Verndum störf í sjávarútvegi Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 21. september 2021 13:45 Í umræðum um sjávarútveg nú fyrir Alþingiskosningarnar virðist gleymast sú staðreynt að u.þ.b. 80% starfa í sjávarútvegi er á landsbyggðinni. Er þá einungis verið að miða við fjölda starfandi í atvinnugreininni í hefðbundnum skilningi, þ.e. veiðum og vinnslu, en ekki eru taldar með aðrar greinar sem tengjast beint eða óbeint starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Vægi þeirra starfa, sem flest tengjast þjónustu og þekkingu, hefur aukist mikið á undanförum árum og eru þau ekki síður mikilvæg en störf sjómanna og fiskvinnslufólks um land allt. Þau störf eru einnig í miklum meirihluta á landsbyggðinni. Þessa þróun má rekja til bættu umhverfi fyrir stórauknar tækniframfarir og nýsköpunar þar sem sjávarútvegur er helsti drifkrafturinn í íslensku hagkerfi. Þessi þróun hefur gert það að verkum að þrátt fyrir að hefðbundnum störfum í veiðum og vinnslu hefur fækkað hafa mörg vel launuð hliðarstörf orðið til í staðinn. Vægi sjávarútvegsins er mest á Austurlandi Í Norðausturkjördæmi er vægi sjávarútvegsins hvað mest á landinu, en vægi greinarinnar er mjög mismundandi eftir landshlutum. Víðast hvar, ef tekið er mið af framleiðslu, er sjávarútvegur u.þ.b.10-20% af framleiðslu en á Austurlandi hefur hlutfallið verið á bilinu 21-24% af framleiðslu, sem er mest á landinu ásamt Vestfjörðum. Jafnvel þótt, umsvif annarra atvinnugreina hefur aukist, góðu heilli, til að mynda með stórauknum umsvifum í ferðaþjónustunni, en störfin eru til staðar og þau þarf að vernda. Nú þegar styttist í Alþingiskosningar verður fyrirferðarmikil sú umræða að hægt sé að ganga á atvinnugreinina og margir frambjóðendur hafa haldið því fram að sjávarútvegur sé óþrjótandi uppspretta fjármuna sem hægt er að nýta í alls kyns ný útgjöld ríkisins. Jafnvel beinar peningagjafir til fólks. Hafa jafnvel heyrst þær hugmyndir að vænlegt sé að skipta upp öflugum fyrirtækjum í sjávarútvegi. Við í Framsókn höfnum slíkum hugmyndum. Auðlindaákvæði í stjórnarskrá Það sem gleymist hjá þeim sem halda slíku fram er að fiskveiðiauðlindin þarf að vera sjálfbær sem gerir það að verkum að vaxtarmöguleiki fyrirtækja í sjávarútvegi er takmaður. Einnig er ekki nefnt í þessari umræðu hvað verður um störfin sem sjávarútvegurinn skapar og eru langflest á landsbyggðinni. Það er nefnilega staðreynd að sé starfsem sjávarútvegsfyrirtækja skert, bitnar það einfaldlega á fólki sem valdi sér menntun og búsetu til þess að byggja upp starfsframa í sjávarútvegi. Störfum mun fækka í greininni og það getum við Framsóknarfólk ekki samþykkt. Markmið okkar Íslendinga í sjávarútvegi er að ganga vel um og bæta umgengni um nytjastofna sjávar. Við höfum líka það markmið að stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti sem á að tryggja til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðin. Við viljum að nýting fiskistofna sé með sjálfbærum hætti og hlutverk ríkisins er að tryggja gott starfsumhverfi í sjávarútvegi um leið og við viljum fá sanngjarnt verð fyrir afnot af auðlindinni. Til að tryggja þessi markmið enn betur og gera þau skýrari er ég eindreginn stuðningsmaður þess að setja auðlindaákvæði í stjórnarskránna. Stærstur hluti framleiðslunnar í Eyjafirði Sjávarútvegurinn er nefnilega sannkölluð „landsbyggðargrein“ og einungis landbúnaður stendur þar framar. Sjávarútvegurinn er dreifður um landið, og hefur stærsti hluti framleiðslunnar farið fram á Norðurlandi eystra, einkum í Eyjafirði. Það hefur að jafnaði mátt rekja lang stærstan hluta atvinnutekna í sjávarútvegi til tekna á landsbyggðinni. Við í Framsóknarflokknum gerum okkur grein fyrir því að öflug sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki aðeins skapað mikilvæg störf í sjávarútvegi heldur hafa líka þau skilað gríðarlegum hagnaði inn í hagkerfið sem nýtist í heilbrigðis-, velferða- og menntamál. Skiptir þá engu hvort um er að ræða störf sem eru hluti af hinni hefbundnu atvinnugrein, eins störf sjómanna og fiskvinnslufólks, eða hvort störfin tengjast með öðrum hætti greininni, eins og með nýsköpun eða þjónustu. Við munum því alltaf styðja fiskveiðistjórnunarkerfi sem stuðlar ekki aðeins að sjálfbærri þróun fiskistofna heldur skapar einnig mikilvæg störf hringinn í kringum landið og gerir fyrirtækjum kleift að vaxa og dafna á alþjóðavísu. Um leið höfnum við öllum hugmyndum sem eiga að kollvarpa kerfi sem stuðlar að sjálfbærni nýtingu fiskistofna, brjóta niður mikilvæg sjávarútvegsfyrirtæki og fækka störfum í sjávarútvegi. Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í umræðum um sjávarútveg nú fyrir Alþingiskosningarnar virðist gleymast sú staðreynt að u.þ.b. 80% starfa í sjávarútvegi er á landsbyggðinni. Er þá einungis verið að miða við fjölda starfandi í atvinnugreininni í hefðbundnum skilningi, þ.e. veiðum og vinnslu, en ekki eru taldar með aðrar greinar sem tengjast beint eða óbeint starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Vægi þeirra starfa, sem flest tengjast þjónustu og þekkingu, hefur aukist mikið á undanförum árum og eru þau ekki síður mikilvæg en störf sjómanna og fiskvinnslufólks um land allt. Þau störf eru einnig í miklum meirihluta á landsbyggðinni. Þessa þróun má rekja til bættu umhverfi fyrir stórauknar tækniframfarir og nýsköpunar þar sem sjávarútvegur er helsti drifkrafturinn í íslensku hagkerfi. Þessi þróun hefur gert það að verkum að þrátt fyrir að hefðbundnum störfum í veiðum og vinnslu hefur fækkað hafa mörg vel launuð hliðarstörf orðið til í staðinn. Vægi sjávarútvegsins er mest á Austurlandi Í Norðausturkjördæmi er vægi sjávarútvegsins hvað mest á landinu, en vægi greinarinnar er mjög mismundandi eftir landshlutum. Víðast hvar, ef tekið er mið af framleiðslu, er sjávarútvegur u.þ.b.10-20% af framleiðslu en á Austurlandi hefur hlutfallið verið á bilinu 21-24% af framleiðslu, sem er mest á landinu ásamt Vestfjörðum. Jafnvel þótt, umsvif annarra atvinnugreina hefur aukist, góðu heilli, til að mynda með stórauknum umsvifum í ferðaþjónustunni, en störfin eru til staðar og þau þarf að vernda. Nú þegar styttist í Alþingiskosningar verður fyrirferðarmikil sú umræða að hægt sé að ganga á atvinnugreinina og margir frambjóðendur hafa haldið því fram að sjávarútvegur sé óþrjótandi uppspretta fjármuna sem hægt er að nýta í alls kyns ný útgjöld ríkisins. Jafnvel beinar peningagjafir til fólks. Hafa jafnvel heyrst þær hugmyndir að vænlegt sé að skipta upp öflugum fyrirtækjum í sjávarútvegi. Við í Framsókn höfnum slíkum hugmyndum. Auðlindaákvæði í stjórnarskrá Það sem gleymist hjá þeim sem halda slíku fram er að fiskveiðiauðlindin þarf að vera sjálfbær sem gerir það að verkum að vaxtarmöguleiki fyrirtækja í sjávarútvegi er takmaður. Einnig er ekki nefnt í þessari umræðu hvað verður um störfin sem sjávarútvegurinn skapar og eru langflest á landsbyggðinni. Það er nefnilega staðreynd að sé starfsem sjávarútvegsfyrirtækja skert, bitnar það einfaldlega á fólki sem valdi sér menntun og búsetu til þess að byggja upp starfsframa í sjávarútvegi. Störfum mun fækka í greininni og það getum við Framsóknarfólk ekki samþykkt. Markmið okkar Íslendinga í sjávarútvegi er að ganga vel um og bæta umgengni um nytjastofna sjávar. Við höfum líka það markmið að stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti sem á að tryggja til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðin. Við viljum að nýting fiskistofna sé með sjálfbærum hætti og hlutverk ríkisins er að tryggja gott starfsumhverfi í sjávarútvegi um leið og við viljum fá sanngjarnt verð fyrir afnot af auðlindinni. Til að tryggja þessi markmið enn betur og gera þau skýrari er ég eindreginn stuðningsmaður þess að setja auðlindaákvæði í stjórnarskránna. Stærstur hluti framleiðslunnar í Eyjafirði Sjávarútvegurinn er nefnilega sannkölluð „landsbyggðargrein“ og einungis landbúnaður stendur þar framar. Sjávarútvegurinn er dreifður um landið, og hefur stærsti hluti framleiðslunnar farið fram á Norðurlandi eystra, einkum í Eyjafirði. Það hefur að jafnaði mátt rekja lang stærstan hluta atvinnutekna í sjávarútvegi til tekna á landsbyggðinni. Við í Framsóknarflokknum gerum okkur grein fyrir því að öflug sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki aðeins skapað mikilvæg störf í sjávarútvegi heldur hafa líka þau skilað gríðarlegum hagnaði inn í hagkerfið sem nýtist í heilbrigðis-, velferða- og menntamál. Skiptir þá engu hvort um er að ræða störf sem eru hluti af hinni hefbundnu atvinnugrein, eins störf sjómanna og fiskvinnslufólks, eða hvort störfin tengjast með öðrum hætti greininni, eins og með nýsköpun eða þjónustu. Við munum því alltaf styðja fiskveiðistjórnunarkerfi sem stuðlar ekki aðeins að sjálfbærri þróun fiskistofna heldur skapar einnig mikilvæg störf hringinn í kringum landið og gerir fyrirtækjum kleift að vaxa og dafna á alþjóðavísu. Um leið höfnum við öllum hugmyndum sem eiga að kollvarpa kerfi sem stuðlar að sjálfbærni nýtingu fiskistofna, brjóta niður mikilvæg sjávarútvegsfyrirtæki og fækka störfum í sjávarútvegi. Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun