Eigandi Dimmu er í áfalli: Lausir hundar drápu kött á hrottalegan hátt Árni Sæberg skrifar 26. desember 2021 20:52 Hundarnir urðu Dimmu að bana á Þorláksmessu. Aðsend/Facebook Agnes Gróa Jónsdóttir, eigandi kattar sem tveir hundar drápu með hrottalegum hætti á Þorláksmessu, segir köttinn Dimmu hafa verið sér allt og að hún ætli að kæra málið til lögreglu. Á Þorláksmessu tilkynntu íbúar í Langholtshverfi í Reykjavík að þeir hefðu orðið vitni að því þegar tveir stórir hundar réðust á kött og drápu hann, í hverfishópi Langholtshverfis á Facebook. „Eftirköstin eru vægast sagt hryllileg í garðinum hjá okkur,“ segir í færslunni. Í gær fékk Agnes Gróa Jónsdóttir staðfestingu þess efnis að um köttinn hennar, Dimmu, hafi verið að ræða. Hún er nýflutt í hverfið og Dimma hafði verið týnd í tvo daga áður er staðfestingin barst. „Ég er mikill einfari og búin að vera mikið ein, þessi köttur bara bjargaði lífi mínu,“ segir Agnes Gróa sem er eðli málsins samkvæmt í töluverðu uppnámi. Agnes Gróa og Dimma voru mjög nánar.Aðsend Hún segir sérstaklega sárt að vita til þess að Dimma hafi þjáðst mikið en hún hefur fengið lýsingar á því hvernig hundarnir drápu Dimmu á hrottalegan hátt. Ekki verður farið nánar út í þær lýsingar hér. „Það hefði verið miklu skárra að það hefði verið keyrt á hana,“ segir hún. Hún kann nágrönnum sínum bestu þakkir fyrir viðbrögð sín. „Sem betur fer er til gott fólk í heiminum sem fór með hana upp á dýraspítala,“ segir hún. Ekki fyrsta fórnarlamb hundanna Agnes Gróa segist hafa áreiðanlegar heimildir annarra íbúa hverfisins fyrir því að Dimma sé í minnsta lagi fjórði kötturinn sem umræddir hundar drepa. Hún segir það margumtalað í hverfinu hvernig hundunum er leyft að ráfa um afskiptir. Umræður í íbúahópi Langholtshverfis virðast staðfesta það. Þar er meðal annars talað um að margoft sé búið að tilkynna hundana til Dýraþjónustu Reykjavíkur og Matvælastofnunar. Agnes Gróa áréttar þó að hún kenni hundunum ekki um og að sökin sé alfarið hjá eigendum þeirra. Hún gagnrýnir einnig viðbrögð yfirvalda en þrátt fyrir að dýraþjónusta Reykjavíkur hafi fangað hundana eftir árásina hafi þeim strax verið skilað til eigenda. Þá segist hún hafa heyrt af því að sést hafi til hundanna á vappi um hverfið í gær. Hún telur sig vita hverjir eigendur hundanna eru og segist ætla alla leið með málið. Hún ætli að leggja fram kæru hjá lögreglu strax í fyrramálið og hvetur eigendur annarra katta, sem lenta hafa í hundunum, að gera slíkt hið sama. Hún geti ekki ekki hugsað sér að hundarnir gangi áfram lausir um hverfið enda eigi hún annan kött sem hún óttast nú um. „Þetta eru útikettir og maður á að geta treyst á að þeir séu öruggir úti,“ segir hún. Dýr Reykjavík Gæludýr Kettir Hundar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Á Þorláksmessu tilkynntu íbúar í Langholtshverfi í Reykjavík að þeir hefðu orðið vitni að því þegar tveir stórir hundar réðust á kött og drápu hann, í hverfishópi Langholtshverfis á Facebook. „Eftirköstin eru vægast sagt hryllileg í garðinum hjá okkur,“ segir í færslunni. Í gær fékk Agnes Gróa Jónsdóttir staðfestingu þess efnis að um köttinn hennar, Dimmu, hafi verið að ræða. Hún er nýflutt í hverfið og Dimma hafði verið týnd í tvo daga áður er staðfestingin barst. „Ég er mikill einfari og búin að vera mikið ein, þessi köttur bara bjargaði lífi mínu,“ segir Agnes Gróa sem er eðli málsins samkvæmt í töluverðu uppnámi. Agnes Gróa og Dimma voru mjög nánar.Aðsend Hún segir sérstaklega sárt að vita til þess að Dimma hafi þjáðst mikið en hún hefur fengið lýsingar á því hvernig hundarnir drápu Dimmu á hrottalegan hátt. Ekki verður farið nánar út í þær lýsingar hér. „Það hefði verið miklu skárra að það hefði verið keyrt á hana,“ segir hún. Hún kann nágrönnum sínum bestu þakkir fyrir viðbrögð sín. „Sem betur fer er til gott fólk í heiminum sem fór með hana upp á dýraspítala,“ segir hún. Ekki fyrsta fórnarlamb hundanna Agnes Gróa segist hafa áreiðanlegar heimildir annarra íbúa hverfisins fyrir því að Dimma sé í minnsta lagi fjórði kötturinn sem umræddir hundar drepa. Hún segir það margumtalað í hverfinu hvernig hundunum er leyft að ráfa um afskiptir. Umræður í íbúahópi Langholtshverfis virðast staðfesta það. Þar er meðal annars talað um að margoft sé búið að tilkynna hundana til Dýraþjónustu Reykjavíkur og Matvælastofnunar. Agnes Gróa áréttar þó að hún kenni hundunum ekki um og að sökin sé alfarið hjá eigendum þeirra. Hún gagnrýnir einnig viðbrögð yfirvalda en þrátt fyrir að dýraþjónusta Reykjavíkur hafi fangað hundana eftir árásina hafi þeim strax verið skilað til eigenda. Þá segist hún hafa heyrt af því að sést hafi til hundanna á vappi um hverfið í gær. Hún telur sig vita hverjir eigendur hundanna eru og segist ætla alla leið með málið. Hún ætli að leggja fram kæru hjá lögreglu strax í fyrramálið og hvetur eigendur annarra katta, sem lenta hafa í hundunum, að gera slíkt hið sama. Hún geti ekki ekki hugsað sér að hundarnir gangi áfram lausir um hverfið enda eigi hún annan kött sem hún óttast nú um. „Þetta eru útikettir og maður á að geta treyst á að þeir séu öruggir úti,“ segir hún.
Dýr Reykjavík Gæludýr Kettir Hundar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira