Heilsa og heilbrigðisvarnir, út fyrir boxið Geir Sigurður Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 13:32 Nýlega sat ég vef-fund með sálfræðingi í einum af grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Á þennan kvöldfund mættu um 80 foreldrar. Sálfræðingurinn er einn okkar allra besti sérfræðingur í málefnum barna og unglinga. Hann spjallaði við okkur foreldra í 2 klukkustundir um reynsluheim barna sem eru að verða unglingar, hvernig þeim líður, hvernig þau bregðast við umhverfinu og hvað hann hefur lært í áratuga samskiptum við þennan aldurshóp. Þjónusta óháð efnahag Við fæðumst ekki fullkomnir foreldrar og flest viljum við gjarnan nýta þjónustu sérfræðinga við að fást við litlu eftirmyndir okkar. Það hefði tekið sálfræðinginn óbókaðan mánuð að veita öllum þessum 80 foreldrum fyrsta viðtal og ég leyfi mér að fullyrða að flestir foreldrarnir hefðu hvort sem er hikað lengi við að taka upp símann og panta viðtal fyrir 17 þúsund krónur klukkutímann. Þjónusta óháð búsetu Þetta örlitla dæmi sýnir líka hvernig hugkvæmni og tækni er notuð til að greiða aðgengi allra að þjónustu, óháð staðsetningu. Af hverju gerum við þetta ekki í ríkara mæli? Af hverju erum við ekki að nýta tæknina betur, til þess að tryggja öllum landsmönnum sem jafnast aðgengi? Við þurfum ekki lengur að hugsa alltaf um heilbrigðisþjónustu sem eitthvað sem gerist í lokuðu boxi milli læknis og sjúklings eftir að vandamál er komið upp. Forvarnir fyrirbyggja slökkvistarf Með þessu dæmi er ég alls ekki að draga úr mikilvægi sálfræði- og annarra geðmeðferða, og þaðan af síður mikilvægi þess að aðgengi að þeirri þjónustu sé aukið og fjármagnað. Ég er aðeins að benda á að oft er hægt að fara aðrar og hagkvæmari leiðir, án þess að það komi niður á þjónustunni. Þarna mótaði sálfræðingurinn, með stuðningi skólastjórnenda, þjónustu sína við samfélagið í það form sem hentaði notendum þjónustunnar best og skapaði um leið gríðarleg þjóðfélagsleg verðmæti. Hann færði forvarnirnar heim og hjálpaði til við að byggja upp andlega heilsu heima fyrir, þannig nærði hann moldina sem heilbrigðu sprotarnir okkar spretta úr. Forvarnir og forverk spara heilbrigðiskerfinu gríðarlegar upphæðir til langs tíma og við verðum að endurhugsa viðhorf okkar til heilbrigðisþjónustu. Við eigum að líta meira til heilsuvarna (sbr. brunavarnir) til að koma í veg fyrir að hættumerki verði að fullburða vandamáli sem okkar allra hæfasta, besta og dýrasta fólk þarf að sinna. Reynum að hugsa málin aðeins út fyrir boxið. Höfundur er viðskiptafræðingur og tölvunarfræðingur og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Börn og uppeldi Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega sat ég vef-fund með sálfræðingi í einum af grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Á þennan kvöldfund mættu um 80 foreldrar. Sálfræðingurinn er einn okkar allra besti sérfræðingur í málefnum barna og unglinga. Hann spjallaði við okkur foreldra í 2 klukkustundir um reynsluheim barna sem eru að verða unglingar, hvernig þeim líður, hvernig þau bregðast við umhverfinu og hvað hann hefur lært í áratuga samskiptum við þennan aldurshóp. Þjónusta óháð efnahag Við fæðumst ekki fullkomnir foreldrar og flest viljum við gjarnan nýta þjónustu sérfræðinga við að fást við litlu eftirmyndir okkar. Það hefði tekið sálfræðinginn óbókaðan mánuð að veita öllum þessum 80 foreldrum fyrsta viðtal og ég leyfi mér að fullyrða að flestir foreldrarnir hefðu hvort sem er hikað lengi við að taka upp símann og panta viðtal fyrir 17 þúsund krónur klukkutímann. Þjónusta óháð búsetu Þetta örlitla dæmi sýnir líka hvernig hugkvæmni og tækni er notuð til að greiða aðgengi allra að þjónustu, óháð staðsetningu. Af hverju gerum við þetta ekki í ríkara mæli? Af hverju erum við ekki að nýta tæknina betur, til þess að tryggja öllum landsmönnum sem jafnast aðgengi? Við þurfum ekki lengur að hugsa alltaf um heilbrigðisþjónustu sem eitthvað sem gerist í lokuðu boxi milli læknis og sjúklings eftir að vandamál er komið upp. Forvarnir fyrirbyggja slökkvistarf Með þessu dæmi er ég alls ekki að draga úr mikilvægi sálfræði- og annarra geðmeðferða, og þaðan af síður mikilvægi þess að aðgengi að þeirri þjónustu sé aukið og fjármagnað. Ég er aðeins að benda á að oft er hægt að fara aðrar og hagkvæmari leiðir, án þess að það komi niður á þjónustunni. Þarna mótaði sálfræðingurinn, með stuðningi skólastjórnenda, þjónustu sína við samfélagið í það form sem hentaði notendum þjónustunnar best og skapaði um leið gríðarleg þjóðfélagsleg verðmæti. Hann færði forvarnirnar heim og hjálpaði til við að byggja upp andlega heilsu heima fyrir, þannig nærði hann moldina sem heilbrigðu sprotarnir okkar spretta úr. Forvarnir og forverk spara heilbrigðiskerfinu gríðarlegar upphæðir til langs tíma og við verðum að endurhugsa viðhorf okkar til heilbrigðisþjónustu. Við eigum að líta meira til heilsuvarna (sbr. brunavarnir) til að koma í veg fyrir að hættumerki verði að fullburða vandamáli sem okkar allra hæfasta, besta og dýrasta fólk þarf að sinna. Reynum að hugsa málin aðeins út fyrir boxið. Höfundur er viðskiptafræðingur og tölvunarfræðingur og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar