhring valda miklum vonbrigðum - og sýna vanmat á því ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 á Íslandi. Leiðarahöfundar virðast telja að bólusetning flestra fullorðinna hérlendis þýði að „alvarleg veikindi séu sjaldgæf“ og „verndi okkur nær algjörlega við ótímabærum dauðdaga“. Þetta stenst ekki skoðun. Nú liggja 30 sjúklingar á Landspítala vegna Covid, þar af 7 í lífshættu á gjörgæslu, flestir þeirra í öndunarvél. Fjórir gjörgæslusjúklinganna eru fullbólusettir. Af þeim 73 sjúklingum sem lagst hafa inn í fjórðu bylgju faraldursins hafa 2/3 verið bólusettir. Þetta sýnir svart á hvítu að bólusetning er engan vegin fullkomin vörn gegn alvarlegum veikindum, hvorki hér á landi né erlendis. Í sömu dagblöðum eru í dag fréttir af krítisku ástandi vegna Covid víða um heim, m.a. frá nánast fullbólusettu Ísrael og í Rússlandi hafa aldrei fleiri látist en i deiltabylgju Covid. Það að Danir og Bretar séu að aflétta takmörkunum hjá sér hefur sáralítið vægi hér á landi, enda aðstæður þar allt aðrar og þeir heldur ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir í fyrri bylgjum faraldursins. Vegna ástandsins nú er Landspítalinn á hættustigi og stefnir á neyðarstig - sem er full ástæða til því öll gjörgæslan í Fossvogi sinnir nú Covid-sjúklingum og hálf gjörgæslan við Hringbraut. Þetta ástand er algjörlega óásættanlegt og bitnar á sjúklingum sem ekki hafa Covid og þurfa hálfbráðar aðgerðir sem krefjast gjörgæslu, t.d. vegna hjartasjúkdóma og krabbameina. Bið þessara sjúklinga er vægast sagt óæskileg. Í þessum töluðu orðum er verið að kalla inn bæði hjúkrunarfræðinga og lækna úr langþráðu sumarfríi til að sinna Covid-sjúklingum sem berjast fyrir lífi sýnu. Fyrir þeim eru þessir leiðarar beiskt meðal sem er vont að kyngja - og skilaboðin úr leið. Það má heldur ekki gleymast í umræðunni að ef veirunni er sleppt lausri þá aukast likur á því að starfsfólk á LSH sýkist. Þótt veikindin yrðu líklega væg þá gætu sömu einstaklingar ekki sinnt vinnu sinni, t.d. á gjörgæslu eða í fámenn teymum eins og okkar hjarta- og heilaskurðlækna. Þar stöndum við vaktina allan sólarhringinn árið um kring og megum illa við bráðsmitandi Covid-sýningu. Vonandi mun það ekki trufla skynsamlegar ákvarðanir íslenskra sóttvarnayfirvalda að stutt er í kosningar - en hingað til hafa þau haldið haus og tekið ákvarðanir sem hafa leitt okkur áfram, landi og þjóð til heilla. Höfundur er hjartaskurðlæknir og prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Leiðarar stærstu dagblaða landsins sl. sólarhring valda miklum vonbrigðum - og sýna vanmat á því ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 á Íslandi. Leiðarahöfundar virðast telja að bólusetning flestra fullorðinna hérlendis þýði að „alvarleg veikindi séu sjaldgæf“ og „verndi okkur nær algjörlega við ótímabærum dauðdaga“. Þetta stenst ekki skoðun. Nú liggja 30 sjúklingar á Landspítala vegna Covid, þar af 7 í lífshættu á gjörgæslu, flestir þeirra í öndunarvél. Fjórir gjörgæslusjúklinganna eru fullbólusettir. Af þeim 73 sjúklingum sem lagst hafa inn í fjórðu bylgju faraldursins hafa 2/3 verið bólusettir. Þetta sýnir svart á hvítu að bólusetning er engan vegin fullkomin vörn gegn alvarlegum veikindum, hvorki hér á landi né erlendis. Í sömu dagblöðum eru í dag fréttir af krítisku ástandi vegna Covid víða um heim, m.a. frá nánast fullbólusettu Ísrael og í Rússlandi hafa aldrei fleiri látist en i deiltabylgju Covid. Það að Danir og Bretar séu að aflétta takmörkunum hjá sér hefur sáralítið vægi hér á landi, enda aðstæður þar allt aðrar og þeir heldur ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir í fyrri bylgjum faraldursins. Vegna ástandsins nú er Landspítalinn á hættustigi og stefnir á neyðarstig - sem er full ástæða til því öll gjörgæslan í Fossvogi sinnir nú Covid-sjúklingum og hálf gjörgæslan við Hringbraut. Þetta ástand er algjörlega óásættanlegt og bitnar á sjúklingum sem ekki hafa Covid og þurfa hálfbráðar aðgerðir sem krefjast gjörgæslu, t.d. vegna hjartasjúkdóma og krabbameina. Bið þessara sjúklinga er vægast sagt óæskileg. Í þessum töluðu orðum er verið að kalla inn bæði hjúkrunarfræðinga og lækna úr langþráðu sumarfríi til að sinna Covid-sjúklingum sem berjast fyrir lífi sýnu. Fyrir þeim eru þessir leiðarar beiskt meðal sem er vont að kyngja - og skilaboðin úr leið. Það má heldur ekki gleymast í umræðunni að ef veirunni er sleppt lausri þá aukast likur á því að starfsfólk á LSH sýkist. Þótt veikindin yrðu líklega væg þá gætu sömu einstaklingar ekki sinnt vinnu sinni, t.d. á gjörgæslu eða í fámenn teymum eins og okkar hjarta- og heilaskurðlækna. Þar stöndum við vaktina allan sólarhringinn árið um kring og megum illa við bráðsmitandi Covid-sýningu. Vonandi mun það ekki trufla skynsamlegar ákvarðanir íslenskra sóttvarnayfirvalda að stutt er í kosningar - en hingað til hafa þau haldið haus og tekið ákvarðanir sem hafa leitt okkur áfram, landi og þjóð til heilla. Höfundur er hjartaskurðlæknir og prófessor.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar