Ættum að draga okkur inn í skel til að halda atvinnulífinu gangandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. janúar 2022 12:41 Víðir Reynisson er áhyggjufullur yfir stöðunni. Vísir/Arnar Allar hugmyndir um að veita atvinnurekendum vald til að kalla fólk í sóttkví í vinnu hafa verið slegnar út af borðinu. Almannavarnir reyna nú að finna nýjar lausnir til að geta haldið atvinnulífinu á floti næstu vikur á meðan metfjöldi Íslendinga er í einangrun og sóttkví. Almannavarnir kynntu hugmyndir sínar um nýtt fyrirkomulag á vinnusóttkví á gamlársdag sem fól í sér að atvinnurekendur gætu sjálfir ákveðið hvort launafólk í sóttkví ætti að sækja vinnu í svokallaðri vinnusóttkví. Þetta var þó dregið til baka eftir hávær mótmæli verkalýðshreyfingarinnar. „Nei, ég lít svo á að þessar hugmyndir sem voru kynntar okkur á morgni gamlársdags séu algjörlega út af borðinu og það eru ekki viðræður um að endurvekja þær,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Því verður fyrirkomulag vinnusóttkvíar óbreytt; það er að segja að atvinnurekendur með mikilvæga starfsemi sækja um það hjá almannavörnum að starfsmenn þeirra fái að fara í vinnusóttkví. Hingað til hefur aðeins mjög mikilvæg starfsemi fengið slíka undanþágu frá venjulegri sóttkví en til skoðunar er að leyfa fleiri fyrirtækjum að fara þessa leið. „Þetta snýst um það hvaða fyrirtæki það eru sem að uppfylla þau skilyrði núna fyrir að fá vinnusóttkvína, hvort að þau séu eitthvað að breytast eða ekki. Þetta hefur verið mjög þröngt túlkað hingað til,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavörnum. Janúar verður mjög erfiður Mannekla hjá almannavörnum er slík að þeim hefur gengið illa að sinna öllum beiðnum atvinnurekenda um að fá að kalla inn starfsfólk í vinnusóttkví. Það var ein helsta ástæða þess að fyrri leið um að færa þetta vald í hendur atvinnurekenda átti að vera farin. Nú er verið að reyna að fá inn fólk til almannavarna til að sinna þessum beiðnum og er vonast til að það verði hægt að leysa vandann hratt á næstu dögum. Hann hefur miklar áhyggjur af atvinnulífinu og samfélaginu öllu næstu vikurnar sem gæti verið í þann mund að staðna. Eins og er eru 14 þúsund manns í sóttkví eða einangrun. „Þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif og ég held að það sé alveg ljóst að janúar verður bara mjög erfiður í samfélaginu bara vegna fjölda smita. Það er alveg ljóst. Það eina sem við getum öll reynt að gera er að draga okkur inn í skel og hafa samskipti við sem fæst, það minnkar líkurnar á að við smitumst. Og að menn einbeiti sér bara að því að gera það sem er algjörlega nauðsynlegt og annað ekki. Ég held að það sé bara staðan sem við erum í,“ segir Víðir og bendir á lönd í kring um okkur sem eru komin nokkrum vikum á undan okkur í ferlinu. Þar sé staðan orðin gríðarlega alvarleg vegna fjölda fólks í einangrun. Almannavarnir Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Almannavarnir kynntu hugmyndir sínar um nýtt fyrirkomulag á vinnusóttkví á gamlársdag sem fól í sér að atvinnurekendur gætu sjálfir ákveðið hvort launafólk í sóttkví ætti að sækja vinnu í svokallaðri vinnusóttkví. Þetta var þó dregið til baka eftir hávær mótmæli verkalýðshreyfingarinnar. „Nei, ég lít svo á að þessar hugmyndir sem voru kynntar okkur á morgni gamlársdags séu algjörlega út af borðinu og það eru ekki viðræður um að endurvekja þær,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Því verður fyrirkomulag vinnusóttkvíar óbreytt; það er að segja að atvinnurekendur með mikilvæga starfsemi sækja um það hjá almannavörnum að starfsmenn þeirra fái að fara í vinnusóttkví. Hingað til hefur aðeins mjög mikilvæg starfsemi fengið slíka undanþágu frá venjulegri sóttkví en til skoðunar er að leyfa fleiri fyrirtækjum að fara þessa leið. „Þetta snýst um það hvaða fyrirtæki það eru sem að uppfylla þau skilyrði núna fyrir að fá vinnusóttkvína, hvort að þau séu eitthvað að breytast eða ekki. Þetta hefur verið mjög þröngt túlkað hingað til,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavörnum. Janúar verður mjög erfiður Mannekla hjá almannavörnum er slík að þeim hefur gengið illa að sinna öllum beiðnum atvinnurekenda um að fá að kalla inn starfsfólk í vinnusóttkví. Það var ein helsta ástæða þess að fyrri leið um að færa þetta vald í hendur atvinnurekenda átti að vera farin. Nú er verið að reyna að fá inn fólk til almannavarna til að sinna þessum beiðnum og er vonast til að það verði hægt að leysa vandann hratt á næstu dögum. Hann hefur miklar áhyggjur af atvinnulífinu og samfélaginu öllu næstu vikurnar sem gæti verið í þann mund að staðna. Eins og er eru 14 þúsund manns í sóttkví eða einangrun. „Þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif og ég held að það sé alveg ljóst að janúar verður bara mjög erfiður í samfélaginu bara vegna fjölda smita. Það er alveg ljóst. Það eina sem við getum öll reynt að gera er að draga okkur inn í skel og hafa samskipti við sem fæst, það minnkar líkurnar á að við smitumst. Og að menn einbeiti sér bara að því að gera það sem er algjörlega nauðsynlegt og annað ekki. Ég held að það sé bara staðan sem við erum í,“ segir Víðir og bendir á lönd í kring um okkur sem eru komin nokkrum vikum á undan okkur í ferlinu. Þar sé staðan orðin gríðarlega alvarleg vegna fjölda fólks í einangrun.
Almannavarnir Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent