Rýma hús á Patreksfirði og lýsa yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. febrúar 2022 19:40 Átta hús hafa nú verið rýmd á Patreksfirði. Mynd úr safni. VÍSIR/GÚSTAF GÚSTAFSSON Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og hafa því átta íbúðarhús verið rýmd á svæðinu. Óvissustig er nú í gildi vegna hættu á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. „Veðrið á Patreksfirði hefur versnað mikið, vindur er kominn í austan rúmlega 20 m/s á Brellum, það snjóar töluvert og skefur. Veðurspáin fyrir nóttina gerir ráð fyrir austan og norðaustan 20-28 m/s með talsverði snjókomu í nótt,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Að því er kemur fram í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum var ákvörðun tekin um að rýma húsin eftir að Veðurstofan lýsti yfir hættustigi í dag. Um er að ræða átta íbúðarhús, , annars vegar hús við Hóla og hins vegar hús við Mýra. Í heildina hafa 28 íbúar þurft að yfirgefa heimili sín tímabundið vegna hættustigsins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni féll minniháttar snjóflóð aðfaranótt sunnudags ofan við reitinn sem hefur nú verið rýmdur. „Varnargarður ver hluta reitsins en framkvæmdir eru hafnar við garð sem á að verja þann hluta sem nú hefur verið rýmdur,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Á norðanverðum Vestfjörðum, Ísafirði og nágrenni, er óvissustig í gildi vegna hættu á snjóflóðum. Ofanflóðaeftirlit Veðurstofu Íslands fylgist vel með aðstæðum og spá. Ekkert ferðaveður er á svæðinu í kvöld eða í nótt þar sem margir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir og getur færð sömuleiðis spillst með skömmum fyrirvara. Vesturbyggð Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Almannavarnir Tengdar fréttir Veðurvaktin: Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
„Veðrið á Patreksfirði hefur versnað mikið, vindur er kominn í austan rúmlega 20 m/s á Brellum, það snjóar töluvert og skefur. Veðurspáin fyrir nóttina gerir ráð fyrir austan og norðaustan 20-28 m/s með talsverði snjókomu í nótt,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Að því er kemur fram í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum var ákvörðun tekin um að rýma húsin eftir að Veðurstofan lýsti yfir hættustigi í dag. Um er að ræða átta íbúðarhús, , annars vegar hús við Hóla og hins vegar hús við Mýra. Í heildina hafa 28 íbúar þurft að yfirgefa heimili sín tímabundið vegna hættustigsins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni féll minniháttar snjóflóð aðfaranótt sunnudags ofan við reitinn sem hefur nú verið rýmdur. „Varnargarður ver hluta reitsins en framkvæmdir eru hafnar við garð sem á að verja þann hluta sem nú hefur verið rýmdur,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Á norðanverðum Vestfjörðum, Ísafirði og nágrenni, er óvissustig í gildi vegna hættu á snjóflóðum. Ofanflóðaeftirlit Veðurstofu Íslands fylgist vel með aðstæðum og spá. Ekkert ferðaveður er á svæðinu í kvöld eða í nótt þar sem margir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir og getur færð sömuleiðis spillst með skömmum fyrirvara.
Vesturbyggð Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Almannavarnir Tengdar fréttir Veðurvaktin: Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Veðurvaktin: Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34