Ekkert næturlíf fyrir akureyrska ketti Atli Ísleifsson skrifar 27. apríl 2022 21:39 Næturráf djasskatta, pjattrófna og annarra kisulóra mun þó vera bannað. vísir/vilhelm Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að falla frá fyrri samþykkt meirihlutans um að lausaganga katta verði alfarið bönnuð frá 2025. Þess í stað verður lausaganga katta bönnuð að næturlagi, frá miðnætti til sjö á morgnana, og munu nýjar reglur taka gildi strax um næstu áramót. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar. Sagt var frá því í nóvember síðastliðinn að meirihluti bæjarstjórn hafi samþykkt lausagöngubannið þar sem var sérstaklega til áhrifa kattanna á fuglalíf. Á fundi bæjarstjórnar í gær var hins vegar samþykkt að falla frá fyrri samþykkt um að banna lausagöngu katta frá 2025. Þar segir að það sé ekkert launungarmál og hafi bæði komið fram í umræðu og í könnunum að það séu afar skiptar skoðanir meðal bæjarbúa varðandi lausagöngu katta. „Til þess að að ná fram sátt í málinu þá samþykkir bæjarstjórn að samþykkt um kattahald í Akureyrarbæ verði breytt með það að markmiði að sem flestir geti vel við unað. Bæjarstjórn samþykkir því að gerðar verði breytingar á 2. grein samþykktar um kattahald þar sem sett verði inn tilmæli er snúa að varptíma fugla auk þess sem sett er inn að lausaganga katta verði ekki heimil að næturlagi frá kl. 24.00 til kl. 07.00 og taki það ákvæði gildi frá og með næstu áramótum. Jafnframt leggur bæjarstjórn ríka áherslu á að nú þegar verði markviss vinna sett í það að framfylgja samþykktinni með sérstakri áherslu á ábyrgð eigenda og skráningarskyldu. Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur um breytingar á samþykkt um kattahald í Akureyrarbæ og vísar til síðari umræðu og endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar,“ segir í fundargerðinni, en tillagan var samþykkt með ellefu samhljóða atkvæðum. Vildu falla alfarið frá banni Bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, L-lista, Hilda Jana Gísladóttir og Heimir Haraldsson, S-lista, og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, V-lista, lögðu fram sérstaka bókun þar sem segir að þeim hafi þótt réttara að falla alfarið frá þeirri ákvörðun sem tekin var á bæjarstjórnarfundi þann 2. nóvember síðastliðinn og leggja í kjölfarið áherslu á að fara í fyrsta sinn í það verkefni að framfylgja gildandi samþykkt. „Við teljum hins vegar að sú breyting sem lögð er til á samþykktinni vera tilraunarinnar virði í því að sætta sjónarmið, enda til mikils batnaðar frá fyrri ákvörðun.“ Bæjarfulltrúarnir fjórir greiddu atkvæði gegn tillögunni um bann við lausagöngu katta á fundinum í nóvember, en sú tillaga var þó samþykkt með atkvæðum sjö annarra bæjarfulltrúa. Akureyri Kettir Dýr Tengdar fréttir Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti. 3. nóvember 2021 08:28 Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. 3. nóvember 2021 13:30 Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar. Sagt var frá því í nóvember síðastliðinn að meirihluti bæjarstjórn hafi samþykkt lausagöngubannið þar sem var sérstaklega til áhrifa kattanna á fuglalíf. Á fundi bæjarstjórnar í gær var hins vegar samþykkt að falla frá fyrri samþykkt um að banna lausagöngu katta frá 2025. Þar segir að það sé ekkert launungarmál og hafi bæði komið fram í umræðu og í könnunum að það séu afar skiptar skoðanir meðal bæjarbúa varðandi lausagöngu katta. „Til þess að að ná fram sátt í málinu þá samþykkir bæjarstjórn að samþykkt um kattahald í Akureyrarbæ verði breytt með það að markmiði að sem flestir geti vel við unað. Bæjarstjórn samþykkir því að gerðar verði breytingar á 2. grein samþykktar um kattahald þar sem sett verði inn tilmæli er snúa að varptíma fugla auk þess sem sett er inn að lausaganga katta verði ekki heimil að næturlagi frá kl. 24.00 til kl. 07.00 og taki það ákvæði gildi frá og með næstu áramótum. Jafnframt leggur bæjarstjórn ríka áherslu á að nú þegar verði markviss vinna sett í það að framfylgja samþykktinni með sérstakri áherslu á ábyrgð eigenda og skráningarskyldu. Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur um breytingar á samþykkt um kattahald í Akureyrarbæ og vísar til síðari umræðu og endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar,“ segir í fundargerðinni, en tillagan var samþykkt með ellefu samhljóða atkvæðum. Vildu falla alfarið frá banni Bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, L-lista, Hilda Jana Gísladóttir og Heimir Haraldsson, S-lista, og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, V-lista, lögðu fram sérstaka bókun þar sem segir að þeim hafi þótt réttara að falla alfarið frá þeirri ákvörðun sem tekin var á bæjarstjórnarfundi þann 2. nóvember síðastliðinn og leggja í kjölfarið áherslu á að fara í fyrsta sinn í það verkefni að framfylgja gildandi samþykkt. „Við teljum hins vegar að sú breyting sem lögð er til á samþykktinni vera tilraunarinnar virði í því að sætta sjónarmið, enda til mikils batnaðar frá fyrri ákvörðun.“ Bæjarfulltrúarnir fjórir greiddu atkvæði gegn tillögunni um bann við lausagöngu katta á fundinum í nóvember, en sú tillaga var þó samþykkt með atkvæðum sjö annarra bæjarfulltrúa.
Akureyri Kettir Dýr Tengdar fréttir Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti. 3. nóvember 2021 08:28 Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. 3. nóvember 2021 13:30 Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti. 3. nóvember 2021 08:28
Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. 3. nóvember 2021 13:30
Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02