Gefðu framtíðinni tækifæri Hópur ungra frambjóðenda Viðreisnar skrifar 24. september 2021 07:01 Á morgun göngum við til kosninga. Það er mikilvægt að kjósendur séu meðvitaðir um þau framboð sem standa þeim til boða ásamt þeim málefnum sem flokkarnir leggja á oddinn. Í Viðreisn er fjöldinn allur af ungu fólki í framboði og sem kom að stofnun flokksins, það endurspeglast í stefnu Viðreisnar. Skilaboð okkar eru skýr: Viðreisn er frjálslyndur flokkur sem gefur ekki afslátt af geðheilbrigðismálum, loftslagsmálum, jafnréttismálum og hagsmunum ungs fólks. Við, unga fólkið í framboði, völdum Viðreisn vegna þess að á okkur er hlustað og stefnumál flokksins einkennast af áherslum frjálslynds ungs fólks. Flokkurinn er sér á báti varðandi frelsismál, jafnréttismál, geðheilbrigðismál, menntamál og loftslagsmál. Flokkurinn hefur barist fyrir niðurgreiddri sálfræðiþjónustu og mun halda því áfram þar til niðurgreiðslan verður fjármögnuð. Við höfum endurskilgreint nauðgun í hegningarlögum þannig lögin svari kalli samfélagsins um mikilvægi samþykkis. Komið í gegn jafnlaunavottun. Talað máli flóttafólks og námsmanna á þingi. Flokkurinn ætlar að taka stærri skref í umhverfis- og loftslagsmálum en tekin hafa verið. Viðreisn berst fyrir auknu jafnrétti hinsegin fólks svo Ísland verði þar fremst í flokki, námslánakerfi að norrænni fyrirmynd, tengingu Íslands við alþjóðasamfélagið og samfélagi sem byggir á frjálslyndi, þar sem fólki er treyst fyrir eigin ákvörðunum. Stjórnmál eiga að snúast um að bæta samfélagið, brjóta niður múra og skapa aukið frelsi fyrir fólk þvert á landamæri. Þau snúast um að treysta einstaklingnum og veita honum tækifæri til að rækta eigin hæfileika og tryggja að þörfum hans sé mætt. Byggja á upp gott öryggisnet sem grípur fólk þegar það villist af leið eða þarf aðstoð. Við viljum færa okkur frá kyrrstöðunni og bjóða þér að kjósa flokk sem leggur áherslu á það sem skiptir máli. Flokk sem hlustar á ungt fólk og tekur skref í samræmi við það. Gefðu framtíðinni tækifæri, kjóstu Viðreisn. Höfundar eru ungir frambjóðendur Viðreisnar á landsvísu. Starri Reynisson, 3. sæti í Norðvesturkjördæmi og forseti Uppreisnar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, 3. sæti í Reykjavík norður María Rut Kristinsdóttir, 3. sæti í Reykjavík suður Elín Anna Gísladóttir, 3. sæti í Suðvesturkjördæmi Ingvar Þóroddsson, 3. sæti í Norðausturkjördæmi Ingunn Rós Kristjánsdóttir, 4. sæti í Norðvesturkjördæmi Elva Dögg Sigurðardóttir, 4. sæti í Suðurkjördæmi Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, 4. sæti í Reykjavík suður Draumey Ósk Ómarsdóttir, 4. sæti í Norðausturkjördæmi Axel Sigurðsson, 5. sæti í Suðurkjördæmi Ástrós Rut Sigurðardóttir, 5. sæti í Suðvesturkjördæmi Rafn Helgason, 6. sæti í Suðvesturkjördæmi Edit Ómarsdóttir, 6. sæti í Norðvesturkjördæmi Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 6. sæti í Suðurkjördæmi Arnar Páll Guðmundsson, 7. sæti í Suðurkjördæmi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, 8. sæti í Norðausturkjördæmi Alexander Aron Guðjónsson, 9. sæti í Norðvesturkjördæmi Jóhann Karl Ásgeirsson, 11. sæti í Suðurkjördæmi Aðalbjörg Guðmundsdóttir, 11. sæti í Reykjavík norður Ívar Marinó Lilliendahl, 12. sæti í Suðvesturkjördæmi Emilía Björt Írisardóttir, 13. sæti í Reykjavík norður Kristín Hulda Gísladóttir, 13. sæti í Reykjavík suður Aron Eydal Sigurðarson, 14. sæti í Reykjavík suður Kristján Ingi Svanbergsson, 14. sæti í Reykjavík norður Þuríður Elín Sigurðardóttir, 15. sæti í Reykjavík norður Reynir Hans Reynisson, 16. sæti í Reykjavík suður Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, 17. sæti í Reykjavík suður Jón Gunnarsson, 18. sæti í Suðvesturkjördæmi Sveinbjörn Finnsson, 18. sæti í Reykjavík norður Gréta Sóley Arngrímsdóttir, 18. sæti í Norðausturkjördæmi Margrét Ósk Gunnarsdóttir, 19. sæti í Reykjavík suður Geir Finnsson, 20. sæti í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun göngum við til kosninga. Það er mikilvægt að kjósendur séu meðvitaðir um þau framboð sem standa þeim til boða ásamt þeim málefnum sem flokkarnir leggja á oddinn. Í Viðreisn er fjöldinn allur af ungu fólki í framboði og sem kom að stofnun flokksins, það endurspeglast í stefnu Viðreisnar. Skilaboð okkar eru skýr: Viðreisn er frjálslyndur flokkur sem gefur ekki afslátt af geðheilbrigðismálum, loftslagsmálum, jafnréttismálum og hagsmunum ungs fólks. Við, unga fólkið í framboði, völdum Viðreisn vegna þess að á okkur er hlustað og stefnumál flokksins einkennast af áherslum frjálslynds ungs fólks. Flokkurinn er sér á báti varðandi frelsismál, jafnréttismál, geðheilbrigðismál, menntamál og loftslagsmál. Flokkurinn hefur barist fyrir niðurgreiddri sálfræðiþjónustu og mun halda því áfram þar til niðurgreiðslan verður fjármögnuð. Við höfum endurskilgreint nauðgun í hegningarlögum þannig lögin svari kalli samfélagsins um mikilvægi samþykkis. Komið í gegn jafnlaunavottun. Talað máli flóttafólks og námsmanna á þingi. Flokkurinn ætlar að taka stærri skref í umhverfis- og loftslagsmálum en tekin hafa verið. Viðreisn berst fyrir auknu jafnrétti hinsegin fólks svo Ísland verði þar fremst í flokki, námslánakerfi að norrænni fyrirmynd, tengingu Íslands við alþjóðasamfélagið og samfélagi sem byggir á frjálslyndi, þar sem fólki er treyst fyrir eigin ákvörðunum. Stjórnmál eiga að snúast um að bæta samfélagið, brjóta niður múra og skapa aukið frelsi fyrir fólk þvert á landamæri. Þau snúast um að treysta einstaklingnum og veita honum tækifæri til að rækta eigin hæfileika og tryggja að þörfum hans sé mætt. Byggja á upp gott öryggisnet sem grípur fólk þegar það villist af leið eða þarf aðstoð. Við viljum færa okkur frá kyrrstöðunni og bjóða þér að kjósa flokk sem leggur áherslu á það sem skiptir máli. Flokk sem hlustar á ungt fólk og tekur skref í samræmi við það. Gefðu framtíðinni tækifæri, kjóstu Viðreisn. Höfundar eru ungir frambjóðendur Viðreisnar á landsvísu. Starri Reynisson, 3. sæti í Norðvesturkjördæmi og forseti Uppreisnar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, 3. sæti í Reykjavík norður María Rut Kristinsdóttir, 3. sæti í Reykjavík suður Elín Anna Gísladóttir, 3. sæti í Suðvesturkjördæmi Ingvar Þóroddsson, 3. sæti í Norðausturkjördæmi Ingunn Rós Kristjánsdóttir, 4. sæti í Norðvesturkjördæmi Elva Dögg Sigurðardóttir, 4. sæti í Suðurkjördæmi Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, 4. sæti í Reykjavík suður Draumey Ósk Ómarsdóttir, 4. sæti í Norðausturkjördæmi Axel Sigurðsson, 5. sæti í Suðurkjördæmi Ástrós Rut Sigurðardóttir, 5. sæti í Suðvesturkjördæmi Rafn Helgason, 6. sæti í Suðvesturkjördæmi Edit Ómarsdóttir, 6. sæti í Norðvesturkjördæmi Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 6. sæti í Suðurkjördæmi Arnar Páll Guðmundsson, 7. sæti í Suðurkjördæmi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, 8. sæti í Norðausturkjördæmi Alexander Aron Guðjónsson, 9. sæti í Norðvesturkjördæmi Jóhann Karl Ásgeirsson, 11. sæti í Suðurkjördæmi Aðalbjörg Guðmundsdóttir, 11. sæti í Reykjavík norður Ívar Marinó Lilliendahl, 12. sæti í Suðvesturkjördæmi Emilía Björt Írisardóttir, 13. sæti í Reykjavík norður Kristín Hulda Gísladóttir, 13. sæti í Reykjavík suður Aron Eydal Sigurðarson, 14. sæti í Reykjavík suður Kristján Ingi Svanbergsson, 14. sæti í Reykjavík norður Þuríður Elín Sigurðardóttir, 15. sæti í Reykjavík norður Reynir Hans Reynisson, 16. sæti í Reykjavík suður Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, 17. sæti í Reykjavík suður Jón Gunnarsson, 18. sæti í Suðvesturkjördæmi Sveinbjörn Finnsson, 18. sæti í Reykjavík norður Gréta Sóley Arngrímsdóttir, 18. sæti í Norðausturkjördæmi Margrét Ósk Gunnarsdóttir, 19. sæti í Reykjavík suður Geir Finnsson, 20. sæti í Reykjavík suður
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar