Hverfið þitt Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 16. nóvember 2021 14:00 Íbúar Reykjavíkur eru rúmlega 133 þúsund og búa í yfir 57 þúsund íbúðum víða um borgina. Það geta ekki allir keypt íbúð og margir leigja, t.d. hjá Félagsbústöðum sem sér um félagslegar leiguíbúðir sem eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Markmið Reykjavíkurborgar eru að Félagsbústaðir eigi 5% allra íbúða í borginni og það hefur tekist. Markmið um að það hlutfall eigi við í öllum hverfum borgarinnar hefur þó ekki náð fram að ganga. Félagsleg blöndun eru orð sem heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að hverfi samanstandi af íbúum með fjölbreyttan bakgrunn. Samt hef ég helst heyrt þessi orð notuð þegar verið er að tala um uppbyggingu félagslegra íbúða og að þær megi ekki verða of margar í tilteknum hverfum eða svæðum. Mikilvægt sé að huga að blöndun með tilliti til félagslegra þátta líkt og efnahagslegrar stöðu íbúanna. Það sé talið svo slæmt að stór hópur fólks með lágar tekjur búi á sama svæði og þess vegna sé mikilvægt að huga að blöndun. En hvað um hverfi þar sem skortur er á fjölbreytni íbúanna innan þess? Þurfa íbúar þar ekki á félagslegri blöndun á að halda? Tökum sem dæmi, þá eru einungis 2% íbúða í Hlíðum og Háleiti- og Bústaðahverfi, almennar félagslegar íbúðir og einungis 1,6% íbúða í Vesturbæ. Þar er hætta á að einsleitni einkenni svæðið þar sem efnahagslega vel stæðir íbúar búi. Breiðholt er það hverfi þar sem uppbygging húsnæðis á félagslegum forsendum hefur verið hvað öflugust og þar er hlutfall almennra félagslegra íbúða 7,5% af öllum íbúðum í hverfinu. Fjölda íbúða í hverfum fékk ég með því að skoða Borgarvefsjá og fjöldi almennra félagslegra íbúða eftir hverfum miðast við stöðuna í árslok 2020. Uppbygging félagslegs húsnæðis þarf að vera kröftug innan allra hverfa borgarinnar, þá sérstaklega þar sem hallað hefur á slíka uppbyggingu. Vesturbær myndi þurfa á 443 almennum félagslegum íbúðum á að halda, Háaleiti- og Bústaðir 370 íbúðum og Hlíðar um 252 íbúðir til að ná að verða jafn öflugt hverfi og Breiðholt hvað varðar uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Hverfin verða að endurspegla margbreytileika samfélagsins. Ef þau gera það ekki er hætta á að við búum til hverfi þar sem fólk fær ekki að kynnast því hvernig samfélagið lítur í raun og veru út. Skólar borgarinnar eru hverfaskólar, það þýðir að börn fara gjarnan í skóla í sínu hverfi. Skólinn undirbýr okkur til að taka þátt í samfélaginu og mikilvægt að við fáum rétta mynd af því í skólanum og hverfinu sem við ölumst upp í. Hvað ef þú færð ekki tækifæri á að kynnast börnum og fjölskyldum sem búa í fjölbreyttu húsnæði? Getum við verið fullviss um að við þekkjum öll leigjenda? Búum nálægt leigjenda? Þekkjum við manneskju sem er að sækja um milliflutning? Vitum við öll hvað það er? Búum við nokkuð í hverfi þar sem ein tegund húsnæðis er ríkjandi? Hvað ef við myndum bara þekkja fólk sem byggi í einbýlishúsi? Myndi slíkt ekki takmarka heimsýn okkar? Tryggjum að öll hverfi séu fjölbreytt, tölum gegn einsleitni og aðgreiningu. Þannig byggjum við upp gott samfélag. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands og uppalin í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Félagsmál Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Íbúar Reykjavíkur eru rúmlega 133 þúsund og búa í yfir 57 þúsund íbúðum víða um borgina. Það geta ekki allir keypt íbúð og margir leigja, t.d. hjá Félagsbústöðum sem sér um félagslegar leiguíbúðir sem eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Markmið Reykjavíkurborgar eru að Félagsbústaðir eigi 5% allra íbúða í borginni og það hefur tekist. Markmið um að það hlutfall eigi við í öllum hverfum borgarinnar hefur þó ekki náð fram að ganga. Félagsleg blöndun eru orð sem heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að hverfi samanstandi af íbúum með fjölbreyttan bakgrunn. Samt hef ég helst heyrt þessi orð notuð þegar verið er að tala um uppbyggingu félagslegra íbúða og að þær megi ekki verða of margar í tilteknum hverfum eða svæðum. Mikilvægt sé að huga að blöndun með tilliti til félagslegra þátta líkt og efnahagslegrar stöðu íbúanna. Það sé talið svo slæmt að stór hópur fólks með lágar tekjur búi á sama svæði og þess vegna sé mikilvægt að huga að blöndun. En hvað um hverfi þar sem skortur er á fjölbreytni íbúanna innan þess? Þurfa íbúar þar ekki á félagslegri blöndun á að halda? Tökum sem dæmi, þá eru einungis 2% íbúða í Hlíðum og Háleiti- og Bústaðahverfi, almennar félagslegar íbúðir og einungis 1,6% íbúða í Vesturbæ. Þar er hætta á að einsleitni einkenni svæðið þar sem efnahagslega vel stæðir íbúar búi. Breiðholt er það hverfi þar sem uppbygging húsnæðis á félagslegum forsendum hefur verið hvað öflugust og þar er hlutfall almennra félagslegra íbúða 7,5% af öllum íbúðum í hverfinu. Fjölda íbúða í hverfum fékk ég með því að skoða Borgarvefsjá og fjöldi almennra félagslegra íbúða eftir hverfum miðast við stöðuna í árslok 2020. Uppbygging félagslegs húsnæðis þarf að vera kröftug innan allra hverfa borgarinnar, þá sérstaklega þar sem hallað hefur á slíka uppbyggingu. Vesturbær myndi þurfa á 443 almennum félagslegum íbúðum á að halda, Háaleiti- og Bústaðir 370 íbúðum og Hlíðar um 252 íbúðir til að ná að verða jafn öflugt hverfi og Breiðholt hvað varðar uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Hverfin verða að endurspegla margbreytileika samfélagsins. Ef þau gera það ekki er hætta á að við búum til hverfi þar sem fólk fær ekki að kynnast því hvernig samfélagið lítur í raun og veru út. Skólar borgarinnar eru hverfaskólar, það þýðir að börn fara gjarnan í skóla í sínu hverfi. Skólinn undirbýr okkur til að taka þátt í samfélaginu og mikilvægt að við fáum rétta mynd af því í skólanum og hverfinu sem við ölumst upp í. Hvað ef þú færð ekki tækifæri á að kynnast börnum og fjölskyldum sem búa í fjölbreyttu húsnæði? Getum við verið fullviss um að við þekkjum öll leigjenda? Búum nálægt leigjenda? Þekkjum við manneskju sem er að sækja um milliflutning? Vitum við öll hvað það er? Búum við nokkuð í hverfi þar sem ein tegund húsnæðis er ríkjandi? Hvað ef við myndum bara þekkja fólk sem byggi í einbýlishúsi? Myndi slíkt ekki takmarka heimsýn okkar? Tryggjum að öll hverfi séu fjölbreytt, tölum gegn einsleitni og aðgreiningu. Þannig byggjum við upp gott samfélag. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands og uppalin í Breiðholti.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar