Djöfull í mannslíki eða geðsjúklingur; nema hvort tveggja sé Ole Anton Bieltvedt skrifar 31. ágúst 2021 13:30 Nú um síðustu helgi birti Fréttablaðið frétt af íslenzkum karlmanni á fertugsaldri, sem býr í Mosfellsbæ, en hann sendi út myndband á Instagram 21. ágúst, þar sem hann pyntar lítinn skógarþröst til dauða með fjölmörgum hnífsstungum. Hér er lýsing blaðamanns á efni myndbandsins: „Í byrjun myndbandsins má sjá skógarþröst hoppa um á stofugólfi. Tveir kettir fylgjast áhugasamir með honum en þeir hafa að líkindum komið með hann inn á heimili mannsins. Fuglinn virðist vængbrotinn. Annar kötturinn slær til fuglsins með loppunni (klónum) og hoppar þá fuglinn yfir herbergið. – Maðurinn snýr þá myndavélinni að sér, sýnir stóran hníf og segir: „Geggjað fallegur fugl sem við fengum í matinn“. Myndavélinni er þá snúið aftur að köttunum sem halda áfram að hringsóla og stríða (kvelja) fuglinn. – Maðurinn mundar hnífinn og kettirnir forða sér áður en hann slær til fuglsins. Á sekúndu 29 stingur maðurinn fuglinn, eða öllu heldur heggur til hans með hnífnum. Fuglinn virðist ekki deyja strax og má heyra hann skrækja örlítið og kippast til. – Maðurinn heggur fimm sinnum til viðbótar í hausinn og hálsinn á fuglinum og er öll atburðarásin yfirstaðin á sekúndu 44. Liggur þá fuglinn hreyfingarlaus og má sjá blóð og fjaðrir á víð og dreif um gólfið. – „Úbbs“ segir þá maðurinn í hæðnistón og sýnir blóðugan hnífinn og brosir. – Hann mundar hnífinn fyrir framan andlitið á sér og segir á ensku við myndavélina: „Namm, namm, uppáhaldið mitt. Ferskt blóð. Uppáhaldið mitt““. Þetta var lýsing blaðamanns Fréttablaðsins á þessu myndbandi, sem blaðið mun hafa undir höndum. Hér er greinilega djöfull í mannsmynd eða geðsjúkur maður, heltekinn kvalalosta og drápsfýsn, á ferð, nema hvorttveggja sé. Eitt er það, að þetta illmenni kvelji og misþyrmi litinn og varnarlausan skógarþröst, pynti til dauða, sér til gleði og ánægju, og sendi svo út myndband með ódæðinu til allra, sem á vilji horfa, en annað er það, að spyrja verður, hvort og hvaða illvirki önnur þessi maður kunni að hafa drýgt, gegn öðrum saklausum og varnarlausum dýrum, eða í hvað stefnir með viðurstyggilegt eðli mannsins. Verða börn eða mannfólk ef til vill næst? Sagan sýnir, að margir illvirkjar og morðingjar hafa byrjað sín ódæðis- og voðaverk á dýrum. Svo, hafa sumir þeirra fært sig yfir á mannfólk með óeðli sitt, kvalalosta og drápsfýsn. Skv. lögum um velferð dýra nr. 55/2013, 15. og 21. grein, ber Matvælastofnun að kæra þennan mann og viðbjóðslegt athæfi hans til lögreglu, sem aftur ber að koma þessari kæru, að lokinni rannsókn, til saksóknara, sem ákæra verður fyrir þetta viðurstyggilega brot. Þegar um „stórfellt brot“ er að ræða, sem undirrituðum finnst hér eiga við, er hámarksrefsing tveggja ára fangelsi, skv. 45. grein þessara laga. Afar brýnt virðist að ná til þessa illvirkja, áður en hann nær að skaða eða granda frekari lífverum, dýrum eða mönnum, með grimmd sinni og óeðli. Ekki er aðeins mikilvægt, að manninum sé refsað, hratt og með hámarksrefsingu, ef nokkur von á að vera til þess, að unnt verði að hemja hann og sjúklegt eðlisfar hans í framtíðinni, heldur þarf refsingin jafnframt að vera aðvörun fyrir aðra, sem haldnir eru svipuðu óeðli. Fróðlegt verður að sjá, hvernig MAST, lögregla og saksóknari standa sig! Lög nr. 55/2013, um velferð dýra, ná til allra dýra, líka tífætlukrabba, smokkfiska og býflugna, þó ekki til villtra fiska, sem þó hefði verið nauðsynlegt, eins og nýleg dæmi sanna. Nú er spurning, hvort einhver, sem för ræður í réttarkerfinu, eigi eftir að segja: „Þetta var bara fugl“ og gera lítið úr málinu. Ef svo færi, væri sá sami, og þá um leið réttarkerfið, að leggja blessun sína yfir ógeðslegt atferlið, og, í raun, heiðra ódæðismanninn og gefa honum og öðrum áþekkum geðsjúklingum grænt ljós á áframhaldandi glæpsamlegan verknað. Vaka verður yfir því, að það verði ekki. Spurning er líka, hvort ekki væri við hæfi, að fjölmiðlar birti mynd af þessu ómenni, þannig, að menn geti varazt hann og haldið honum frá sér og sínum, eftir föngum. Hann hefur, hvort eð er sjálfur birt myndir af sér og sínu dýraníði á netinu. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú um síðustu helgi birti Fréttablaðið frétt af íslenzkum karlmanni á fertugsaldri, sem býr í Mosfellsbæ, en hann sendi út myndband á Instagram 21. ágúst, þar sem hann pyntar lítinn skógarþröst til dauða með fjölmörgum hnífsstungum. Hér er lýsing blaðamanns á efni myndbandsins: „Í byrjun myndbandsins má sjá skógarþröst hoppa um á stofugólfi. Tveir kettir fylgjast áhugasamir með honum en þeir hafa að líkindum komið með hann inn á heimili mannsins. Fuglinn virðist vængbrotinn. Annar kötturinn slær til fuglsins með loppunni (klónum) og hoppar þá fuglinn yfir herbergið. – Maðurinn snýr þá myndavélinni að sér, sýnir stóran hníf og segir: „Geggjað fallegur fugl sem við fengum í matinn“. Myndavélinni er þá snúið aftur að köttunum sem halda áfram að hringsóla og stríða (kvelja) fuglinn. – Maðurinn mundar hnífinn og kettirnir forða sér áður en hann slær til fuglsins. Á sekúndu 29 stingur maðurinn fuglinn, eða öllu heldur heggur til hans með hnífnum. Fuglinn virðist ekki deyja strax og má heyra hann skrækja örlítið og kippast til. – Maðurinn heggur fimm sinnum til viðbótar í hausinn og hálsinn á fuglinum og er öll atburðarásin yfirstaðin á sekúndu 44. Liggur þá fuglinn hreyfingarlaus og má sjá blóð og fjaðrir á víð og dreif um gólfið. – „Úbbs“ segir þá maðurinn í hæðnistón og sýnir blóðugan hnífinn og brosir. – Hann mundar hnífinn fyrir framan andlitið á sér og segir á ensku við myndavélina: „Namm, namm, uppáhaldið mitt. Ferskt blóð. Uppáhaldið mitt““. Þetta var lýsing blaðamanns Fréttablaðsins á þessu myndbandi, sem blaðið mun hafa undir höndum. Hér er greinilega djöfull í mannsmynd eða geðsjúkur maður, heltekinn kvalalosta og drápsfýsn, á ferð, nema hvorttveggja sé. Eitt er það, að þetta illmenni kvelji og misþyrmi litinn og varnarlausan skógarþröst, pynti til dauða, sér til gleði og ánægju, og sendi svo út myndband með ódæðinu til allra, sem á vilji horfa, en annað er það, að spyrja verður, hvort og hvaða illvirki önnur þessi maður kunni að hafa drýgt, gegn öðrum saklausum og varnarlausum dýrum, eða í hvað stefnir með viðurstyggilegt eðli mannsins. Verða börn eða mannfólk ef til vill næst? Sagan sýnir, að margir illvirkjar og morðingjar hafa byrjað sín ódæðis- og voðaverk á dýrum. Svo, hafa sumir þeirra fært sig yfir á mannfólk með óeðli sitt, kvalalosta og drápsfýsn. Skv. lögum um velferð dýra nr. 55/2013, 15. og 21. grein, ber Matvælastofnun að kæra þennan mann og viðbjóðslegt athæfi hans til lögreglu, sem aftur ber að koma þessari kæru, að lokinni rannsókn, til saksóknara, sem ákæra verður fyrir þetta viðurstyggilega brot. Þegar um „stórfellt brot“ er að ræða, sem undirrituðum finnst hér eiga við, er hámarksrefsing tveggja ára fangelsi, skv. 45. grein þessara laga. Afar brýnt virðist að ná til þessa illvirkja, áður en hann nær að skaða eða granda frekari lífverum, dýrum eða mönnum, með grimmd sinni og óeðli. Ekki er aðeins mikilvægt, að manninum sé refsað, hratt og með hámarksrefsingu, ef nokkur von á að vera til þess, að unnt verði að hemja hann og sjúklegt eðlisfar hans í framtíðinni, heldur þarf refsingin jafnframt að vera aðvörun fyrir aðra, sem haldnir eru svipuðu óeðli. Fróðlegt verður að sjá, hvernig MAST, lögregla og saksóknari standa sig! Lög nr. 55/2013, um velferð dýra, ná til allra dýra, líka tífætlukrabba, smokkfiska og býflugna, þó ekki til villtra fiska, sem þó hefði verið nauðsynlegt, eins og nýleg dæmi sanna. Nú er spurning, hvort einhver, sem för ræður í réttarkerfinu, eigi eftir að segja: „Þetta var bara fugl“ og gera lítið úr málinu. Ef svo færi, væri sá sami, og þá um leið réttarkerfið, að leggja blessun sína yfir ógeðslegt atferlið, og, í raun, heiðra ódæðismanninn og gefa honum og öðrum áþekkum geðsjúklingum grænt ljós á áframhaldandi glæpsamlegan verknað. Vaka verður yfir því, að það verði ekki. Spurning er líka, hvort ekki væri við hæfi, að fjölmiðlar birti mynd af þessu ómenni, þannig, að menn geti varazt hann og haldið honum frá sér og sínum, eftir föngum. Hann hefur, hvort eð er sjálfur birt myndir af sér og sínu dýraníði á netinu. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun