Tryggingafélagi gert að bæta Vegagerðinni tjón á vegi eftir að ekið var á kind Atli Ísleifsson skrifar 22. mars 2022 14:46 Frá Skagafirði. Slysið varð á F-vegi í Skagafirði þann 6. ágúst 2019 og lak þar olía úr bílnum á veginn eftir að ekið hafði verið á kind. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tryggingafélagið Sjóvá til að greiða Vegagerðinni um 173 þúsund krónur vegna tjóns á vegi sem varð í kjölfar bílslyss í Skagafirði. Deilt var um hvort að Sjóvá bæri að bæta Vegagerðinni tjón á þjóðvegi sem bíll, sem Sjóvá tryggði, olli í ágúst 2019. Bílnum hafði þar verið ekið á kind sem drapst, en við áreksturinn varð tjón á bílnum með þeim afleiðingum að olía lak úr bílnum og á veginn. Í dómnum segir að lögregla hafi óskað aðstoðar slökkviliðs við að hreinsa olíuna upp af veginum, en olía lak á veginn á fleiri en einum stað. Maðurinn sem átti bílinn var tryggður hjá Sjóvá. Grípa þurfti til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að mengun bærist út í umhverfið og hafði ákveðið að kalla til þar til bæra aðilar til þess að sjá um þrif á vettvangi. Sveitarfélagið Skagafjörður sendi Vegagerðinni svo reikning vegna hreinsunarinnar upp á rúmar 173 þúsund krónur, en Vegagerðin krafði Sjóvá svo um kostnaðinn með reikningi í desember 2019. Hafnaði að greiða reikninginn Sjóvá hafnaði þremur mánuðum síðan að greiða reikninginn með tölvupósti, sagði hreinsunarskylduna hvíla á Vegagerðinni, óháð því hver hefði séð um verkið og gæti því ekki komist hjá því að bera kostnaðinn. Vildi Sjóvá meina að skaðabótakrafa Vegagerðarinnar væri vegna almenns fjártjóns, en ekki munatjóns, og falli því ekki undir hlutlæga ábyrgðarreglu umferðarlaga. Það var hins vegar niðurstaða dómsins að tjón Vegagerðarinnar sem sem fólst í kostnaði við að hreinsa olíu og brak af þjóðveginum sé í raun munatjón. Á meðan olían væri á veginum sé hann skemmdur, ónothæfur, geti ekki gegnt hlutverki sínu þannig að vegfarendur séu öruggir. „Til þess að bæta úr þarf að hreinsa veginn. Kostnaður af því telst munatjón.“ Það falli því undir hlutlæga bótareglu umferðarlaga og þar sem bíllinn sem olli tjóninu sé tryggð hjá Sjóvá, bæri Sjóvá að bæta Vegagerðinni tjónið. Auk þess að greiða Vegagerðinni 173.577 krónur með dráttarvöxtum vegna hreinsunarinnar þá er Sjóvá einnig gert að greiða Vegagerðinni 700 þúsund krónur í málskostnað. Tryggingar Dómsmál Skagafjörður Vegagerð Dýr Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Deilt var um hvort að Sjóvá bæri að bæta Vegagerðinni tjón á þjóðvegi sem bíll, sem Sjóvá tryggði, olli í ágúst 2019. Bílnum hafði þar verið ekið á kind sem drapst, en við áreksturinn varð tjón á bílnum með þeim afleiðingum að olía lak úr bílnum og á veginn. Í dómnum segir að lögregla hafi óskað aðstoðar slökkviliðs við að hreinsa olíuna upp af veginum, en olía lak á veginn á fleiri en einum stað. Maðurinn sem átti bílinn var tryggður hjá Sjóvá. Grípa þurfti til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að mengun bærist út í umhverfið og hafði ákveðið að kalla til þar til bæra aðilar til þess að sjá um þrif á vettvangi. Sveitarfélagið Skagafjörður sendi Vegagerðinni svo reikning vegna hreinsunarinnar upp á rúmar 173 þúsund krónur, en Vegagerðin krafði Sjóvá svo um kostnaðinn með reikningi í desember 2019. Hafnaði að greiða reikninginn Sjóvá hafnaði þremur mánuðum síðan að greiða reikninginn með tölvupósti, sagði hreinsunarskylduna hvíla á Vegagerðinni, óháð því hver hefði séð um verkið og gæti því ekki komist hjá því að bera kostnaðinn. Vildi Sjóvá meina að skaðabótakrafa Vegagerðarinnar væri vegna almenns fjártjóns, en ekki munatjóns, og falli því ekki undir hlutlæga ábyrgðarreglu umferðarlaga. Það var hins vegar niðurstaða dómsins að tjón Vegagerðarinnar sem sem fólst í kostnaði við að hreinsa olíu og brak af þjóðveginum sé í raun munatjón. Á meðan olían væri á veginum sé hann skemmdur, ónothæfur, geti ekki gegnt hlutverki sínu þannig að vegfarendur séu öruggir. „Til þess að bæta úr þarf að hreinsa veginn. Kostnaður af því telst munatjón.“ Það falli því undir hlutlæga bótareglu umferðarlaga og þar sem bíllinn sem olli tjóninu sé tryggð hjá Sjóvá, bæri Sjóvá að bæta Vegagerðinni tjónið. Auk þess að greiða Vegagerðinni 173.577 krónur með dráttarvöxtum vegna hreinsunarinnar þá er Sjóvá einnig gert að greiða Vegagerðinni 700 þúsund krónur í málskostnað.
Tryggingar Dómsmál Skagafjörður Vegagerð Dýr Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent