Sannleikurinn um Sælukot Margrét Eymundardóttir skrifar 13. desember 2021 12:00 Svar við yfirlýsingu Lilju Margrétar Olsen lögmanns Sælukots í Vísi 1. desember síðastliðinn. Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. Hann heldur því fram að við, fyrrverandi starfsfólk og skjólstæðingar Sælukots förum með ósannindi í bréfi því sem við sendum á fjölmiðla og þær stofnanir samfélagsins sem hafa með málefni leikskóla og barna að gera, 15. nóvember síðastliðinn. Lögmannsins vegna er vonandi að hann geri sér ekki grein fyrir þeim ósannindum sem felast í yfirlýsingu hans. Því ætla ég að fræða hann og lesendur um nokkrar staðreyndir þessa máls. Kynferðislegt ofbeldi Það var ekki tekið á ásökunum á hendur starfsmanni leikskólans um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni með eðlilegum hætti þegar það kom upp í september 2020. Þá var ég nýráðinn leikskólastjóri, í 40% starfshlutfalli, og málinu var haldið kirfilega leyndu fyrir mér af rekstrarstjóra leikskólans og Sælutröð. Auk þess var starfsmaðurinn ennþá við vinnu á Sælukoti eftir að kvartanir komu fram í annað sinn, 20. júní síðastliðinn. Það var ekki fyrr en málið kom fram í fjölmiðlum, í byrjun ágúst, að starfsfólk leikskólans heyrði fyrst af þessu alvarlega máli. Þá var ég reyndar hætt störfum. Ég var rekin þann 3. júní eftir að hafa farið fram á umbætur við leikskólann. Umræddur starfsmaður sást síðast við leikskólann fyrir stuttu síðan. Það er því hvorki rétt hjá lögmanninum að rekstrarstjóri leikskólans hafi tekið ábendingum Barnaverndar Reykjavíkur alvarlega né að starfsmaðurinn hafi verið tafarlaust sendur í leyfi. Það er heldur ekki rétt hjá honum að rannsókn málsins sé hætt. Málið er enn opið hjá Barnavernd og því lýkur ekki fyrr en rannsókn Lögreglu á því er lokið. Friður um starfsemi Sælukots Í yfrilýsingunni er því haldið fram að friður hafi ríkt um starfsemi Sælukots undanfarin ár. Þvert á móti hafa miklir erfiðleikar einkennt samstarf við núverandi rekstrarstjóra leikskólans. Í hópnum sem skrifaði undir bréfið og sent var um miðjan síðasta mánuð er starfsfólk sem vann við leikskólann fyrir meira en fimm árum síðan. Það starfsfólk hafði reynt að koma fram með sínar athugasemdir bæði innan skólans og við Reykjavíkurborg. Í bréfinu er að finna alvarlegar lýsingar á andlegu ofbeldi rekstrarstjórans í garð, oft á tíðun ungs og ómótaðs fólks, sem í sakleysi sínu gleypti við fallegri stefnu leikskólans. Ennfremur er þar að finna lýsingar foreldra á tíðum mannaskiptum, manneklu og óöryggi sem fylgir því. Sumar af þeim lýsa vanrækslu á börnum. Ef skapa á ró um starfsemi Sælukots þurfa að eiga sér stað miklar breytingar á stjórnarháttum leikskólans. Það er ekki nóg að hafa í frammi fögur orð um frið á jörðu og góðvild. Fólk þarf líka að koma vel fram við aðra. Af hverju er allt starfsfólkið fyrrverandi? Ástæðan fyrir því að þeir starfsmenn sem undirrituðu bréfið 15. nóvember síðastliðinn voru allir fyrrverandi er sú að ef starfsmenn kvörtuðu innan leikskólans, sem er eðlilegt að gert sé, áður en kvartanirnar eru sendar opinberum aðilum og fjölmiðlum, eru þeir umsvifalaust reknir. Áður en umrætt bréf var sent, höfðu starfsmenn afhent rekstrarstjóra bréf með umkvörtunum og hugmyndum um hvernig laga mætti ýmsan vanda innan leikskólans. Slíkt er brottrekstrarsök á Sælukoti. Til dæmis var ég þá rekin umsvifalaust og meinaður aðgangur að netpósti leikskólans, þannig að ég gat hvorki kvatt foreldra né starfsfólk eða tilkynnt um ástandið. Ég varð sjálf að sjá til þess að Reykjavíkurborg fengi upplýsingar um að ég væri ekki lengur leikskólastjóri. Ég nefni aðeins þetta eina dæmi um brottrekstur fyrir það eitt að láta í ljós óskir um umbætur, en þau eru svo sannarlega fleiri. Hvað var ósatt? Í yfirlýsingu lögmannsins er því haldið fram að ummæli sem við sendum frá okkur í nefndu opnu bréfi séu ósönn. Þegar lygar eru bornar upp á fólk opinberlega og það af manneskju sem í krafti stöðu sinnar og starfsheitis hlýtur að reikna með að orð hennar séu ekki metin léttvæg og innantóm, verður að krefjast þess að áburðurinn sé rökstuddur. Það er því skýlaus krafa mín að lögmaðurinn greini frá því hvað í bréfinu var ósatt og rökstyðji það en biðjist afsökunar ella. Höfundur er fyrrverandi leikskólastjóri á Sælukoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Starfsemi Sælukots Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Svar við yfirlýsingu Lilju Margrétar Olsen lögmanns Sælukots í Vísi 1. desember síðastliðinn. Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. Hann heldur því fram að við, fyrrverandi starfsfólk og skjólstæðingar Sælukots förum með ósannindi í bréfi því sem við sendum á fjölmiðla og þær stofnanir samfélagsins sem hafa með málefni leikskóla og barna að gera, 15. nóvember síðastliðinn. Lögmannsins vegna er vonandi að hann geri sér ekki grein fyrir þeim ósannindum sem felast í yfirlýsingu hans. Því ætla ég að fræða hann og lesendur um nokkrar staðreyndir þessa máls. Kynferðislegt ofbeldi Það var ekki tekið á ásökunum á hendur starfsmanni leikskólans um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni með eðlilegum hætti þegar það kom upp í september 2020. Þá var ég nýráðinn leikskólastjóri, í 40% starfshlutfalli, og málinu var haldið kirfilega leyndu fyrir mér af rekstrarstjóra leikskólans og Sælutröð. Auk þess var starfsmaðurinn ennþá við vinnu á Sælukoti eftir að kvartanir komu fram í annað sinn, 20. júní síðastliðinn. Það var ekki fyrr en málið kom fram í fjölmiðlum, í byrjun ágúst, að starfsfólk leikskólans heyrði fyrst af þessu alvarlega máli. Þá var ég reyndar hætt störfum. Ég var rekin þann 3. júní eftir að hafa farið fram á umbætur við leikskólann. Umræddur starfsmaður sást síðast við leikskólann fyrir stuttu síðan. Það er því hvorki rétt hjá lögmanninum að rekstrarstjóri leikskólans hafi tekið ábendingum Barnaverndar Reykjavíkur alvarlega né að starfsmaðurinn hafi verið tafarlaust sendur í leyfi. Það er heldur ekki rétt hjá honum að rannsókn málsins sé hætt. Málið er enn opið hjá Barnavernd og því lýkur ekki fyrr en rannsókn Lögreglu á því er lokið. Friður um starfsemi Sælukots Í yfrilýsingunni er því haldið fram að friður hafi ríkt um starfsemi Sælukots undanfarin ár. Þvert á móti hafa miklir erfiðleikar einkennt samstarf við núverandi rekstrarstjóra leikskólans. Í hópnum sem skrifaði undir bréfið og sent var um miðjan síðasta mánuð er starfsfólk sem vann við leikskólann fyrir meira en fimm árum síðan. Það starfsfólk hafði reynt að koma fram með sínar athugasemdir bæði innan skólans og við Reykjavíkurborg. Í bréfinu er að finna alvarlegar lýsingar á andlegu ofbeldi rekstrarstjórans í garð, oft á tíðun ungs og ómótaðs fólks, sem í sakleysi sínu gleypti við fallegri stefnu leikskólans. Ennfremur er þar að finna lýsingar foreldra á tíðum mannaskiptum, manneklu og óöryggi sem fylgir því. Sumar af þeim lýsa vanrækslu á börnum. Ef skapa á ró um starfsemi Sælukots þurfa að eiga sér stað miklar breytingar á stjórnarháttum leikskólans. Það er ekki nóg að hafa í frammi fögur orð um frið á jörðu og góðvild. Fólk þarf líka að koma vel fram við aðra. Af hverju er allt starfsfólkið fyrrverandi? Ástæðan fyrir því að þeir starfsmenn sem undirrituðu bréfið 15. nóvember síðastliðinn voru allir fyrrverandi er sú að ef starfsmenn kvörtuðu innan leikskólans, sem er eðlilegt að gert sé, áður en kvartanirnar eru sendar opinberum aðilum og fjölmiðlum, eru þeir umsvifalaust reknir. Áður en umrætt bréf var sent, höfðu starfsmenn afhent rekstrarstjóra bréf með umkvörtunum og hugmyndum um hvernig laga mætti ýmsan vanda innan leikskólans. Slíkt er brottrekstrarsök á Sælukoti. Til dæmis var ég þá rekin umsvifalaust og meinaður aðgangur að netpósti leikskólans, þannig að ég gat hvorki kvatt foreldra né starfsfólk eða tilkynnt um ástandið. Ég varð sjálf að sjá til þess að Reykjavíkurborg fengi upplýsingar um að ég væri ekki lengur leikskólastjóri. Ég nefni aðeins þetta eina dæmi um brottrekstur fyrir það eitt að láta í ljós óskir um umbætur, en þau eru svo sannarlega fleiri. Hvað var ósatt? Í yfirlýsingu lögmannsins er því haldið fram að ummæli sem við sendum frá okkur í nefndu opnu bréfi séu ósönn. Þegar lygar eru bornar upp á fólk opinberlega og það af manneskju sem í krafti stöðu sinnar og starfsheitis hlýtur að reikna með að orð hennar séu ekki metin léttvæg og innantóm, verður að krefjast þess að áburðurinn sé rökstuddur. Það er því skýlaus krafa mín að lögmaðurinn greini frá því hvað í bréfinu var ósatt og rökstyðji það en biðjist afsökunar ella. Höfundur er fyrrverandi leikskólastjóri á Sælukoti.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun