Snemmtækur stuðningur í þágu velferðar barna og samfélagslegrar hagsældar Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifar 31. mars 2022 07:31 Mikilvægasti tíminn þegar kemur að þroska og velferð barna er tíminn frá getnaði til tveggja ára aldurs. Með góðum grunni á þessum mikilvæga tíma getum við aukið líkur á farsæld barna inn í framtíðina sem skilar sér einnig í samfélagslegri hagsæld. Foreldrar bera vissulega megin ábyrgðina þegar kemur að uppeldi barna sinna en samkvæmt lögum um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns er uppeldi ekki einkaverkefni foreldra heldur einnig ábyrgð samfélagsins. Eins og sagt er - það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Það er ekki bara mikilvægt fyrir velferð einstaklinganna sjálfra að halda vel á spöðunum í þessu samstarfsverkefni heldur líka fyrir samfélagið í heild. Tökum stærri skref í þágu barnafjölskyldna Aðkoma sveitarfélaga er því gríðarlega mikilvæg og því mikilvægt að sterkir innviðir séu til staðar til að styðja við foreldra í uppeldishlutverkinu. Við í Viðreisn í Garðabæ viljum sjá sveitarfélagið koma betur að málefnum barnafjölskyldna og byggja upp styrkari stoðir. Gera betur í þágu einstaklinganna og gera betur í þágu samfélagslegrar hagsældar. Við viljum að snemmtækur stuðningur sé í boði fyrir foreldra barna og unglinga samhliða snemmtækum inngripum og verði hluti af farsældarþjónustu Garðabæjar. Við viljum taka stærri skref og bæta við þá farsældarþjónustu sem öllum sveitarfélögum ber lagaleg skylda að innleiða samkvæmt nýjum lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Snemmtækur stuðningur Foreldrafræðsla er eitt dæmi um snemmtækan stuðning og hafa rannsóknir sýnt að foreldrar sem fá stuðning í því formi eru almennt öruggari og vissari um eigin getu og hæfileika í uppeldishlutverkinu. Þau jákvæðu áhrif skila sér síðan í uppeldið og þaðan til barnanna í formi aukins málskilnings, betri samskiptahæfni, aukins félagsþroska og sjálfsöryggi. Snemmtækur stuðningur við fjölskyldur ungra barna kostar mun minna en samfélagslegur kostnað ef ekkert er gert — niðurstaðan er sparnaður fyrir samfélagið. Fyrir hverja krónu sem fjárfest er í þessum málaflokk má spara 30 krónur samkvæmt skýrslu London School of Economics. Þannig höfum við sem samfélag verulegra hagsmuna að gæta þegar kemur að uppvexti og velferð barna okkar. Hefjumst handa strax Það er ekkert launungarmál að íbúum Garðabæjar fjölga hratt og þar með talið börnum á leik- og grunnskólaaldri. Samkvæmt úttekt sem VSÓ Ráðgjöf gerði fyrir Garðabæ um stöðu og þörf í leik- og grunnskólamálum til ársins 2040 er gert ráð fyrir 5.010 börnum á leik- og grunnskólaaldri árið 2040. Þetta er fjölgun um 1.129 börn frá árinu 2020 og því enn mikilvægara að hafa hraðar hendur til að vera tilbúin að mæta betur þörfum allra barna og foreldrum/forráðafólki þeirra. Höfundur er frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rakel Steinberg Sölvadóttir Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægasti tíminn þegar kemur að þroska og velferð barna er tíminn frá getnaði til tveggja ára aldurs. Með góðum grunni á þessum mikilvæga tíma getum við aukið líkur á farsæld barna inn í framtíðina sem skilar sér einnig í samfélagslegri hagsæld. Foreldrar bera vissulega megin ábyrgðina þegar kemur að uppeldi barna sinna en samkvæmt lögum um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns er uppeldi ekki einkaverkefni foreldra heldur einnig ábyrgð samfélagsins. Eins og sagt er - það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Það er ekki bara mikilvægt fyrir velferð einstaklinganna sjálfra að halda vel á spöðunum í þessu samstarfsverkefni heldur líka fyrir samfélagið í heild. Tökum stærri skref í þágu barnafjölskyldna Aðkoma sveitarfélaga er því gríðarlega mikilvæg og því mikilvægt að sterkir innviðir séu til staðar til að styðja við foreldra í uppeldishlutverkinu. Við í Viðreisn í Garðabæ viljum sjá sveitarfélagið koma betur að málefnum barnafjölskyldna og byggja upp styrkari stoðir. Gera betur í þágu einstaklinganna og gera betur í þágu samfélagslegrar hagsældar. Við viljum að snemmtækur stuðningur sé í boði fyrir foreldra barna og unglinga samhliða snemmtækum inngripum og verði hluti af farsældarþjónustu Garðabæjar. Við viljum taka stærri skref og bæta við þá farsældarþjónustu sem öllum sveitarfélögum ber lagaleg skylda að innleiða samkvæmt nýjum lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Snemmtækur stuðningur Foreldrafræðsla er eitt dæmi um snemmtækan stuðning og hafa rannsóknir sýnt að foreldrar sem fá stuðning í því formi eru almennt öruggari og vissari um eigin getu og hæfileika í uppeldishlutverkinu. Þau jákvæðu áhrif skila sér síðan í uppeldið og þaðan til barnanna í formi aukins málskilnings, betri samskiptahæfni, aukins félagsþroska og sjálfsöryggi. Snemmtækur stuðningur við fjölskyldur ungra barna kostar mun minna en samfélagslegur kostnað ef ekkert er gert — niðurstaðan er sparnaður fyrir samfélagið. Fyrir hverja krónu sem fjárfest er í þessum málaflokk má spara 30 krónur samkvæmt skýrslu London School of Economics. Þannig höfum við sem samfélag verulegra hagsmuna að gæta þegar kemur að uppvexti og velferð barna okkar. Hefjumst handa strax Það er ekkert launungarmál að íbúum Garðabæjar fjölga hratt og þar með talið börnum á leik- og grunnskólaaldri. Samkvæmt úttekt sem VSÓ Ráðgjöf gerði fyrir Garðabæ um stöðu og þörf í leik- og grunnskólamálum til ársins 2040 er gert ráð fyrir 5.010 börnum á leik- og grunnskólaaldri árið 2040. Þetta er fjölgun um 1.129 börn frá árinu 2020 og því enn mikilvægara að hafa hraðar hendur til að vera tilbúin að mæta betur þörfum allra barna og foreldrum/forráðafólki þeirra. Höfundur er frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun