Segir fréttir um gang friðarviðræðna áhugaverðar og vekja bjartsýni Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2022 23:01 Albert var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Arnar Halldórsson Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Moskvu, var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræddi þar stríðsátökin í Úkraínu. Hann ræddi meðal annars yfirstandandi friðarviðræður á milli Rússa og Úkraínumanna. Á meðan stöðugar árásir Rússa standa yfir í Úkraínu þá standa friðarviðræður yfir á milli landanna. Óljósar fregnir benda til þess að viðræðunum þoki áfram og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að lausn sé að verða raunhæfari möguleiki. „Þetta eru óstaðfestar fréttir og ótímabærar sagði samningamaður Úkraínu en mér finnst þær mjög áhugaverðar,“ sagði Albert þegar hann ræddi við Telmu Tómasson í fréttatímanum í kvöld. Auk þess að vera fyrrum sendiherra í Moskvu er Albert sérfræðingur í utanríkismálum. „Þær koma í kjölfar ákveðinna yfirlýsinga. Selenskí sagði í gær að Úkraínumenn yrðu að sætta sig við það að verða ekki aðilar að NATO. Þarna er verið að gefa undir fótinn varðandi lykilkröfur Rússa um hlutleysi Úkraínu.“ „Hann sagði jafnframt að í staðinn yrðu menn að reiða sig á öryggistryggingar og bætti við að allar styrjaldir endi með samkomulagi. Í morgun sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í viðtali við rússneskja sjónvarpsstöð, að viðræðurnar þokuðust fram á við. Það væri verið að ræða hlutleysi og öryggistryggingar,“ bætti Albert við. Hann sagði reynslu Úkraínumanna af öryggistryggingum ekki góða. „Þeir fengu ýmis loforð í samkomulaginu árið 1994 sem augljóslega var ekki staðið við af hálfu Rússa.“ Albert segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseta ætti að geta haldið andliti út á við þó hann semji um frið við Úkraínumenn. Albert Jónsson segir Pútín geta haldið andliti út á við ef hann nær fram sínum lykilkröfum.Vísir/Friðrik Þór „Ef þeir ná fram hlutleysi Úkraínu og öryggistryggingum þá getur hann það eflaust, þetta hafa verið lykilkröfur. Ég hef ekki enn séð fréttir um hvernig menn ætla að leysa stöður Donbass héraðs í austurhlutanum þar sem hefur verið stríð frá 2014. Hernám Krímskaga stendur ennþá úti og það á eftir að ganga frá því.“ Hann segir stöðuna erfiða. „Mér finnst þetta áhugaverðar fréttir og koma í kjölfar yfirlýsinga sem vekja bjartsýni. Síðan er ákveðin dýnamík í atburðarásinni og hún er annars vegar sú hörmulega að manntjónið eykst stöðugt og það mun ekki batna. Svo á hinn bóginn að stríðið gengur ekki vel hjá Rússum. Rússneski herinn er ekki að halda áætlun og ýmsir veikleikar hafa komið í ljós hjá rússneska hernum.“ Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Rússar sprengdu leikhús í Maríupól sem notað var sem neyðarskýli Sprengja lenti á leikhúsi í Maríupól í dag sem notað hefur verið sem neyðarskýli íbúa borgarinnar. Óttast er að mannfall sé mikið. 16. mars 2022 17:52 Vaktin: Rússar brjálaðir eftir að Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa bandaríska þingið í dag og þess er vænst að hann muni enn og aftur biðla til Vesturveldanna að „loka lofthelginni“ yfir Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 16. mars 2022 16:50 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Á meðan stöðugar árásir Rússa standa yfir í Úkraínu þá standa friðarviðræður yfir á milli landanna. Óljósar fregnir benda til þess að viðræðunum þoki áfram og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að lausn sé að verða raunhæfari möguleiki. „Þetta eru óstaðfestar fréttir og ótímabærar sagði samningamaður Úkraínu en mér finnst þær mjög áhugaverðar,“ sagði Albert þegar hann ræddi við Telmu Tómasson í fréttatímanum í kvöld. Auk þess að vera fyrrum sendiherra í Moskvu er Albert sérfræðingur í utanríkismálum. „Þær koma í kjölfar ákveðinna yfirlýsinga. Selenskí sagði í gær að Úkraínumenn yrðu að sætta sig við það að verða ekki aðilar að NATO. Þarna er verið að gefa undir fótinn varðandi lykilkröfur Rússa um hlutleysi Úkraínu.“ „Hann sagði jafnframt að í staðinn yrðu menn að reiða sig á öryggistryggingar og bætti við að allar styrjaldir endi með samkomulagi. Í morgun sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í viðtali við rússneskja sjónvarpsstöð, að viðræðurnar þokuðust fram á við. Það væri verið að ræða hlutleysi og öryggistryggingar,“ bætti Albert við. Hann sagði reynslu Úkraínumanna af öryggistryggingum ekki góða. „Þeir fengu ýmis loforð í samkomulaginu árið 1994 sem augljóslega var ekki staðið við af hálfu Rússa.“ Albert segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseta ætti að geta haldið andliti út á við þó hann semji um frið við Úkraínumenn. Albert Jónsson segir Pútín geta haldið andliti út á við ef hann nær fram sínum lykilkröfum.Vísir/Friðrik Þór „Ef þeir ná fram hlutleysi Úkraínu og öryggistryggingum þá getur hann það eflaust, þetta hafa verið lykilkröfur. Ég hef ekki enn séð fréttir um hvernig menn ætla að leysa stöður Donbass héraðs í austurhlutanum þar sem hefur verið stríð frá 2014. Hernám Krímskaga stendur ennþá úti og það á eftir að ganga frá því.“ Hann segir stöðuna erfiða. „Mér finnst þetta áhugaverðar fréttir og koma í kjölfar yfirlýsinga sem vekja bjartsýni. Síðan er ákveðin dýnamík í atburðarásinni og hún er annars vegar sú hörmulega að manntjónið eykst stöðugt og það mun ekki batna. Svo á hinn bóginn að stríðið gengur ekki vel hjá Rússum. Rússneski herinn er ekki að halda áætlun og ýmsir veikleikar hafa komið í ljós hjá rússneska hernum.“
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Rússar sprengdu leikhús í Maríupól sem notað var sem neyðarskýli Sprengja lenti á leikhúsi í Maríupól í dag sem notað hefur verið sem neyðarskýli íbúa borgarinnar. Óttast er að mannfall sé mikið. 16. mars 2022 17:52 Vaktin: Rússar brjálaðir eftir að Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa bandaríska þingið í dag og þess er vænst að hann muni enn og aftur biðla til Vesturveldanna að „loka lofthelginni“ yfir Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 16. mars 2022 16:50 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Rússar sprengdu leikhús í Maríupól sem notað var sem neyðarskýli Sprengja lenti á leikhúsi í Maríupól í dag sem notað hefur verið sem neyðarskýli íbúa borgarinnar. Óttast er að mannfall sé mikið. 16. mars 2022 17:52
Vaktin: Rússar brjálaðir eftir að Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa bandaríska þingið í dag og þess er vænst að hann muni enn og aftur biðla til Vesturveldanna að „loka lofthelginni“ yfir Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 16. mars 2022 16:50
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?