Framboð fjarnáms á háskólastigi er jafnréttismál Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Steinunn G. Einarsdóttir skrifa 30. nóvember 2021 14:31 Heimsfaraldur Covid þvingaði fram tímabær risaskref í tæknivæðingu samfélaga. Fjarfundarlausnir á borð við Zoom og Teams urðu skyndilega flestum Íslendingum jafn kunnug og Facebook eða Instagram. Möguleikar á fjarvinnu og störfum án staðsetningar urðu skyndilega raunhæfir. Þegar brýn nauðsyn og lýðheilsusjónarmið kröfðust urðu þingheimur, sveitarstjórnir, atvinnulífið og menntastofnanir að stíga klofvega út fyrir sinn íhaldssama þægindaramma og treysta á það sem maðurinn sjálfur hefur skapað, tæknina. Vaxtarverkir Vissulega hefur framþróuninni fylgt ýmsir vaxtaverkir enda erfitt að feta áður ótroðnar slóðir. Ýmis tæknivandamál, streita starfsmanna, stoðkerfisvandamál vegna vinnuaðstöðu, erfiðara starfsmannahald, þörf á auknu trausti osfrv. skapaði hindranir sem við erum enn að læra að takast á við. En þessir vaxtarverkir mega ekki tapa virði sínu nú þegar nám, fundahald og störf færast í meira mæli í fyrra horf. Efla þarf fjarnám á háskólastigi Nú þegar áhrif Covid á menntastofnanir eru hverfandi er dapurlegt að sjá framboð fjarnáms fara þverrandi frá því sem var í algleymingi Covid. Námskeið og námsleiðir, ekki síst hjá Háskóla Íslands, sem einungis var hægt að stunda í staðnámi var skyndilega hægt að sækja í fjarnámi, þegar höfuðborgarsvæðið þurfti á því að halda í heimsfaraldri. Landsbyggðin hefur þurft og þarf áfram á öflugu fjarnámi háskóla að halda en nú hafa verið stigin skref til baka og þegar spurt er um ástæður þess svarar kennslusvið HÍ að það strandi fyrst og fremst á mannauði og fjármagni. Háskóli Íslands á að vera leiðandi menntaafl bæði hvað varðar aðgengi, framboð og gæði náms. Jöfnum aðgengi að háskólanámi Framboð fjarnáms er hvað öflugast hjá hinum einkareknu háskólum og þ.a.l. er kostnaðurinn við slíkt nám töluvert meiri. Vilji fólk af landsbyggðinni sækja sér háskólanám þarf því ýmist að verja háum fjárhæðum til þess í fjarnámi, sækja staðnám með tilheyrandi ferðakostnaði og háu kolefnisspori eða alfarið búferlaflutningum sem á endanum er þyngsta gjaldið sem landsbyggðin greiðir. Öflugt fjarnám er ekki síður mikilvægt fyrir borgarbúa, það gæti dregið úr álagi á samgöngukerfi borgarinnar og gerir fólki kleift að mennta sig samhliða vinnu, hvar svo sem á landinu fólk býr. Ekki má gleyma því að með bættu fjarnámi aukum við möguleika fólks með hreyfiskerðingar og hreyfihamlanir til þátttöku í námi. Væri framboð fjarnáms meira myndi það án efa skila sér í auknum skráningargjöldum, hækkuðu menntunarstigi á landinu öllu og betra aðgengi fyrir alla að þeim mikilvægu tækifærum sem aukin menntun veitir. Sporna þarf við spekileka Fjarnám á háskólastigi er dreifðari byggðum landsins mikilvægt til að efla menntunarstig, efla atvinnulíf, til uppbyggingar og ekki síst auka möguleika ungs fólks á að búa áfram á sínum æskuslóðum. Mörg sveitarfélög á landsbyggðinni glíma við það vandamál að hlutfall ungs fólks fer lækkandi á meðan því er öfugt farið á höfuðborgarsvæðinu. Unga, atorkumikla og frjósama fólkið, í öllum skilningi, flytur á mölina til að sækja sér menntun og kemur í litlu hlutfalli aftur heim. Það hefur neikvæð áhrif á íþróttalíf, atvinnulíf, menningu og aldurssamsetningu þessara sveitarfélaga og þeirri þróun þarf að snúa við. Miðlæg upplýsingagátt um framboð fjarnáms á háskólastigi Aðgengi að upplýsingum um það námsframboð sem hver háskóli býður upp á í fjarnámi er afar misjafnt enda leggja mismunandi háskólastofnanir sig mismikið fram við að laða til sín fjarnámsnemendur og hafa þar einkareknu háskólarnir og Háskólinn á Akureyri verið í fararbroddi. Þar til að fjarnám við háskóla verður reglan en ekki undantekningin er nauðsynlegt að til staðar sé miðlæg upplýsingagátt sem tekur saman þær leiðir sem nemendum standa til boða í fjarnámi. Slíkt eykur sýnileika námsframboðs og er til þess fallið að auka eftirspurn fjarnáms m.a. af landsbyggðinni og þannig skapa háskólastofnunum auknar tekjur í formi skráningar- og/eða skólagjalda. Áskorun á háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneytin Fjarnám er hagkvæmt, vistvænt og jafnar aðgengi að menntun. Undirritaðar skora á nýja ráðherra bæði háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneyta að beita sér fyrir því að jafna stöðu Íslendinga á stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra til menntunar. Efling fjarnáms á háskólastigi er eitt besta verkfærið að slíku markmiði og mikilvægt er að háskólastofnanir setji sér skýr og mælanleg markmið um eflingu fjarnáms til að auka jafnrétti og þar með frelsi Íslendinga til menntunar og búsetu. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður byggðaráðs og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í MúlaþingiHildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í VestmannaeyjumSteinunn G. Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Byggðamál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Heimsfaraldur Covid þvingaði fram tímabær risaskref í tæknivæðingu samfélaga. Fjarfundarlausnir á borð við Zoom og Teams urðu skyndilega flestum Íslendingum jafn kunnug og Facebook eða Instagram. Möguleikar á fjarvinnu og störfum án staðsetningar urðu skyndilega raunhæfir. Þegar brýn nauðsyn og lýðheilsusjónarmið kröfðust urðu þingheimur, sveitarstjórnir, atvinnulífið og menntastofnanir að stíga klofvega út fyrir sinn íhaldssama þægindaramma og treysta á það sem maðurinn sjálfur hefur skapað, tæknina. Vaxtarverkir Vissulega hefur framþróuninni fylgt ýmsir vaxtaverkir enda erfitt að feta áður ótroðnar slóðir. Ýmis tæknivandamál, streita starfsmanna, stoðkerfisvandamál vegna vinnuaðstöðu, erfiðara starfsmannahald, þörf á auknu trausti osfrv. skapaði hindranir sem við erum enn að læra að takast á við. En þessir vaxtarverkir mega ekki tapa virði sínu nú þegar nám, fundahald og störf færast í meira mæli í fyrra horf. Efla þarf fjarnám á háskólastigi Nú þegar áhrif Covid á menntastofnanir eru hverfandi er dapurlegt að sjá framboð fjarnáms fara þverrandi frá því sem var í algleymingi Covid. Námskeið og námsleiðir, ekki síst hjá Háskóla Íslands, sem einungis var hægt að stunda í staðnámi var skyndilega hægt að sækja í fjarnámi, þegar höfuðborgarsvæðið þurfti á því að halda í heimsfaraldri. Landsbyggðin hefur þurft og þarf áfram á öflugu fjarnámi háskóla að halda en nú hafa verið stigin skref til baka og þegar spurt er um ástæður þess svarar kennslusvið HÍ að það strandi fyrst og fremst á mannauði og fjármagni. Háskóli Íslands á að vera leiðandi menntaafl bæði hvað varðar aðgengi, framboð og gæði náms. Jöfnum aðgengi að háskólanámi Framboð fjarnáms er hvað öflugast hjá hinum einkareknu háskólum og þ.a.l. er kostnaðurinn við slíkt nám töluvert meiri. Vilji fólk af landsbyggðinni sækja sér háskólanám þarf því ýmist að verja háum fjárhæðum til þess í fjarnámi, sækja staðnám með tilheyrandi ferðakostnaði og háu kolefnisspori eða alfarið búferlaflutningum sem á endanum er þyngsta gjaldið sem landsbyggðin greiðir. Öflugt fjarnám er ekki síður mikilvægt fyrir borgarbúa, það gæti dregið úr álagi á samgöngukerfi borgarinnar og gerir fólki kleift að mennta sig samhliða vinnu, hvar svo sem á landinu fólk býr. Ekki má gleyma því að með bættu fjarnámi aukum við möguleika fólks með hreyfiskerðingar og hreyfihamlanir til þátttöku í námi. Væri framboð fjarnáms meira myndi það án efa skila sér í auknum skráningargjöldum, hækkuðu menntunarstigi á landinu öllu og betra aðgengi fyrir alla að þeim mikilvægu tækifærum sem aukin menntun veitir. Sporna þarf við spekileka Fjarnám á háskólastigi er dreifðari byggðum landsins mikilvægt til að efla menntunarstig, efla atvinnulíf, til uppbyggingar og ekki síst auka möguleika ungs fólks á að búa áfram á sínum æskuslóðum. Mörg sveitarfélög á landsbyggðinni glíma við það vandamál að hlutfall ungs fólks fer lækkandi á meðan því er öfugt farið á höfuðborgarsvæðinu. Unga, atorkumikla og frjósama fólkið, í öllum skilningi, flytur á mölina til að sækja sér menntun og kemur í litlu hlutfalli aftur heim. Það hefur neikvæð áhrif á íþróttalíf, atvinnulíf, menningu og aldurssamsetningu þessara sveitarfélaga og þeirri þróun þarf að snúa við. Miðlæg upplýsingagátt um framboð fjarnáms á háskólastigi Aðgengi að upplýsingum um það námsframboð sem hver háskóli býður upp á í fjarnámi er afar misjafnt enda leggja mismunandi háskólastofnanir sig mismikið fram við að laða til sín fjarnámsnemendur og hafa þar einkareknu háskólarnir og Háskólinn á Akureyri verið í fararbroddi. Þar til að fjarnám við háskóla verður reglan en ekki undantekningin er nauðsynlegt að til staðar sé miðlæg upplýsingagátt sem tekur saman þær leiðir sem nemendum standa til boða í fjarnámi. Slíkt eykur sýnileika námsframboðs og er til þess fallið að auka eftirspurn fjarnáms m.a. af landsbyggðinni og þannig skapa háskólastofnunum auknar tekjur í formi skráningar- og/eða skólagjalda. Áskorun á háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneytin Fjarnám er hagkvæmt, vistvænt og jafnar aðgengi að menntun. Undirritaðar skora á nýja ráðherra bæði háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneyta að beita sér fyrir því að jafna stöðu Íslendinga á stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra til menntunar. Efling fjarnáms á háskólastigi er eitt besta verkfærið að slíku markmiði og mikilvægt er að háskólastofnanir setji sér skýr og mælanleg markmið um eflingu fjarnáms til að auka jafnrétti og þar með frelsi Íslendinga til menntunar og búsetu. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður byggðaráðs og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í MúlaþingiHildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í VestmannaeyjumSteinunn G. Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar