Skólinn hefur það hlutverk að þjóna þörfum barna en ekki atvinnulífs Anna María Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2021 22:01 Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé alvarlegt mál að íslensk börn séu ekki oftar í skólanum á hverju ári. Sérstaklega sé það vont fyrir konur enda séu þær með lægri laun en karlar og þess vegna nánast sjálfskipaðar sem gæslumenn barnanna þá daga sem ekki er skóli. Svona gangi ekki upp í jafnréttissinnuðu samfélagi. Þetta slíti sundur samstöðuna á vinnumarkaði og því þurfi ríkisstjórnin og stéttarfélög að breyta þessu. Hún telur að atvinnulífið þurfi að vera sammála stjórnvöldum um skipulag skólahalds. Um þetta má eflaust segja ýmislegt en fyrst og fremst vil ég segja þetta: Hlutverk skóla er að mennta börn og ungmenni. Með því að rækja það hlutverk sitt auðgast samfélagið allt. Það gerist með uppbyggilegri þátttöku barnsins í samfélaginu, meðal annars í atvinnulífinu, þegar fram líða stundir. Skólinn er griðastaður þar sem barnið fær að vera á eigin forsendum. Sem slíkur er skóli mikilvæg undirstaða mannréttinda og lykill að jöfnuði í samfélaginu. Þegar skólar voru stofnaðir á Íslandi voru þeir fyrst lokaðir stúlkum. Það var ekki vegna þess að þær væru verr fallnar til náms en drengir (við höfum dæmi um ókyngreinda skóla allt aftur í fornöld). Ástæða þess að stúlkum var meinað um skólavist áratugum saman var einfaldlega sú að hjól efnahagslífsins töldu sig ekki komast af án vinnuframlags stúlkubarna. Þær sáu um barnauppeldi, heimilisstörf og vinnu utan heimilis í talsverðum mæli. Þegar stúlkur voru frelsaðar úr hlutverki ódýrs vinnuafls fyrir ágengt atvinnu- og efnahagslíf fór samfélagið fyrst að auðgast. Ekki þrátt fyrir að stúlkunum væru gefin grið til mennta heldur vegna þess! Rannsóknir sýna ekki árangur af lengra skólaári en við höfum hér á Íslandi. Þær sýna þó svo ekki verður um villst að skólar eru ekki nóg til að tryggja farsælan uppvöxt. Börn fátækra foreldra eða börn foreldra sem vinna of mikið bíða af því skaða. Börn þurfa nefnilega ekki aðeins að tilheyra samfélagi skólanna, þau þurfa líka að tilheyra fjölskyldum. Fjölskyldur eru vitanlega allskonar en það sem einkennir góða fjölskyldu er að hún er samsett af fólki sem er til staðar hvert fyrir annað. Á Íslandi eru til börn sem sjaldan fá tíma með fjölskyldum sínum og eru fátækari af reynslu og upplifunum en önnur börn. Við höfum einnig börn sem eru heppin, eins og formaður FKA orðar það, og hafa fengið að njóta þess í ríkum mæli að eiga ekki aðeins fjölskyldu, heldur jafnvel stórfjölskyldu, sem leggur sig fram um að mæta þörfum þeirra. Þrátt fyrir víðtækan misskilning í samfélagi okkar um annað þá er erfitt að kaupa það sem mikilvægast er sálarlífi barns með peningum. Hamingja barnasnýst um það sem bætist við þegar grunnþörfum okkar hefur verið mætt og við bætist samvera, vinátta, traust og hlýja fólksins sem við elskum og elskar okkur. Við þurfum stöðugt að gæta þess að börn njóti þeirra griða í skólum sem þau verðskulda. En það er líka nauðsynlegt að tryggja að öll íslensk börn njóti þeirra griða sem felast í að eiga fjölskyldu. Stéttarfélög, ríkisstjórnir og jafnvel samtök atvinnurekenda hafa þar hlutverk. Í brennidepli barnið sjálft og þarfir þess alltaf að vera. Hér eftir sem hingað til er ljóst að öruggasta leiðin til að auðga samfélagið til framtíðar er að tryggja börnum frið frá ásælni stundarhagsmuna fullorðinna. Það væri rétt af Félagi kvenna í atvinnulífinu að koma skikki á atvinnulífið sem þær kenna sig þó við. Atvinnulífið getur ekki átt meiri kröfu á tíma foreldra barna en samrýmanleg er þörfum barnanna. Síðan, ef félagið er aflögufært um orku, færi vel á því að það legðist á árarnar með stórum kvennastéttum eins og kennurum í þeirri eðlilegu kröfu að þær fái réttlát laun. Framundan eru krefjandi kjarasamningar. Ég reikna fastlega með einörðum stuðningi við bætt kjör kennara frá öllu baráttufólki um jafnrétti og sanngirni. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna María Gunnarsdóttir Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Jafnréttismál Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé alvarlegt mál að íslensk börn séu ekki oftar í skólanum á hverju ári. Sérstaklega sé það vont fyrir konur enda séu þær með lægri laun en karlar og þess vegna nánast sjálfskipaðar sem gæslumenn barnanna þá daga sem ekki er skóli. Svona gangi ekki upp í jafnréttissinnuðu samfélagi. Þetta slíti sundur samstöðuna á vinnumarkaði og því þurfi ríkisstjórnin og stéttarfélög að breyta þessu. Hún telur að atvinnulífið þurfi að vera sammála stjórnvöldum um skipulag skólahalds. Um þetta má eflaust segja ýmislegt en fyrst og fremst vil ég segja þetta: Hlutverk skóla er að mennta börn og ungmenni. Með því að rækja það hlutverk sitt auðgast samfélagið allt. Það gerist með uppbyggilegri þátttöku barnsins í samfélaginu, meðal annars í atvinnulífinu, þegar fram líða stundir. Skólinn er griðastaður þar sem barnið fær að vera á eigin forsendum. Sem slíkur er skóli mikilvæg undirstaða mannréttinda og lykill að jöfnuði í samfélaginu. Þegar skólar voru stofnaðir á Íslandi voru þeir fyrst lokaðir stúlkum. Það var ekki vegna þess að þær væru verr fallnar til náms en drengir (við höfum dæmi um ókyngreinda skóla allt aftur í fornöld). Ástæða þess að stúlkum var meinað um skólavist áratugum saman var einfaldlega sú að hjól efnahagslífsins töldu sig ekki komast af án vinnuframlags stúlkubarna. Þær sáu um barnauppeldi, heimilisstörf og vinnu utan heimilis í talsverðum mæli. Þegar stúlkur voru frelsaðar úr hlutverki ódýrs vinnuafls fyrir ágengt atvinnu- og efnahagslíf fór samfélagið fyrst að auðgast. Ekki þrátt fyrir að stúlkunum væru gefin grið til mennta heldur vegna þess! Rannsóknir sýna ekki árangur af lengra skólaári en við höfum hér á Íslandi. Þær sýna þó svo ekki verður um villst að skólar eru ekki nóg til að tryggja farsælan uppvöxt. Börn fátækra foreldra eða börn foreldra sem vinna of mikið bíða af því skaða. Börn þurfa nefnilega ekki aðeins að tilheyra samfélagi skólanna, þau þurfa líka að tilheyra fjölskyldum. Fjölskyldur eru vitanlega allskonar en það sem einkennir góða fjölskyldu er að hún er samsett af fólki sem er til staðar hvert fyrir annað. Á Íslandi eru til börn sem sjaldan fá tíma með fjölskyldum sínum og eru fátækari af reynslu og upplifunum en önnur börn. Við höfum einnig börn sem eru heppin, eins og formaður FKA orðar það, og hafa fengið að njóta þess í ríkum mæli að eiga ekki aðeins fjölskyldu, heldur jafnvel stórfjölskyldu, sem leggur sig fram um að mæta þörfum þeirra. Þrátt fyrir víðtækan misskilning í samfélagi okkar um annað þá er erfitt að kaupa það sem mikilvægast er sálarlífi barns með peningum. Hamingja barnasnýst um það sem bætist við þegar grunnþörfum okkar hefur verið mætt og við bætist samvera, vinátta, traust og hlýja fólksins sem við elskum og elskar okkur. Við þurfum stöðugt að gæta þess að börn njóti þeirra griða í skólum sem þau verðskulda. En það er líka nauðsynlegt að tryggja að öll íslensk börn njóti þeirra griða sem felast í að eiga fjölskyldu. Stéttarfélög, ríkisstjórnir og jafnvel samtök atvinnurekenda hafa þar hlutverk. Í brennidepli barnið sjálft og þarfir þess alltaf að vera. Hér eftir sem hingað til er ljóst að öruggasta leiðin til að auðga samfélagið til framtíðar er að tryggja börnum frið frá ásælni stundarhagsmuna fullorðinna. Það væri rétt af Félagi kvenna í atvinnulífinu að koma skikki á atvinnulífið sem þær kenna sig þó við. Atvinnulífið getur ekki átt meiri kröfu á tíma foreldra barna en samrýmanleg er þörfum barnanna. Síðan, ef félagið er aflögufært um orku, færi vel á því að það legðist á árarnar með stórum kvennastéttum eins og kennurum í þeirri eðlilegu kröfu að þær fái réttlát laun. Framundan eru krefjandi kjarasamningar. Ég reikna fastlega með einörðum stuðningi við bætt kjör kennara frá öllu baráttufólki um jafnrétti og sanngirni. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun