Þegar grunnskólakennarar, leikskólakennarar, stuðningsfulltrúar, félagsráðgjafar og annað fólk samþykkir ofbeldi gegn barni Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 20. febrúar 2022 17:30 Eftir að kennara voru dæmdar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar má segja að samfélagið hafi skipst í tvær fylkingar; með og á móti ofbeldi gegn barni. Af málinu og umræðunni á samfélagsmiðlum geta börnin okkar dregið þann lærdóm að: 1.Þú mátt beita barn ofbeldi ef þér finnst samkvæmt huglægu mati barnið eiga það skilið. 2.Það er í lagi að sýna dónaskap og vanvirðingu á samfélagsmiðlum Kommentin eru óvægin og fjalla í hnotskurn um illa uppalið barn, óhæfa foreldra og rétt kennarans til þess að slá barnið. Sem betur fer eru margir í skólasamfélaginu óhressir með þessa umræðu en þó er sumt af því fólki sem líkar við færslurnar fólk sem starfar með börnum. Leik- og grunnskólakennarar, stuðningsfulltrúar, félagsráðgjafar og fleira fólk sem umgengst börn alla daga. Í nýlegum pistli fjallar formaður grunnskólakennara um að sífellt yngri börn sýni kennurum virðingarleysi og að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Við ættum kannski að byrja hér. Í kommentakerfum fjölmiðla. Er þetta ásættanleg framkoma fullorðins fólks og þar á meðal starfsmanna skólasamfélagsins? Eftir að netverjar fengu útrás fyrir þá skoðun sína að barnið hafi verið óalandi og óferjandi kom í ljós að um ræðir barn sem hefur glímt við mikla vanlíðan og var m.a. með áverka á úlnlið eftir sjálfsskaða. Úlnliðinn sem kennarinn greip um. Að öllum líkindum hefur þetta barn ekki fengið nauðsynlega þjónustu vegna brotalama í kerfinu og biðlistastefnu stjórnvalda. Og lögfræðingur kennarans sem einnig starfar sem lögfræðingur félags grunnskólakennara hafði alveg örugglega vitneskju um stöðu þessa nemanda. Þrátt fyrir það er rituð frétt á vefsíðu félags grunnskólakennara með tilvísun í dóminn þar sem kemur fram einhliða umfjöllun um agavandamál nemandans. Er það sú virðing sem formaður félags grunnskólakennara vill að samfélagið læri að sýna? Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Eftir að kennara voru dæmdar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar má segja að samfélagið hafi skipst í tvær fylkingar; með og á móti ofbeldi gegn barni. Af málinu og umræðunni á samfélagsmiðlum geta börnin okkar dregið þann lærdóm að: 1.Þú mátt beita barn ofbeldi ef þér finnst samkvæmt huglægu mati barnið eiga það skilið. 2.Það er í lagi að sýna dónaskap og vanvirðingu á samfélagsmiðlum Kommentin eru óvægin og fjalla í hnotskurn um illa uppalið barn, óhæfa foreldra og rétt kennarans til þess að slá barnið. Sem betur fer eru margir í skólasamfélaginu óhressir með þessa umræðu en þó er sumt af því fólki sem líkar við færslurnar fólk sem starfar með börnum. Leik- og grunnskólakennarar, stuðningsfulltrúar, félagsráðgjafar og fleira fólk sem umgengst börn alla daga. Í nýlegum pistli fjallar formaður grunnskólakennara um að sífellt yngri börn sýni kennurum virðingarleysi og að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Við ættum kannski að byrja hér. Í kommentakerfum fjölmiðla. Er þetta ásættanleg framkoma fullorðins fólks og þar á meðal starfsmanna skólasamfélagsins? Eftir að netverjar fengu útrás fyrir þá skoðun sína að barnið hafi verið óalandi og óferjandi kom í ljós að um ræðir barn sem hefur glímt við mikla vanlíðan og var m.a. með áverka á úlnlið eftir sjálfsskaða. Úlnliðinn sem kennarinn greip um. Að öllum líkindum hefur þetta barn ekki fengið nauðsynlega þjónustu vegna brotalama í kerfinu og biðlistastefnu stjórnvalda. Og lögfræðingur kennarans sem einnig starfar sem lögfræðingur félags grunnskólakennara hafði alveg örugglega vitneskju um stöðu þessa nemanda. Þrátt fyrir það er rituð frétt á vefsíðu félags grunnskólakennara með tilvísun í dóminn þar sem kemur fram einhliða umfjöllun um agavandamál nemandans. Er það sú virðing sem formaður félags grunnskólakennara vill að samfélagið læri að sýna? Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar