Varaformaður Kennarasambands Íslands: Staðgengill eða eitthvað meira? Simon Cramer Larsen skrifar 11. desember 2021 18:00 Að fara með samningsrétt um kjör og kaup félagsmanna sambandsins er eitt af helstu hlutverkum KÍ. Formanni og varaformanni ber að bjóða aðildarfélögum aðstoð og sérfræðiþekkingu hvað kjara- og réttindamál varðar en þeir þurfa að virða sjálfstæði aðildarfélaganna því samkvæmt lögum er það hlutverk aðildarfélaganna að gera og semja um kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna. Vissulega getur stjórn KÍ ályktað um kjaramál ef þörf er á og hér geta formaður og varaformaður komið með innlegg í umræðuna. Formaður og varaformaður KÍ koma þess vegna ekki beinlínis að kjarasamningagerð einstakra aðildarfélaga nema það sé sérstaklega kallað eftir því. Enn fremur kemur fram í 21. grein laga Kennarasambandsins að „varaformaður KÍ er staðgengill formanns“. Ein spurning sem ég hef fengið nýlega er „hvað gerir varaformaður í rauninni, ef hann er skilgreindur sem staðgengill samkvæmt lögum KÍ?“ „Varaformaður er ekki aðeins staðgengill formanns.“ Varaformaður KÍ er formaður skólamálaráðs og hefur yfirumsjón með stefnumörkun KÍ á sviði skólamála. Á sama tíma sér hann um að sinna samskiptum við skólasamfélagið, ráðuneyti, sveitarfélögin, og ýmsar stofnanir auk þess að annast tengsl við erlend systursamtök í Evrópu. Einnig er varaformaður rödd kennara í ýmsum nefndum og starfshópum. Hér eru aðeins nokkur dæmi en þau lýsa því hversu víðtæk aðkoma varaformanns að málefnum kennara er; hann er til dæmis fulltrúi KÍ í starfshópi um menntun nemenda með annað móðurmál en íslensku, hann er rödd kennara í samráðshópi KÍ, BHM og BSRB, hann er einnig fulltrúi kennara í Kennararáði, og hann veitir líka ráðgjöf í ráðgjafanefnd um fjölgun kennara. „Hlutverk varaformanns er þýðingarmikið fyrir hagsmuni kennara á öllum skólastigum og því má það ekki takmarkast við að vera aðeins staðgengill, það er svo miklu meira.“ Það er verkefni varaformannsins að sækjast eftir tækifærum og að koma af stað verkefnum sem hafa áhrif og efla skóla- og menntamál stéttarinnar. Hann þarf að hlúa vel að skóla- og menntamálum með grasrótina sér að baki, núna og til framtíðar, því þannig komum við sem stétt til með að vera framsækin næstu árin. Einnig er það verkefni hans að ýta undir aukið samstarf félaganna innan Kennarasambandsins og að vera sáttasemjari sem sér til þess að mál séu til lykta leidd. Fyrir utan að vera atvinna varaformanns eiga skóla- og menntamál að vera helstu áhugamál hans. Sá sem kemur til með að vera varaformaður KÍ þarf að hafa brennandi áhuga á því að valdefla kennarastéttina, tryggja að á rödd allra kennara sé hlustað og að ákvarðanir er varða mál stéttarinnar séu teknar með kennara í ráðum. Viðkomandi þarf að hafa vellíðan kennara að leiðarljósi og hugsa í lausnum. Samstarf varaformanns við aðildarfélögin verður að vera náið þar sem í því felast lausnir sem eru öllum kennurum til bóta. Til þess að skólasamfélagið nái árangri er ekki nóg að hlustað verði á það, það þarf að ráðast í markvissar og lausnamiðaðar aðgerðir. Sérfræðingar kennarastéttarinnar – kennarar – verða að vera hlutaðeigandi aðilar í þessum aðgerðum með varaformann í fremstu röð. „Ég vil ekki vera varaformaður sem er aðeins staðgengill.“ Fái ég umboð og traust félagsfólks þá ætla ég að vinna hörðum höndum að valdeflingu stéttarinnar. Ég vil vinna markvisst að því að halda skólamálum okkar í brennidepli, ná áheyrn stjórnvalda, tryggja að „skólamál séu alltaf okkar mál“ og að engin umræða um málefni kennara fari fram án aðkomu okkar. Ég mun leggja til að við sem komum að mennta- og skólamálum tökum þetta mikilvæga samtal um hvernig við getum mótað að nýju samfélagssáttmála um menntun á Íslandi. Mennta- og skólamál verða í nánustu framtíð tvískipt milli ráðuneyta – þess vegna er mikilvægt að við í sameiningu tryggjum samhengi milli skólanna og skólastiganna og höldum þessari mikilvægu heildarsýn yfir okkar mennta- og skólamál. Ég hef svo mikla trú á Kennarasambandinu og kennarastéttinni á Íslandi. Þess vegna vil ég setja krafta mína í vinnu í þágu allra kennara og stjórnenda og í nánu samstarfi með nýjum formanni vinna að málefnum okkar – núna og til framtíðar. Með von um stuðning. Höfundur er framhaldsskólakennari, formaður skólamálanefndar FF og frambjóðandi til embættis varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Að fara með samningsrétt um kjör og kaup félagsmanna sambandsins er eitt af helstu hlutverkum KÍ. Formanni og varaformanni ber að bjóða aðildarfélögum aðstoð og sérfræðiþekkingu hvað kjara- og réttindamál varðar en þeir þurfa að virða sjálfstæði aðildarfélaganna því samkvæmt lögum er það hlutverk aðildarfélaganna að gera og semja um kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna. Vissulega getur stjórn KÍ ályktað um kjaramál ef þörf er á og hér geta formaður og varaformaður komið með innlegg í umræðuna. Formaður og varaformaður KÍ koma þess vegna ekki beinlínis að kjarasamningagerð einstakra aðildarfélaga nema það sé sérstaklega kallað eftir því. Enn fremur kemur fram í 21. grein laga Kennarasambandsins að „varaformaður KÍ er staðgengill formanns“. Ein spurning sem ég hef fengið nýlega er „hvað gerir varaformaður í rauninni, ef hann er skilgreindur sem staðgengill samkvæmt lögum KÍ?“ „Varaformaður er ekki aðeins staðgengill formanns.“ Varaformaður KÍ er formaður skólamálaráðs og hefur yfirumsjón með stefnumörkun KÍ á sviði skólamála. Á sama tíma sér hann um að sinna samskiptum við skólasamfélagið, ráðuneyti, sveitarfélögin, og ýmsar stofnanir auk þess að annast tengsl við erlend systursamtök í Evrópu. Einnig er varaformaður rödd kennara í ýmsum nefndum og starfshópum. Hér eru aðeins nokkur dæmi en þau lýsa því hversu víðtæk aðkoma varaformanns að málefnum kennara er; hann er til dæmis fulltrúi KÍ í starfshópi um menntun nemenda með annað móðurmál en íslensku, hann er rödd kennara í samráðshópi KÍ, BHM og BSRB, hann er einnig fulltrúi kennara í Kennararáði, og hann veitir líka ráðgjöf í ráðgjafanefnd um fjölgun kennara. „Hlutverk varaformanns er þýðingarmikið fyrir hagsmuni kennara á öllum skólastigum og því má það ekki takmarkast við að vera aðeins staðgengill, það er svo miklu meira.“ Það er verkefni varaformannsins að sækjast eftir tækifærum og að koma af stað verkefnum sem hafa áhrif og efla skóla- og menntamál stéttarinnar. Hann þarf að hlúa vel að skóla- og menntamálum með grasrótina sér að baki, núna og til framtíðar, því þannig komum við sem stétt til með að vera framsækin næstu árin. Einnig er það verkefni hans að ýta undir aukið samstarf félaganna innan Kennarasambandsins og að vera sáttasemjari sem sér til þess að mál séu til lykta leidd. Fyrir utan að vera atvinna varaformanns eiga skóla- og menntamál að vera helstu áhugamál hans. Sá sem kemur til með að vera varaformaður KÍ þarf að hafa brennandi áhuga á því að valdefla kennarastéttina, tryggja að á rödd allra kennara sé hlustað og að ákvarðanir er varða mál stéttarinnar séu teknar með kennara í ráðum. Viðkomandi þarf að hafa vellíðan kennara að leiðarljósi og hugsa í lausnum. Samstarf varaformanns við aðildarfélögin verður að vera náið þar sem í því felast lausnir sem eru öllum kennurum til bóta. Til þess að skólasamfélagið nái árangri er ekki nóg að hlustað verði á það, það þarf að ráðast í markvissar og lausnamiðaðar aðgerðir. Sérfræðingar kennarastéttarinnar – kennarar – verða að vera hlutaðeigandi aðilar í þessum aðgerðum með varaformann í fremstu röð. „Ég vil ekki vera varaformaður sem er aðeins staðgengill.“ Fái ég umboð og traust félagsfólks þá ætla ég að vinna hörðum höndum að valdeflingu stéttarinnar. Ég vil vinna markvisst að því að halda skólamálum okkar í brennidepli, ná áheyrn stjórnvalda, tryggja að „skólamál séu alltaf okkar mál“ og að engin umræða um málefni kennara fari fram án aðkomu okkar. Ég mun leggja til að við sem komum að mennta- og skólamálum tökum þetta mikilvæga samtal um hvernig við getum mótað að nýju samfélagssáttmála um menntun á Íslandi. Mennta- og skólamál verða í nánustu framtíð tvískipt milli ráðuneyta – þess vegna er mikilvægt að við í sameiningu tryggjum samhengi milli skólanna og skólastiganna og höldum þessari mikilvægu heildarsýn yfir okkar mennta- og skólamál. Ég hef svo mikla trú á Kennarasambandinu og kennarastéttinni á Íslandi. Þess vegna vil ég setja krafta mína í vinnu í þágu allra kennara og stjórnenda og í nánu samstarfi með nýjum formanni vinna að málefnum okkar – núna og til framtíðar. Með von um stuðning. Höfundur er framhaldsskólakennari, formaður skólamálanefndar FF og frambjóðandi til embættis varaformanns Kennarasambands Íslands.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun