Hagkerfið stendur og fellur með flutningskerfinu Jón Skafti Gestsson skrifar 8. desember 2021 10:31 Í fréttum undanfarna daga hefur komið fram að Landsvirkjun þurfti að grípa til skerðinga á orkuafhendingu til viðskiptavina sinna því flutningskerfi raforku réði ekki við að flytja raforkuna milli landshluta. Í tilkynningu fyrirtækisins kom fram að skerðingar næmu 500 GWst sem jafngildir árlegri orkuvinnslu Kröfluvirkjunar. Markaðsverð þessarar orku er nálægt því að vera 2.500 milljónir króna. Sú fjárhæð er nú farin forgörðum og verður ekki endurheimt. En orkusalan er í raun minnstur hluti þeirra verðmæta sem fara forgörðum. Virðisaukinn sem felst í raforkunotkun er jafnan langt umfram markaðsvirði hennar. Leiða má líkur að því að nú fari forgörðum virðisauki sem nemur nálægt 10 milljörðum króna í sjávarútvegi, álvinnslu og gagnaþjónustu. Fréttir af skerðingum Landsvirkjunar koma í kjölfar frétta þann 13. september þar sem Ríkisútvarpið greindi frá því að fjórðungur fyrirspurna sem Landsnet fékk um orkuafhendingu síðastliðin ár hefðu komið frá Suðurnesjum. Í öllum tilvikum var óskum um tengingu hafnað því raforkukerfið ræður ekki við flutninginn. Landsnet greindi í framhaldinu frá því að glataðar tekjur af þessum sökum hlypu á milljörðum í orkusölunni einni saman. Þessar fréttir, sem birtust með 3ja mánaða millibili, eru um glötuð tækifæri sem kostað hafa þjóðin marga milljarða sem rekja má beint til veikleika í flutningskerfi raforku. Samkeppnishæfni Undanfarin ár og misseri hefur átt sér stað umræða um samkeppnishæfni íslenska raforkukerfisins sem hefur rist grunnt. Einblínt er á flutningskostnað raforku. Við hjá Landsneti höfum reynt að benda á að í samkeppnishæfni felst fleira en verð. Til að mynda áreiðanleiki og afhendingargeta eins og nú kemur í ljós. Án raforku stöðvast nefnilega flest atvinnustarfsemi og kostnaður þeirra fyrirtækja sem verða fyrir skerðingu verður fljótlega meiri en þau hefðu borgað fyrir áreiðanlegri flutning og afhendingu. Flutningskerfið hefur einnig afgerandi áhrif á samkeppnishæfni sveitarfélaga. Landsnet skoðaði launaþróun eftir sveitarfélögum árin 1992-2016 og kom þar í ljós að þar sem afhendingargeta flutningskerfisins hafði verið takmörkuð hækkuðu laun merkjanlega hægar en annars staðar. Tafir og kærur Til að ráða bót á þessu vandamáli þarf að styrkja flutningskerfi Landsnets verulega. Byggðalínan sem flytur rafmagn milli landshluta verður senn hálfrar aldar gömul og ræður einfaldlega ekki við þarfir samtímans, hvað þá verkefni framtíðarinnar. Landsnet hefur lengi talað fyrir því að styrkja þurfi kerfið en hefur ekki orðið nægilega ágengt, meðal annars vegna ítrekaðra kærumála sem tefja framgang nauðsynlegra verkefna og stjórnsýslu sem virðir ekki reglur um afgreiðslutíma mála eða skipulagslög. Dæmi eru um að sveitarfélög neiti hreinlega bara að gefa út framkvæmdaleyfi þrátt fyrir að öll lagaleg skilyrði hafi verið uppfyllt. Orkuskipti og atvinnuþróun standa og falla með flutningskerfinu Skerðingar Landsvirkjunar sýna svo ekki verður um villst að orkuskipti eru ómöguleg við núverandi ástand. Það er einfaldlega ónóg geta til þess að afhenda orku til að hlaða rafbíla og vinnuvélar, knýja vetnisverksmiðjur eða aðra nýja starfsemi. Landsnet hefur undanfarin misseri sætt gagnrýni þess efnis að flutningskostnaður sé hár og að fjárfestingaáætlanir fyrirtækisins myndu skerða samkeppnishæfni landsins. Því er ekki að neita að það kostar að styrkja flutningskerfið en það verður æ augljósara að það kostar samfélagið meira að styrkja það ekki því flutningskerfið er einfaldlega uppselt og löngu farið að hamla eðlilegri atvinnuþróun um land allt. Styrking þess þolir enga bið. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Orkuskipti Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum undanfarna daga hefur komið fram að Landsvirkjun þurfti að grípa til skerðinga á orkuafhendingu til viðskiptavina sinna því flutningskerfi raforku réði ekki við að flytja raforkuna milli landshluta. Í tilkynningu fyrirtækisins kom fram að skerðingar næmu 500 GWst sem jafngildir árlegri orkuvinnslu Kröfluvirkjunar. Markaðsverð þessarar orku er nálægt því að vera 2.500 milljónir króna. Sú fjárhæð er nú farin forgörðum og verður ekki endurheimt. En orkusalan er í raun minnstur hluti þeirra verðmæta sem fara forgörðum. Virðisaukinn sem felst í raforkunotkun er jafnan langt umfram markaðsvirði hennar. Leiða má líkur að því að nú fari forgörðum virðisauki sem nemur nálægt 10 milljörðum króna í sjávarútvegi, álvinnslu og gagnaþjónustu. Fréttir af skerðingum Landsvirkjunar koma í kjölfar frétta þann 13. september þar sem Ríkisútvarpið greindi frá því að fjórðungur fyrirspurna sem Landsnet fékk um orkuafhendingu síðastliðin ár hefðu komið frá Suðurnesjum. Í öllum tilvikum var óskum um tengingu hafnað því raforkukerfið ræður ekki við flutninginn. Landsnet greindi í framhaldinu frá því að glataðar tekjur af þessum sökum hlypu á milljörðum í orkusölunni einni saman. Þessar fréttir, sem birtust með 3ja mánaða millibili, eru um glötuð tækifæri sem kostað hafa þjóðin marga milljarða sem rekja má beint til veikleika í flutningskerfi raforku. Samkeppnishæfni Undanfarin ár og misseri hefur átt sér stað umræða um samkeppnishæfni íslenska raforkukerfisins sem hefur rist grunnt. Einblínt er á flutningskostnað raforku. Við hjá Landsneti höfum reynt að benda á að í samkeppnishæfni felst fleira en verð. Til að mynda áreiðanleiki og afhendingargeta eins og nú kemur í ljós. Án raforku stöðvast nefnilega flest atvinnustarfsemi og kostnaður þeirra fyrirtækja sem verða fyrir skerðingu verður fljótlega meiri en þau hefðu borgað fyrir áreiðanlegri flutning og afhendingu. Flutningskerfið hefur einnig afgerandi áhrif á samkeppnishæfni sveitarfélaga. Landsnet skoðaði launaþróun eftir sveitarfélögum árin 1992-2016 og kom þar í ljós að þar sem afhendingargeta flutningskerfisins hafði verið takmörkuð hækkuðu laun merkjanlega hægar en annars staðar. Tafir og kærur Til að ráða bót á þessu vandamáli þarf að styrkja flutningskerfi Landsnets verulega. Byggðalínan sem flytur rafmagn milli landshluta verður senn hálfrar aldar gömul og ræður einfaldlega ekki við þarfir samtímans, hvað þá verkefni framtíðarinnar. Landsnet hefur lengi talað fyrir því að styrkja þurfi kerfið en hefur ekki orðið nægilega ágengt, meðal annars vegna ítrekaðra kærumála sem tefja framgang nauðsynlegra verkefna og stjórnsýslu sem virðir ekki reglur um afgreiðslutíma mála eða skipulagslög. Dæmi eru um að sveitarfélög neiti hreinlega bara að gefa út framkvæmdaleyfi þrátt fyrir að öll lagaleg skilyrði hafi verið uppfyllt. Orkuskipti og atvinnuþróun standa og falla með flutningskerfinu Skerðingar Landsvirkjunar sýna svo ekki verður um villst að orkuskipti eru ómöguleg við núverandi ástand. Það er einfaldlega ónóg geta til þess að afhenda orku til að hlaða rafbíla og vinnuvélar, knýja vetnisverksmiðjur eða aðra nýja starfsemi. Landsnet hefur undanfarin misseri sætt gagnrýni þess efnis að flutningskostnaður sé hár og að fjárfestingaáætlanir fyrirtækisins myndu skerða samkeppnishæfni landsins. Því er ekki að neita að það kostar að styrkja flutningskerfið en það verður æ augljósara að það kostar samfélagið meira að styrkja það ekki því flutningskerfið er einfaldlega uppselt og löngu farið að hamla eðlilegri atvinnuþróun um land allt. Styrking þess þolir enga bið. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar