Ísland skal tryggja grundvallamannréttindi fyrir öll Tatjana Latinovic skrifar 24. febrúar 2022 08:01 Það er sárara en orð fá lýst að geta ekki haldið því kinnroðalaust fram að Ísland og íslensk stjórnvöld standi vörð um réttindi kvenna hér landi. Fyrr í þessum mánuði voru birt drög að nýjum útlendingalögum þar sem brotið er á mannréttindum fólks sem leitar skjóls á Íslandi, og nú á allra seinustu dögum fréttist að dómsmálaráðherra hyggist ekki endurnýja samning við Rauða Kross Íslands um hagsmunagæslu til hælisleitenda, án þess að hafa tryggt hana á viðeigandi hátt. Allar breytingar á löggjöf sem skerða mannréttindi fólks og niðurskurður til samtaka sem vinna að réttargæslu fólks er váleg vegferð á umrótartímum þegar ófriður er í lofti og ástand í heiminum verður sífellt ótryggara. Ég skora á íslensk stjórnvöld að sýna manngæsku og mannúð í verki. Kvenréttindafélag Íslands stendur vörð um jafnrétti allra og þess vegna sendi stjórn félagsins í vikunni eftirfarandi ályktun: Ályktun Kvenréttindafélags Íslands Það vekur ugg að fylgjast með brotum á mannréttindum kvenna sem minnst mega sín og sem koma til Íslands í von að bjarga lífi sínu. Nú hefur dómsmálaráðherra gefið út drög að frumvarpi til laga breytingum á útlendingalögum nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) og lögum um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002 (atvinnuleyfi) þar sem ekki er tekið tillit til sérstakrar stöðu kvenna eða annarra jaðarhópa, ekkert jafnréttismat hefur verið framkvæmt og hunsuð eru þau ólíku áhrif sem breytingum á lögunum hafa á stöðu kynjanna. Það segir eitthvað um stöðu jafnréttismála á Íslandi þegar æðstu stjórnvöld fara ekki eftir sínum eigin reglum um samþættingu jafnréttissjónarmiða. Jafnréttisparadísin Ísland? Íslensk stjórnvöld hafa verið dugleg að hreykja sér af jafnréttisparadísinni okkar við hvert tækifæri bæði heima og erlendis. Konur koma hingað í von að geta fengið sanngjarna meðferð en þeim er oftar en ekki hent út úr landi áður en þær geta talað fyrir sínu máli, sem er grunnkrafa allra lýðræðislega réttarkerfa. Íslendingar eru frægir á alþjóðlegum vettvangi fyrir að hafa þróað alls konar lausnir, lög og reglugerðir til að jafna hlut kynjanna. Þetta á að ná til allra á Íslandi, ekki bara okkar sem innfædd eru heldur einnig til okkar sem flytja hingað og okkar sem leita hér verndar. Aðgerðir til að ná kynjajafnrétti eiga að ná til allra kvenna, líka kvenna á flótta. Kynjasjónarmið þurfa því að vera höfð í huga við úrvinnslu allra mála, líkt og breytingum á útlendingalögum. Kvenréttindafélagið hvetur stjórnvöld til að standa með mannréttindum Samhliða þessum frumvarpsdrögum hafa stjórnvöld rift samningi sínum við einn mikilvægasta málsvari hælisleitenda, Rauða Kross Íslands, svo þau geta ekki lengur haldið uppi lögfræðiaðstoð til hælisleitenda. Þar með er grafið undan þekkingu og reynslu innan stjórnsýslunnar til að sinna málaflokknum. Íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir alþjóðlegar skuldbindingar til að vernda konur, þar með talið þær sem eru á flótta, sáttmála líkt og Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali og Istanbúlsamninginn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum. Kvenréttindafélagi Íslands þykir enn fremur leitt að sjá að ákvarðanir dómsmálaráðherra í útlendingamálum ganga þvert á gildandi stjórnarsáttmála, en þar kemur fram að jafnrétti kynjanna sé mikilvægur þáttur í heilbrigðu samfélagi og verði áfram forgangsmál. Mikilvægt er að stjórnvöld framfylgi stjórnarsáttmálanum og tryggi það að kynjajafnrétti gildi fyrir alla, óháð uppruna og samfélagsstöðu. Stöndum vörð um jafnrétti Kvenréttindafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar að standa vörð um konur og enn fremur til að standa vörð grundvallargildi íslensks samfélags, jafnrétti, lýðræði og frelsi einstaklingsins. Kvenréttindafélag Íslands hvetur alþingisfólk til að samþykkja engar breytingar á lögum sem skerða grundvallarmannréttindi. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Mannréttindi Jafnréttismál Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er sárara en orð fá lýst að geta ekki haldið því kinnroðalaust fram að Ísland og íslensk stjórnvöld standi vörð um réttindi kvenna hér landi. Fyrr í þessum mánuði voru birt drög að nýjum útlendingalögum þar sem brotið er á mannréttindum fólks sem leitar skjóls á Íslandi, og nú á allra seinustu dögum fréttist að dómsmálaráðherra hyggist ekki endurnýja samning við Rauða Kross Íslands um hagsmunagæslu til hælisleitenda, án þess að hafa tryggt hana á viðeigandi hátt. Allar breytingar á löggjöf sem skerða mannréttindi fólks og niðurskurður til samtaka sem vinna að réttargæslu fólks er váleg vegferð á umrótartímum þegar ófriður er í lofti og ástand í heiminum verður sífellt ótryggara. Ég skora á íslensk stjórnvöld að sýna manngæsku og mannúð í verki. Kvenréttindafélag Íslands stendur vörð um jafnrétti allra og þess vegna sendi stjórn félagsins í vikunni eftirfarandi ályktun: Ályktun Kvenréttindafélags Íslands Það vekur ugg að fylgjast með brotum á mannréttindum kvenna sem minnst mega sín og sem koma til Íslands í von að bjarga lífi sínu. Nú hefur dómsmálaráðherra gefið út drög að frumvarpi til laga breytingum á útlendingalögum nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) og lögum um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002 (atvinnuleyfi) þar sem ekki er tekið tillit til sérstakrar stöðu kvenna eða annarra jaðarhópa, ekkert jafnréttismat hefur verið framkvæmt og hunsuð eru þau ólíku áhrif sem breytingum á lögunum hafa á stöðu kynjanna. Það segir eitthvað um stöðu jafnréttismála á Íslandi þegar æðstu stjórnvöld fara ekki eftir sínum eigin reglum um samþættingu jafnréttissjónarmiða. Jafnréttisparadísin Ísland? Íslensk stjórnvöld hafa verið dugleg að hreykja sér af jafnréttisparadísinni okkar við hvert tækifæri bæði heima og erlendis. Konur koma hingað í von að geta fengið sanngjarna meðferð en þeim er oftar en ekki hent út úr landi áður en þær geta talað fyrir sínu máli, sem er grunnkrafa allra lýðræðislega réttarkerfa. Íslendingar eru frægir á alþjóðlegum vettvangi fyrir að hafa þróað alls konar lausnir, lög og reglugerðir til að jafna hlut kynjanna. Þetta á að ná til allra á Íslandi, ekki bara okkar sem innfædd eru heldur einnig til okkar sem flytja hingað og okkar sem leita hér verndar. Aðgerðir til að ná kynjajafnrétti eiga að ná til allra kvenna, líka kvenna á flótta. Kynjasjónarmið þurfa því að vera höfð í huga við úrvinnslu allra mála, líkt og breytingum á útlendingalögum. Kvenréttindafélagið hvetur stjórnvöld til að standa með mannréttindum Samhliða þessum frumvarpsdrögum hafa stjórnvöld rift samningi sínum við einn mikilvægasta málsvari hælisleitenda, Rauða Kross Íslands, svo þau geta ekki lengur haldið uppi lögfræðiaðstoð til hælisleitenda. Þar með er grafið undan þekkingu og reynslu innan stjórnsýslunnar til að sinna málaflokknum. Íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir alþjóðlegar skuldbindingar til að vernda konur, þar með talið þær sem eru á flótta, sáttmála líkt og Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali og Istanbúlsamninginn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum. Kvenréttindafélagi Íslands þykir enn fremur leitt að sjá að ákvarðanir dómsmálaráðherra í útlendingamálum ganga þvert á gildandi stjórnarsáttmála, en þar kemur fram að jafnrétti kynjanna sé mikilvægur þáttur í heilbrigðu samfélagi og verði áfram forgangsmál. Mikilvægt er að stjórnvöld framfylgi stjórnarsáttmálanum og tryggi það að kynjajafnrétti gildi fyrir alla, óháð uppruna og samfélagsstöðu. Stöndum vörð um jafnrétti Kvenréttindafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar að standa vörð um konur og enn fremur til að standa vörð grundvallargildi íslensks samfélags, jafnrétti, lýðræði og frelsi einstaklingsins. Kvenréttindafélag Íslands hvetur alþingisfólk til að samþykkja engar breytingar á lögum sem skerða grundvallarmannréttindi. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun