Í hverju felst frelsi í menntamálum? Helga Lára Haarde skrifar 20. september 2021 07:31 Menntamál hafa ekki verið mjög fyrirferðarmikil í aðdraganda Alþingiskosninganna. Þau eru eigi að síður gríðarlega mikilvægur málaflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn er málsvari frelsis, fjölbreytni og tækifæra. Það á ekki síst við í menntamálum. Óviðunandi staða menntakerfisins er flestum ljós. Lág laun kennara, erfið vinnuaðstaða, dvínandi árangur nemenda, sérstaklega drengja, líkt og kemur fram í PISA könnunum, er áhyggjuefni. Mér þykir ljóst að það sem vantar í menntakerfið er meiri fjölbreytni, meira val og meira frelsi. Það er gjarnan sagt um hægri menn að þeirra áherslur í menntakerfinu snúi aðeins að því að fjölga einkareknum skólum. Það er vissulega einn þáttur. Með fjölbreyttari flóru skóla bjóðast börnum fleiri tækifæri og foreldrum fjölbreyttari leiðir fyrir börnin sín. Hér skiptir þó öllu máli að tryggja að fjármagn fylgi barni óháð rekstrarformi skólans sem barnið sækir. Í Reykjavík er börnum hins vegar mismunað á þann hátt að lægra fjármagn fylgir þeim börnum sem sækja einkarekna skóla. Frelsi í menntamálum snýr þó ekki einungis að fleiri einkareknum skólum. Það þarf að veita skólum í almenna kerfinu miklu meira frelsi og auka sjálfstæði þeirra. Það þarf að draga hressilega úr miðstýringu í skólakerfinu. Það þarf að auka frelsi í námsvali og draga úr þessari miklu áherslu á lærdóm eftir fastri forskrift. Þannig virkjum við áhugasviðs hvers og eins. Íslenskt skólakerfi er fullt af frábæru fólki, kennurum og skólastjórnendum sem þekkja langbest fjölbreyttar þarfir sinna nemenda, hvernig best er að hvetja starfsfólk í starfi og hvernig best er að reka skóla. Það þarf að gefa kennurum meira frelsi og stuðla þannig að nýsköpun í skólastarfi. Hin mikla miðstýring kemur hins vegar í veg fyrir það að sé hægt. Þá þarf að breyta launakerfi stéttarinnar þannig að skólastjórnendur geti haft meira svigrúm til að semja um laun við sitt starfsfólk. Sú tregða sem virðist vera í skólakerfinu gagnvart því að fela þessu góða fagfólki meiri ábyrgð er óskiljanleg. Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja fjölbreytt rekstrarform í íslensku menntakerfi, styðja við nýsköpun og draga úr miðstýringu í skólastarfi. Góður stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum þann 25. september getur tryggt nýjar leiðir í menntamálum á Íslandi. Fyrir því vil ég berjast. Höfundur skipar 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Menntamál hafa ekki verið mjög fyrirferðarmikil í aðdraganda Alþingiskosninganna. Þau eru eigi að síður gríðarlega mikilvægur málaflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn er málsvari frelsis, fjölbreytni og tækifæra. Það á ekki síst við í menntamálum. Óviðunandi staða menntakerfisins er flestum ljós. Lág laun kennara, erfið vinnuaðstaða, dvínandi árangur nemenda, sérstaklega drengja, líkt og kemur fram í PISA könnunum, er áhyggjuefni. Mér þykir ljóst að það sem vantar í menntakerfið er meiri fjölbreytni, meira val og meira frelsi. Það er gjarnan sagt um hægri menn að þeirra áherslur í menntakerfinu snúi aðeins að því að fjölga einkareknum skólum. Það er vissulega einn þáttur. Með fjölbreyttari flóru skóla bjóðast börnum fleiri tækifæri og foreldrum fjölbreyttari leiðir fyrir börnin sín. Hér skiptir þó öllu máli að tryggja að fjármagn fylgi barni óháð rekstrarformi skólans sem barnið sækir. Í Reykjavík er börnum hins vegar mismunað á þann hátt að lægra fjármagn fylgir þeim börnum sem sækja einkarekna skóla. Frelsi í menntamálum snýr þó ekki einungis að fleiri einkareknum skólum. Það þarf að veita skólum í almenna kerfinu miklu meira frelsi og auka sjálfstæði þeirra. Það þarf að draga hressilega úr miðstýringu í skólakerfinu. Það þarf að auka frelsi í námsvali og draga úr þessari miklu áherslu á lærdóm eftir fastri forskrift. Þannig virkjum við áhugasviðs hvers og eins. Íslenskt skólakerfi er fullt af frábæru fólki, kennurum og skólastjórnendum sem þekkja langbest fjölbreyttar þarfir sinna nemenda, hvernig best er að hvetja starfsfólk í starfi og hvernig best er að reka skóla. Það þarf að gefa kennurum meira frelsi og stuðla þannig að nýsköpun í skólastarfi. Hin mikla miðstýring kemur hins vegar í veg fyrir það að sé hægt. Þá þarf að breyta launakerfi stéttarinnar þannig að skólastjórnendur geti haft meira svigrúm til að semja um laun við sitt starfsfólk. Sú tregða sem virðist vera í skólakerfinu gagnvart því að fela þessu góða fagfólki meiri ábyrgð er óskiljanleg. Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja fjölbreytt rekstrarform í íslensku menntakerfi, styðja við nýsköpun og draga úr miðstýringu í skólastarfi. Góður stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum þann 25. september getur tryggt nýjar leiðir í menntamálum á Íslandi. Fyrir því vil ég berjast. Höfundur skipar 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun