Lestrarfærni nemenda í grunnskólum Reykjavíkur þarf að bæta Helgi Áss Grétarsson og Jórunn Pála Jónasdóttir skrifa 16. apríl 2022 09:00 Í október 2020 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn til að gerð yrði úttekt á kynbundnum mun á námsárangri í leik- og grunnskóla, með sérstakri áherslu á færni nemenda að lesa íslensku. Í framhaldinu fékk Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar tillöguna til umfjöllunar og eftir 18 mánaða málsmeðferðatíma var henni vísað frá af núverandi meirihluta borgarstjórnar á fundi ráðsins, hinn 22. mars síðastliðinn. Þessi afgreiðsla tillögunnar sýnir svart á hvítu þá forgangsröðun sem meirihlutinn stendur fyrir. Og það þrátt fyrir að embættismenn Reykjavíkurborgar tækju undir áhyggjur af þessu málefni og bentu á að tillagan væri framkvæmanleg. Samfélagslegt mein, bæði til skemmri og lengri tíma Samkvæmt PISA könnun frá árinu 2018 geta 34% drengja ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla hér á landi á meðan sama hlutfall fyrir stúlkur er 19%. Ástæða er til að ætla að þessi staða hafi ekki farið batnandi undanfarin ár, sbr. t.d. mat tveggja reynslumikilla kennara á grunnskólastigi í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni hinn 10. apríl síðastliðinn. Núverandi menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, lét hafa eftir sér í viðtali, sem birt var á mbl.is. hinn 15. apríl sl., „að sérstaklega slæmt gengi ungra drengja í lestri stafa af mikilli netnotkun og síaukinni einangrun ungra drengja vegna tölvuleikja og annars“. Í fjölmiðlaviðtali í byrjun september 2020 taldi sérfræðingur á þessu sviði, prófessorinn, Hermundur Sigmundsson, að ástæða væri til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu drengja í íslenska skólakerfinu og hann fyndi fyrir „mikilli mótstöðu ef maður er einfaldlega að benda á stöðuna“ og það væri „enginn að ræða þessi mál“. Þöggun um svona mikilvægt samfélagslegt mein getur ekki verið til bóta. Réttur til menntunar og fræðslu við sitt hæfi Hafa þarf hugfast að réttur barna til menntunar og fræðslu við sitt hæfi er stjórnarskrárbundinn. Ábyrgð sveitarfélaganna er rík, því með lögum um grunnskóla hefur þessi réttur verið nánar útfærður og opinberum aðilum, meðal annars sveitarfélögum, verið falið að sinna því verkefni. Hvort sem leið nemanda liggur að loknu grunnskólanámi til áframhaldandi bóknáms eða verknáms er það að geta lesið sér til gagns og gamans mikilvægur lykill að samfélaginu. Full þörf er á því að námsárangur drengja í grunnskólum Reykjavíkur sé tekinn til sérstakrar skoðunar og fundnar séu markvissar leiðir til að bæta árangur þeirra í grunnskólakerfinu. Helgi Áss Grétarsson skipar 7. sæti og Jórunn Pála Jónasdóttir 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem haldnar verða 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Helgi Áss Grétarsson Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í október 2020 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn til að gerð yrði úttekt á kynbundnum mun á námsárangri í leik- og grunnskóla, með sérstakri áherslu á færni nemenda að lesa íslensku. Í framhaldinu fékk Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar tillöguna til umfjöllunar og eftir 18 mánaða málsmeðferðatíma var henni vísað frá af núverandi meirihluta borgarstjórnar á fundi ráðsins, hinn 22. mars síðastliðinn. Þessi afgreiðsla tillögunnar sýnir svart á hvítu þá forgangsröðun sem meirihlutinn stendur fyrir. Og það þrátt fyrir að embættismenn Reykjavíkurborgar tækju undir áhyggjur af þessu málefni og bentu á að tillagan væri framkvæmanleg. Samfélagslegt mein, bæði til skemmri og lengri tíma Samkvæmt PISA könnun frá árinu 2018 geta 34% drengja ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla hér á landi á meðan sama hlutfall fyrir stúlkur er 19%. Ástæða er til að ætla að þessi staða hafi ekki farið batnandi undanfarin ár, sbr. t.d. mat tveggja reynslumikilla kennara á grunnskólastigi í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni hinn 10. apríl síðastliðinn. Núverandi menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, lét hafa eftir sér í viðtali, sem birt var á mbl.is. hinn 15. apríl sl., „að sérstaklega slæmt gengi ungra drengja í lestri stafa af mikilli netnotkun og síaukinni einangrun ungra drengja vegna tölvuleikja og annars“. Í fjölmiðlaviðtali í byrjun september 2020 taldi sérfræðingur á þessu sviði, prófessorinn, Hermundur Sigmundsson, að ástæða væri til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu drengja í íslenska skólakerfinu og hann fyndi fyrir „mikilli mótstöðu ef maður er einfaldlega að benda á stöðuna“ og það væri „enginn að ræða þessi mál“. Þöggun um svona mikilvægt samfélagslegt mein getur ekki verið til bóta. Réttur til menntunar og fræðslu við sitt hæfi Hafa þarf hugfast að réttur barna til menntunar og fræðslu við sitt hæfi er stjórnarskrárbundinn. Ábyrgð sveitarfélaganna er rík, því með lögum um grunnskóla hefur þessi réttur verið nánar útfærður og opinberum aðilum, meðal annars sveitarfélögum, verið falið að sinna því verkefni. Hvort sem leið nemanda liggur að loknu grunnskólanámi til áframhaldandi bóknáms eða verknáms er það að geta lesið sér til gagns og gamans mikilvægur lykill að samfélaginu. Full þörf er á því að námsárangur drengja í grunnskólum Reykjavíkur sé tekinn til sérstakrar skoðunar og fundnar séu markvissar leiðir til að bæta árangur þeirra í grunnskólakerfinu. Helgi Áss Grétarsson skipar 7. sæti og Jórunn Pála Jónasdóttir 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem haldnar verða 14. maí 2022.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun