Spennið beltin! Sigmar Guðmundsson skrifar 30. ágúst 2021 12:30 Það hefur auðvitað ekki farið fram hjá neinum að Seðlabankinn hækkaði vexti á dögunum. Ekki er langt í að hækkunin skili sér í afborganir af húsnæðislánum. Afleiðingin verður sú að þeir sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum finna fyrir hressilegri hækkun. Fólk með 40 milljón króna lán getur reiknað með nærri 10 þúsund króna hækkun á mánuði. Frekari vaxtahækkanir eru í pípunum og því alls ekki ólíklegt að önnur eins hækkun fylgi í kjölfarið fyrir þá sem eru með breytilega vexti. Og þeir eru margir. Með þessu getur sá ótti margra ræst að þau háu lán sem fólk hefur tekið á undanförnum mánuðum geti hreinlega ógnað afkomu fjölmargra fjölskyldna. Að þær ráði ekki við hækkandi afborganir og vaxtahækkunarferlið kalli enn og aftur fjárhagsvandræði yfir venjulegar fjölskyldur sem vilja búa í eigin húsnæði. Ekkert af þessu kemur á óvart. Hagsagan kennir okkur að vextir á íslandi eru allt annað en stöðugir og almennt miklu hærri en í nágrannalöndunum. Þess utan vakti það auðvitað heilmikla athygli þegar Seðlabankastjóri gaf út þá yfirlýsingu fyrir nokkrum vikum í hlaðvarpinu hans Snorra Björnssonar að fólk ætti að festa vextina. „Ég bara veit það að við náttúrlega hljótum að þurfa að hækka vextina. Vextirnir voru óvenjulega lágir út af þessum faraldri,“ sagði Ásgeir Jónsson í viðtalinu. Fastir vextir til þriggja ára eru talsvert hærri en breytilegir og því auðvelt að túlka orð hans þannig að á næstu misserum muni vextir hækka það mikið að breytilegu vextirnir verði mögulega hærri en föstu vextirnir eru í dag. Það yrði umtalsverð hækkun. Þeir sem hafa nýfest vextina hafa svo ekki hugmynd um hvert vaxtastigið verður eftir þrjú ár og þurfa mögulega að endurfjármagna á enn hærri vöxtum. Ef Seðlabankastjóri væri flugstjóri, þá var hann í raun og veru að gefa út þau fyrirmæli til farþega að spenna beltin strax. Það er ókyrrð fram undan. Ekki má svo gleyma verðbólgunni, þessu skilgetna afkvæmi íslensku krónunnar, sem er talsvert yfir markmiðum og leggst með fullum þunga ofan á verðtryggðu húsnæðislánin. Þennan vítahring þekkja íslenskar fjölskyldur og einstaklingar allt of vel. Sveiflur krónunnar, verðbólga og háir vextir eru meinsemd í íslensku samfélagi. Þessu þarf að breyta. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, orðaði þetta vel í ræðu sinni á landsþingi flokksins um helgina. „Kostnaður krónunnar fyrir samfélagið er vel yfir 100 milljarðar á ári. Frá aldamótum hafa laun hækkað þrefalt á við Norðurlönd, verðbólga hins vegar fjórfaldast og vextir fimmfaldast. Að gengisflökt krónunnar sé einhverskonar bjargvættur er í besta falli lélegur brandari. Fáum við til þess umboð, verður okkar fyrsta verkefni að semja um gagnkvæmar gengisvarnir og tengja krónuna við Evru. Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verðbólgu, miklu hærri vexti á húsnæðislánum eða dýrari matarkörfu en þekkist í nágrannalöndunum.“ Höfundur er í öðru sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Seðlabankinn Verðlag Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Það hefur auðvitað ekki farið fram hjá neinum að Seðlabankinn hækkaði vexti á dögunum. Ekki er langt í að hækkunin skili sér í afborganir af húsnæðislánum. Afleiðingin verður sú að þeir sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum finna fyrir hressilegri hækkun. Fólk með 40 milljón króna lán getur reiknað með nærri 10 þúsund króna hækkun á mánuði. Frekari vaxtahækkanir eru í pípunum og því alls ekki ólíklegt að önnur eins hækkun fylgi í kjölfarið fyrir þá sem eru með breytilega vexti. Og þeir eru margir. Með þessu getur sá ótti margra ræst að þau háu lán sem fólk hefur tekið á undanförnum mánuðum geti hreinlega ógnað afkomu fjölmargra fjölskyldna. Að þær ráði ekki við hækkandi afborganir og vaxtahækkunarferlið kalli enn og aftur fjárhagsvandræði yfir venjulegar fjölskyldur sem vilja búa í eigin húsnæði. Ekkert af þessu kemur á óvart. Hagsagan kennir okkur að vextir á íslandi eru allt annað en stöðugir og almennt miklu hærri en í nágrannalöndunum. Þess utan vakti það auðvitað heilmikla athygli þegar Seðlabankastjóri gaf út þá yfirlýsingu fyrir nokkrum vikum í hlaðvarpinu hans Snorra Björnssonar að fólk ætti að festa vextina. „Ég bara veit það að við náttúrlega hljótum að þurfa að hækka vextina. Vextirnir voru óvenjulega lágir út af þessum faraldri,“ sagði Ásgeir Jónsson í viðtalinu. Fastir vextir til þriggja ára eru talsvert hærri en breytilegir og því auðvelt að túlka orð hans þannig að á næstu misserum muni vextir hækka það mikið að breytilegu vextirnir verði mögulega hærri en föstu vextirnir eru í dag. Það yrði umtalsverð hækkun. Þeir sem hafa nýfest vextina hafa svo ekki hugmynd um hvert vaxtastigið verður eftir þrjú ár og þurfa mögulega að endurfjármagna á enn hærri vöxtum. Ef Seðlabankastjóri væri flugstjóri, þá var hann í raun og veru að gefa út þau fyrirmæli til farþega að spenna beltin strax. Það er ókyrrð fram undan. Ekki má svo gleyma verðbólgunni, þessu skilgetna afkvæmi íslensku krónunnar, sem er talsvert yfir markmiðum og leggst með fullum þunga ofan á verðtryggðu húsnæðislánin. Þennan vítahring þekkja íslenskar fjölskyldur og einstaklingar allt of vel. Sveiflur krónunnar, verðbólga og háir vextir eru meinsemd í íslensku samfélagi. Þessu þarf að breyta. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, orðaði þetta vel í ræðu sinni á landsþingi flokksins um helgina. „Kostnaður krónunnar fyrir samfélagið er vel yfir 100 milljarðar á ári. Frá aldamótum hafa laun hækkað þrefalt á við Norðurlönd, verðbólga hins vegar fjórfaldast og vextir fimmfaldast. Að gengisflökt krónunnar sé einhverskonar bjargvættur er í besta falli lélegur brandari. Fáum við til þess umboð, verður okkar fyrsta verkefni að semja um gagnkvæmar gengisvarnir og tengja krónuna við Evru. Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verðbólgu, miklu hærri vexti á húsnæðislánum eða dýrari matarkörfu en þekkist í nágrannalöndunum.“ Höfundur er í öðru sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar