Já, hvert ertu að fara Brynjar? Daði Már Kristófersson skrifar 31. ágúst 2021 11:31 Brynjar Níelsson gerir stefnu Viðreisnar að umtalefni í grein hér á Vísi. Stefnunni finnur hann flest til foráttu. Mér er þó ekki alveg ljóst hvert Brynjar er að fara. Gott væri að fá skýringar á eftirfarandi atriðum: 1. Brynjar sakar Viðreisn um að eyðileggja fyrirsjáanleika í útgerð ef teknir verða upp nýtingarsamningar til 20-30 ára, í samræmi við stefnu Viðreisnar. Nú er fyrirsjáanleikinn ekki meiri en svo að sá hluti þorskkvóta sem úthlutað er til stærri útgerða hefur verið skorinn niður um þriðjung frá því núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var tekið upp, og úthlutað t.d. til smábáta, byggðaaðgerða, línuívilnunar og strandveiða. Hvernig getur meiri fyrirsjáanleiki en útgerðin hefur búið við undanfarna áratugi leitt til minni fyrirsjáanleika? 2. Viðskipti hafa verið stunduð með aflahlutdeildir (kvóta til lengri tíma) og aflamark (kvóta til skamms tíma) um margra áratuga skeið, eða síðan 1991. Sumir telja meira að segja að megnið af afaheimildunum hafi skipt um hendur á þessum tíma (sjá hér). Á þessum tíma hefur orðið mikil hagræðing og afkoma í sjávarútvegi batnað mikið. Ef viðskipti með aflahlutdeildir hafa reynst vel hvers vegna munu viðskipti með aflaheimildir í framtíðinni rústa okkar sjávarútvegi? 3. Brynjar vill meina að sala nágrannalandanna á aflaheimildum sanni að slík sala sé stórhættuleg. Væntanlega er Brynjar þar að vísa til reynslu Færeyinga sem nær eingöngu seldu til EINS ÁRS Í SENN: Telur Brynjar sambærilegt að selja aflaheimildir til eins árs og 20-30 ára? 4. Loks mærir Brynjar greinargerð sem ég skrifaði 2010 um fyrningarleið. Frá því þessi greinargerð var skrifuð hafa orðið umtalsverðar breytingar í sjávarútvegi. Sú veigamesta er að útgerðin greiðir nú veiðigjald. Ef innheimtu veiðigjalds er breytt frá núverandi lögum í markaðsgjald, eins og Viðreisn boðar, hvers vegna ætti sú breyting að kollvarpa útgerð? Hlutfall gjaldsins af hagnaði er svipað í báðum lausnum, eða um þriðjungur hagnaðar. Er annar þriðjungurinn stærri en hinn? Hvers vegna? Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Brynjar Níelsson gerir stefnu Viðreisnar að umtalefni í grein hér á Vísi. Stefnunni finnur hann flest til foráttu. Mér er þó ekki alveg ljóst hvert Brynjar er að fara. Gott væri að fá skýringar á eftirfarandi atriðum: 1. Brynjar sakar Viðreisn um að eyðileggja fyrirsjáanleika í útgerð ef teknir verða upp nýtingarsamningar til 20-30 ára, í samræmi við stefnu Viðreisnar. Nú er fyrirsjáanleikinn ekki meiri en svo að sá hluti þorskkvóta sem úthlutað er til stærri útgerða hefur verið skorinn niður um þriðjung frá því núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var tekið upp, og úthlutað t.d. til smábáta, byggðaaðgerða, línuívilnunar og strandveiða. Hvernig getur meiri fyrirsjáanleiki en útgerðin hefur búið við undanfarna áratugi leitt til minni fyrirsjáanleika? 2. Viðskipti hafa verið stunduð með aflahlutdeildir (kvóta til lengri tíma) og aflamark (kvóta til skamms tíma) um margra áratuga skeið, eða síðan 1991. Sumir telja meira að segja að megnið af afaheimildunum hafi skipt um hendur á þessum tíma (sjá hér). Á þessum tíma hefur orðið mikil hagræðing og afkoma í sjávarútvegi batnað mikið. Ef viðskipti með aflahlutdeildir hafa reynst vel hvers vegna munu viðskipti með aflaheimildir í framtíðinni rústa okkar sjávarútvegi? 3. Brynjar vill meina að sala nágrannalandanna á aflaheimildum sanni að slík sala sé stórhættuleg. Væntanlega er Brynjar þar að vísa til reynslu Færeyinga sem nær eingöngu seldu til EINS ÁRS Í SENN: Telur Brynjar sambærilegt að selja aflaheimildir til eins árs og 20-30 ára? 4. Loks mærir Brynjar greinargerð sem ég skrifaði 2010 um fyrningarleið. Frá því þessi greinargerð var skrifuð hafa orðið umtalsverðar breytingar í sjávarútvegi. Sú veigamesta er að útgerðin greiðir nú veiðigjald. Ef innheimtu veiðigjalds er breytt frá núverandi lögum í markaðsgjald, eins og Viðreisn boðar, hvers vegna ætti sú breyting að kollvarpa útgerð? Hlutfall gjaldsins af hagnaði er svipað í báðum lausnum, eða um þriðjungur hagnaðar. Er annar þriðjungurinn stærri en hinn? Hvers vegna? Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar