Hvernig allt á að verða betra Elín Anna Gísladóttir skrifar 18. september 2021 12:00 Ég er í framboði og á undanförnum vikum þá hef ég þónokkuð oft bæði fengið spurninguna og séð spurningar sem eru eitthvað á þessa leið: Hvernig ætlið þið að gera allt betra? Ég hef reynt að svara þessu eins og best verður á kosið hverju sinni. En staðreyndin er sú að það er enginn sem getur gert alla hluti betri. Ef að fólk er að kjósa eftir því prinsippi þá er það að kjósa eftir svarthvítri hugsun. Mögulega jafnvel popúlískri. Það er nefnilega staðreynd að sama hvað við stjórnmálamenn keppumst við að lofa þá getum við í raun og veru ekki lofað miklu. Þegar á hólminn er komið þá erum við 63, með mismunandi skoðanir, þurfum að finna leið til að mynda meirihluta þar sem oft þarf að gefa eftir ýmis málefni og svo líður tíminn og verkfærin virðast vera ansi mörg til þess að toga og teygja mál og halda þeim í gíslingu svo mánuðum eða jafnvel árum skipti. Ég held að nálgun fólks ætti frekar að vera sú að kjósa flokka eftir því hvaða gildum það samsamar sig við. Viltu frjálslyndi? Íhaldssemi? Viltu jafnaðarstefnu? Viltu kapítalisma? Viltu að áherslan sé á umhverfismál? Viltu að áherslan sé á jafnrétti? Viltu sjá stjórnmálafólk sem rífst og skammast eða viltu stjórnmálafólk sem hefur það prinsipp að fara í málefnin en ekki manninn og bera virðingu fyrir öðrum? Skoðanir eru mikilvægar og það skiptir máli að raddir allra heyrist. Ég hvet fólk til þess að kynna sér listana, kynna sér fólkið og kynna sér málefnin. En fyrst og fremst hvet ég fólk til þess að greina hjá sjálfu sér hvað það raunverulega vill. Hverjar eru þínar væntingar til samfélagsins? Þegar þú veist það þá fyrst ertu að kjósa eftir eigin sannfæringu. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er í framboði og á undanförnum vikum þá hef ég þónokkuð oft bæði fengið spurninguna og séð spurningar sem eru eitthvað á þessa leið: Hvernig ætlið þið að gera allt betra? Ég hef reynt að svara þessu eins og best verður á kosið hverju sinni. En staðreyndin er sú að það er enginn sem getur gert alla hluti betri. Ef að fólk er að kjósa eftir því prinsippi þá er það að kjósa eftir svarthvítri hugsun. Mögulega jafnvel popúlískri. Það er nefnilega staðreynd að sama hvað við stjórnmálamenn keppumst við að lofa þá getum við í raun og veru ekki lofað miklu. Þegar á hólminn er komið þá erum við 63, með mismunandi skoðanir, þurfum að finna leið til að mynda meirihluta þar sem oft þarf að gefa eftir ýmis málefni og svo líður tíminn og verkfærin virðast vera ansi mörg til þess að toga og teygja mál og halda þeim í gíslingu svo mánuðum eða jafnvel árum skipti. Ég held að nálgun fólks ætti frekar að vera sú að kjósa flokka eftir því hvaða gildum það samsamar sig við. Viltu frjálslyndi? Íhaldssemi? Viltu jafnaðarstefnu? Viltu kapítalisma? Viltu að áherslan sé á umhverfismál? Viltu að áherslan sé á jafnrétti? Viltu sjá stjórnmálafólk sem rífst og skammast eða viltu stjórnmálafólk sem hefur það prinsipp að fara í málefnin en ekki manninn og bera virðingu fyrir öðrum? Skoðanir eru mikilvægar og það skiptir máli að raddir allra heyrist. Ég hvet fólk til þess að kynna sér listana, kynna sér fólkið og kynna sér málefnin. En fyrst og fremst hvet ég fólk til þess að greina hjá sjálfu sér hvað það raunverulega vill. Hverjar eru þínar væntingar til samfélagsins? Þegar þú veist það þá fyrst ertu að kjósa eftir eigin sannfæringu. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar