Er öryggi kennara og nemenda minna virði? Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 1. janúar 2022 09:30 Grunnskólar eiga að vera einn öruggasti staður til að vera á og því eru kennarar furðu lostnir yfir einarðri afstöðu mennta- og barnamálaráðherra ríkisstjórnar Íslands um að hunsa með öllu tilmæli sóttvarnarlæknis um skólabyrjun á nýju ári. Með öryggi nemenda og kennara í hug hefur sóttvarnarlæknir lagt til að skólastarf í grunnskólum hefjist ekki fyrr en 10. janúar nk., en ráðherra tilkynnti opinberlega, án samráðs við kennara, að kennsla hæfist samkvæmt óbreyttu skipulagi. Þegar litið er er yfir sviðið og horft á þá nöturlegu staðreynd að smit hafa aldrei verið fleiri en einmitt nú, enn ein bylgjan er að ná hámarki og nemendur og kennarar líklega aldrei verið jafn varnarlausir fyrir smitum, ákveður ráðherra skyndilega að gera ekki það sem ætíð hefur verið gert í þessum skæða faraldri; að fylgja ráðleggingum sóttvarnarlæknis. Á fundi formanns Félags grunnskólakennara með menntamálaráðherra í gær, var ráðherra gert það alveg ljóst að grunnskólakennarar eru afar ósáttir við þessa ákvörðun og er í raun hægt að tala um vatnaskil þegar ráðherra ákveður, þvert á ráðleggingar okkar færustu sérfræðinga og vísindamanna, að hefja skólastarf svona snemma á jafn viðkvæmum tíma og nú. Þeirri afstöðu var skýrt komið á framfæri við ráðherra. Rökstuðningur ráðherra um að opnir grunnskólar væru lykilatriði fyrir íslenskt samfélag mætir að sjálfsögðu skilningi kennara, enda vita þeir sem er að mikilvægi kennara og kennslu skipta sköpum. Rökin sem lögð eru fram mega þó ekki draga úr trúverðuleika og trausti sem samfélagið hefur haft til þeirra aðgerða sem þarf að grípa til vegna sóttvarnar aðgerða stjórnvalda, þrátt fyrir að þær séu oft bæði íþyngjandi og erfiðar. Mikilvægt er að ekki komi til gliðnunar í samskiptum almennings og yfirvalda. Félag grunnskólakennara hefur sýnt ríkan samstarfsvilja við yfirvöld en harmar þann skort á samráði sem hér er á ferðinni og bendir á að sú ákvörðun ráðherra að fresta ekki skólastarfi, er alfarið á hans ábyrgð og ríkisstjórnarinnar. Yfirlýstur vilji ráðherra til samráðs við grunnskólakennara á næstu dögum og vikum til að átta sig á stöðu kennara í faraldrinum – og raunar um önnur hagsmunamál – er lofsverður, en í ljós verður að koma hvort þetta er aðeins í orði en ekki á borði. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Grunnskólar Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Grunnskólar eiga að vera einn öruggasti staður til að vera á og því eru kennarar furðu lostnir yfir einarðri afstöðu mennta- og barnamálaráðherra ríkisstjórnar Íslands um að hunsa með öllu tilmæli sóttvarnarlæknis um skólabyrjun á nýju ári. Með öryggi nemenda og kennara í hug hefur sóttvarnarlæknir lagt til að skólastarf í grunnskólum hefjist ekki fyrr en 10. janúar nk., en ráðherra tilkynnti opinberlega, án samráðs við kennara, að kennsla hæfist samkvæmt óbreyttu skipulagi. Þegar litið er er yfir sviðið og horft á þá nöturlegu staðreynd að smit hafa aldrei verið fleiri en einmitt nú, enn ein bylgjan er að ná hámarki og nemendur og kennarar líklega aldrei verið jafn varnarlausir fyrir smitum, ákveður ráðherra skyndilega að gera ekki það sem ætíð hefur verið gert í þessum skæða faraldri; að fylgja ráðleggingum sóttvarnarlæknis. Á fundi formanns Félags grunnskólakennara með menntamálaráðherra í gær, var ráðherra gert það alveg ljóst að grunnskólakennarar eru afar ósáttir við þessa ákvörðun og er í raun hægt að tala um vatnaskil þegar ráðherra ákveður, þvert á ráðleggingar okkar færustu sérfræðinga og vísindamanna, að hefja skólastarf svona snemma á jafn viðkvæmum tíma og nú. Þeirri afstöðu var skýrt komið á framfæri við ráðherra. Rökstuðningur ráðherra um að opnir grunnskólar væru lykilatriði fyrir íslenskt samfélag mætir að sjálfsögðu skilningi kennara, enda vita þeir sem er að mikilvægi kennara og kennslu skipta sköpum. Rökin sem lögð eru fram mega þó ekki draga úr trúverðuleika og trausti sem samfélagið hefur haft til þeirra aðgerða sem þarf að grípa til vegna sóttvarnar aðgerða stjórnvalda, þrátt fyrir að þær séu oft bæði íþyngjandi og erfiðar. Mikilvægt er að ekki komi til gliðnunar í samskiptum almennings og yfirvalda. Félag grunnskólakennara hefur sýnt ríkan samstarfsvilja við yfirvöld en harmar þann skort á samráði sem hér er á ferðinni og bendir á að sú ákvörðun ráðherra að fresta ekki skólastarfi, er alfarið á hans ábyrgð og ríkisstjórnarinnar. Yfirlýstur vilji ráðherra til samráðs við grunnskólakennara á næstu dögum og vikum til að átta sig á stöðu kennara í faraldrinum – og raunar um önnur hagsmunamál – er lofsverður, en í ljós verður að koma hvort þetta er aðeins í orði en ekki á borði. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun