Vaxtaverkir í leikskólamálum í Urriðaholti Vera Rut Ragnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 08:01 Samkvæmt skilgreiningu orðabókar þýðir „vaxtaverkur“ meðal annars stundarörðuleikar tengdir örri þróun. Um 70% íbúa í Urriðaholti eru undir fertugu og um 16% íbúa hverfisins eru börn á leikskólaaldri. Þess má geta að meðaltal leikskólabarna er almennt um 7% í sveitarfélögum. Skipulag hverfisins gerir ráð fyrir tveimur leikskólum auk grunnskóla. Við skipulag Urriðaholts var ekki gert ráð fyrir jafn ungri íbúasamsetningu og úr varð, hvað þá svona mörgum leikskólabörnum. Þar spila fjölmargir þættir inn í en skortur á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, lágir vextir og aðdráttarafl hverfisins hafa gert það að einum vinsælasta kosti síðustu ára. Fleiri börn á leikskóla en ætlað var 212 leikskólabörn eru í leikskóladeild Urriðaholtsskóla og ekki er hægt að taka við fleirum, enda leikskólinn ekki ætlaður nema 140 börnum á sex deildum. Stjórnendur skólans hafa unnið gott starf og reynt eftir fremsta megni að vinna lausnamiðað svo öllum líði vel. Þá hefur elstu börnum á leikskólanum verið komið fyrir í skólastofum grunnskólans, dóttir mín er á meðal þeirra barna. Aðstaðan sem leikskólabörn nota tímabundið verður ætluð frístund og tónment. Ekki þrengt að grunnskólabörnum Á grunnskólastigi Urriðaholsskóla eru 150 börn, elsti bekkurinn núna er 7. bekkur en verður 10. bekkur. Elstu börn skólans byrjuðu í 4. bekk og skólinn vex með þeim og því verða þau alltaf elsti bekkur skólans. Þar sem nemendur á grunnskólastigi eru ekki fleiri fleiri þrengir það ekki að grunnskólabörnum að leikskólinn fái tímabundið rými að láni til að mæta tímabundnum vexti. Það er mikilvægt að taka það fram að list- og verkgreinar eru kenndar í skólanum, ég las nýlega grein þar sem þar var sagt að svo væri ekki en mér finnst mikilvægt að leiðrétta. Ábyrgar framkvæmdir Bærinn fór ábyrgt í framkvæmdir í Urriðaholti og byggði hraða uppbyggingarinnar á fyrirliggjandi gögnum um líklega íbúasamsetningu miðað við fyrri uppbyggingu hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Það er því um margt óvenjuleg staða sem upp hefur komið í Urriðaholtinu, enda fjöldi leikskólabarna langt umfram það sem nokkrar spár gerðu ráð fyrir. Við erum góðu vön og viljum það besta Hér í Garðabæ erum við góðu vön og viljum hafa það þannig áfram. Börn komast enn um 12 mánaða á leikskóla þó að það sé ekki endilega í hverfinu sem við búum í í fyrstu. Garðabær fór í það að byggja leikskólann Mánahvol, sem verður átta deilda leikskóli úr færanlegum einingum til að mæta þeirri tímabundnu þörf sem til staðar er í Urriðaholti meðal annars, en skólinn mun einnig nýtast þegar uppbygging hefst í Hnoðraholti á komandi árum. Til stendur að koma færanlegum einingum einnig fyrir á Holtsvegi á meðan leikskólin þar er í byggingu og börnin sem færu þangað myndu færast í varnalegt húsnæði þegar það er tilbúið. Það verður þó að nefna að húsnæði er ekki allt sem þarf til að reka leikskóla, stór hluti vandamála leikskólanna í landinu er mannekla og Garðabær er því ekki undanskilin. Nú þegar hefur verið farið í mikið markaðsátak til þess að laða að starfsfólk auk þess sem Garðabær hvetur starfsfólks leikskóla til náms og styður það. Hverfin eldast og breytast Ég minnist þess þegar ég var 6 ára í Flataskóla árið 1996, þá var húsnæði skólans sprungið og færanlegum húsum var komið fyrir á skólalóðinni. Fyrsta árið mitt í grunnskóla var ég í færanlegu húsnæði en í þá daga voru vaxtaverkirnir í Flataskóla. Byggt var við skólann til að mæta þeirri þörf en síðan þá hefur hverfið elst, foreldrar jafnaldra minna búa enn þá í grennd við skólann en við erum fullorðin og farin að heiman. Í dag eru færanlegu húsin farin og leikskóladeild komin í skólann þar sem barnafjöldi dróst saman. Til framtíðar má gera ráð fyrir að Flatirnar yngist upp aftur og Flataskóli verði aftur fullnýttur, en sú staða er einmitt uppi nú um stundir í Garðaskóla, þar sem nemendafjöldi hefur aftur náð miklum hæðum eftir að mikil fækkun varð þegar Álftanesskóli tók unglingadeild inn og 7. bekkur færðist aftur í hina hefðbundnu grunnskóla. Það er ekki sjálfgefið að allir innviðir séu komnir til á undan byggð, þó þess væri óskandi. Sem foreldri í Urriðaholtsskóla er ég þakklát því góða starfi sem þar á sér stað og þakklát einstaklega lausnamiðaðri hugsun skólastjórnenda. Höfundur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og ánægt foreldri í Urriðaholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt skilgreiningu orðabókar þýðir „vaxtaverkur“ meðal annars stundarörðuleikar tengdir örri þróun. Um 70% íbúa í Urriðaholti eru undir fertugu og um 16% íbúa hverfisins eru börn á leikskólaaldri. Þess má geta að meðaltal leikskólabarna er almennt um 7% í sveitarfélögum. Skipulag hverfisins gerir ráð fyrir tveimur leikskólum auk grunnskóla. Við skipulag Urriðaholts var ekki gert ráð fyrir jafn ungri íbúasamsetningu og úr varð, hvað þá svona mörgum leikskólabörnum. Þar spila fjölmargir þættir inn í en skortur á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, lágir vextir og aðdráttarafl hverfisins hafa gert það að einum vinsælasta kosti síðustu ára. Fleiri börn á leikskóla en ætlað var 212 leikskólabörn eru í leikskóladeild Urriðaholtsskóla og ekki er hægt að taka við fleirum, enda leikskólinn ekki ætlaður nema 140 börnum á sex deildum. Stjórnendur skólans hafa unnið gott starf og reynt eftir fremsta megni að vinna lausnamiðað svo öllum líði vel. Þá hefur elstu börnum á leikskólanum verið komið fyrir í skólastofum grunnskólans, dóttir mín er á meðal þeirra barna. Aðstaðan sem leikskólabörn nota tímabundið verður ætluð frístund og tónment. Ekki þrengt að grunnskólabörnum Á grunnskólastigi Urriðaholsskóla eru 150 börn, elsti bekkurinn núna er 7. bekkur en verður 10. bekkur. Elstu börn skólans byrjuðu í 4. bekk og skólinn vex með þeim og því verða þau alltaf elsti bekkur skólans. Þar sem nemendur á grunnskólastigi eru ekki fleiri fleiri þrengir það ekki að grunnskólabörnum að leikskólinn fái tímabundið rými að láni til að mæta tímabundnum vexti. Það er mikilvægt að taka það fram að list- og verkgreinar eru kenndar í skólanum, ég las nýlega grein þar sem þar var sagt að svo væri ekki en mér finnst mikilvægt að leiðrétta. Ábyrgar framkvæmdir Bærinn fór ábyrgt í framkvæmdir í Urriðaholti og byggði hraða uppbyggingarinnar á fyrirliggjandi gögnum um líklega íbúasamsetningu miðað við fyrri uppbyggingu hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Það er því um margt óvenjuleg staða sem upp hefur komið í Urriðaholtinu, enda fjöldi leikskólabarna langt umfram það sem nokkrar spár gerðu ráð fyrir. Við erum góðu vön og viljum það besta Hér í Garðabæ erum við góðu vön og viljum hafa það þannig áfram. Börn komast enn um 12 mánaða á leikskóla þó að það sé ekki endilega í hverfinu sem við búum í í fyrstu. Garðabær fór í það að byggja leikskólann Mánahvol, sem verður átta deilda leikskóli úr færanlegum einingum til að mæta þeirri tímabundnu þörf sem til staðar er í Urriðaholti meðal annars, en skólinn mun einnig nýtast þegar uppbygging hefst í Hnoðraholti á komandi árum. Til stendur að koma færanlegum einingum einnig fyrir á Holtsvegi á meðan leikskólin þar er í byggingu og börnin sem færu þangað myndu færast í varnalegt húsnæði þegar það er tilbúið. Það verður þó að nefna að húsnæði er ekki allt sem þarf til að reka leikskóla, stór hluti vandamála leikskólanna í landinu er mannekla og Garðabær er því ekki undanskilin. Nú þegar hefur verið farið í mikið markaðsátak til þess að laða að starfsfólk auk þess sem Garðabær hvetur starfsfólks leikskóla til náms og styður það. Hverfin eldast og breytast Ég minnist þess þegar ég var 6 ára í Flataskóla árið 1996, þá var húsnæði skólans sprungið og færanlegum húsum var komið fyrir á skólalóðinni. Fyrsta árið mitt í grunnskóla var ég í færanlegu húsnæði en í þá daga voru vaxtaverkirnir í Flataskóla. Byggt var við skólann til að mæta þeirri þörf en síðan þá hefur hverfið elst, foreldrar jafnaldra minna búa enn þá í grennd við skólann en við erum fullorðin og farin að heiman. Í dag eru færanlegu húsin farin og leikskóladeild komin í skólann þar sem barnafjöldi dróst saman. Til framtíðar má gera ráð fyrir að Flatirnar yngist upp aftur og Flataskóli verði aftur fullnýttur, en sú staða er einmitt uppi nú um stundir í Garðaskóla, þar sem nemendafjöldi hefur aftur náð miklum hæðum eftir að mikil fækkun varð þegar Álftanesskóli tók unglingadeild inn og 7. bekkur færðist aftur í hina hefðbundnu grunnskóla. Það er ekki sjálfgefið að allir innviðir séu komnir til á undan byggð, þó þess væri óskandi. Sem foreldri í Urriðaholtsskóla er ég þakklát því góða starfi sem þar á sér stað og þakklát einstaklega lausnamiðaðri hugsun skólastjórnenda. Höfundur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og ánægt foreldri í Urriðaholti.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun