Með betri ákvörðunum sem ég hef tekið: Um sveigjanlegt nám við Háskólann á Akureyri Nökkvi Alexander Rounak Jónsson skrifar 25. október 2021 21:30 Í umræðu á samfélagsmiðlum undanfarið hefur mikið verið rætt um fjarnám og staðnám, kosti þess og galla. Eins og það sé aðeins um tvennt að velja, annaðhvort stundarðu fjarnám eða nám á staðnum. Markmið mitt með þessum skrifum er að kynna fyrir fólki sveigjanlegt námsfyrirkomulag. Sú fullyrðing er lífsseig að Háskólinn á Akureyri sé bara fjarnámsskóli. Það er kolrangt því hér er nefnilega í boði sveigjanlegt nám. Stúdentar ráða sjálfir hvort þeir stundi námið í sinni heimabyggð eða á Akureyri. Sumir stúdentar kjósa að halda í sína heimahaga utan Akureyrar og sinna námi sínu þar. Allir þessir stúdentar geta stundað nám við HA. Í flestum deildum skólans er það skilyrði að mæta þurfi í staðarlotur og eru flestir stúdentar sammála því að staðlotur eru með skemmtilegri upplifunum í náminu. Þá hittast allir í húsnæði skólans, leysa verkefni, þreyta próf og skemmta sér saman. Með því að gera námið sveigjanlegt er ekki haldið í þá úreltu hugmynd að þú verðir að mæta klukkan átta um morguninn í fyrirlestrasal. Það er að sjálfsögðu ekkert sem stöðvar þá ákvörðun en það er líka í boði að hlusta á þann fyrirlestur þegar líður á daginn eða vikuna, því flest allt námsefni er tekið upp og fer inn á kennsluforrit skólans. Tilgangurinn með sveigjanlegu námsfyrirkomulagi er að auka og auðvelda aðgengi að háskólanámi óháð búsetu. Þá geta stúdentar sem eiga fjölskyldu eða eru í vinnu haft sama aðgang að menntun á hæsta stigi sem og þeir sem ákveða að sækja námið á staðnum. Ég tók þá ákvörðun fyrir rétt rúmum þremur árum að flytja norður á Akureyri. Ég hafði verið eitt ár að stunda nám við Háskóla Íslands og langaði að breyta til. Þetta var auðvitað risastórt skref en ég ákvað að taka af skarið og er þetta með betri ákvörðunum sem ég hef tekið. Á mínu fyrsta ári áttaði ég mig ekki alveg á því hvað fælist í sveigjanlegu námi. Eina námsfyrirkomulagið sem ég þekkti var staðbundið. Ég mætti samviskusamlega í kennslustundir í hverri viku og fannst það alveg magnað að sitja í stofunni með samstúdentum á staðnum og öðrum sem stunduðu námið í gegnum fjarfundarbúnað út um um allan heim.Þarna sá ég öll tækifærin sem eru til staðar við HA og ákvað því að bjóða mig fram strax á fyrsta ári í félagsstörf til þess að gera gott starf enn betra. Sveigjanlega námið býður upp á fjölmarga möguleika og eins og áður hefur verið nefnt er í stöðugri þróun. Umsóknum við HA hefur fjölgað verulega síðustu ár sem sýnir hversu vinsælt sveigjanlegt nám er. Ég tel því að háskólasamfélagið á Íslandi eigi að taka Háskólann á Akureyri sér til fyrirmyndar í þessum efnum, því samfélagið þarf háskóla sem eru í stöðugri þróun og tilbúnir að taka skref í nýjar áttir. Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Akureyri Háskólar Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Í umræðu á samfélagsmiðlum undanfarið hefur mikið verið rætt um fjarnám og staðnám, kosti þess og galla. Eins og það sé aðeins um tvennt að velja, annaðhvort stundarðu fjarnám eða nám á staðnum. Markmið mitt með þessum skrifum er að kynna fyrir fólki sveigjanlegt námsfyrirkomulag. Sú fullyrðing er lífsseig að Háskólinn á Akureyri sé bara fjarnámsskóli. Það er kolrangt því hér er nefnilega í boði sveigjanlegt nám. Stúdentar ráða sjálfir hvort þeir stundi námið í sinni heimabyggð eða á Akureyri. Sumir stúdentar kjósa að halda í sína heimahaga utan Akureyrar og sinna námi sínu þar. Allir þessir stúdentar geta stundað nám við HA. Í flestum deildum skólans er það skilyrði að mæta þurfi í staðarlotur og eru flestir stúdentar sammála því að staðlotur eru með skemmtilegri upplifunum í náminu. Þá hittast allir í húsnæði skólans, leysa verkefni, þreyta próf og skemmta sér saman. Með því að gera námið sveigjanlegt er ekki haldið í þá úreltu hugmynd að þú verðir að mæta klukkan átta um morguninn í fyrirlestrasal. Það er að sjálfsögðu ekkert sem stöðvar þá ákvörðun en það er líka í boði að hlusta á þann fyrirlestur þegar líður á daginn eða vikuna, því flest allt námsefni er tekið upp og fer inn á kennsluforrit skólans. Tilgangurinn með sveigjanlegu námsfyrirkomulagi er að auka og auðvelda aðgengi að háskólanámi óháð búsetu. Þá geta stúdentar sem eiga fjölskyldu eða eru í vinnu haft sama aðgang að menntun á hæsta stigi sem og þeir sem ákveða að sækja námið á staðnum. Ég tók þá ákvörðun fyrir rétt rúmum þremur árum að flytja norður á Akureyri. Ég hafði verið eitt ár að stunda nám við Háskóla Íslands og langaði að breyta til. Þetta var auðvitað risastórt skref en ég ákvað að taka af skarið og er þetta með betri ákvörðunum sem ég hef tekið. Á mínu fyrsta ári áttaði ég mig ekki alveg á því hvað fælist í sveigjanlegu námi. Eina námsfyrirkomulagið sem ég þekkti var staðbundið. Ég mætti samviskusamlega í kennslustundir í hverri viku og fannst það alveg magnað að sitja í stofunni með samstúdentum á staðnum og öðrum sem stunduðu námið í gegnum fjarfundarbúnað út um um allan heim.Þarna sá ég öll tækifærin sem eru til staðar við HA og ákvað því að bjóða mig fram strax á fyrsta ári í félagsstörf til þess að gera gott starf enn betra. Sveigjanlega námið býður upp á fjölmarga möguleika og eins og áður hefur verið nefnt er í stöðugri þróun. Umsóknum við HA hefur fjölgað verulega síðustu ár sem sýnir hversu vinsælt sveigjanlegt nám er. Ég tel því að háskólasamfélagið á Íslandi eigi að taka Háskólann á Akureyri sér til fyrirmyndar í þessum efnum, því samfélagið þarf háskóla sem eru í stöðugri þróun og tilbúnir að taka skref í nýjar áttir. Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun