Ráðningarstyrkur Reykjavíkurborgar Þórður Gunnarsson skrifar 27. apríl 2022 17:31 Eftir að heimsfaraldurinn læsti klóm sínum í heimsbyggðina gripu stjórnvöld um allan heim til efnahagsaðgerða án fordæma. Sem við var að búast reyndust ólík úrræði misvel. Ein vinnumarkaðsaðgerða sem virkaði afskaplega vel voru ráðningarstyrkir Vinnumálastofnunar. Með þeim gengu atvinnuleysisbætur upp í launakostnað vegna nýráðins starfsmanns sem hafði verið lengur en sex mánuði á atvinnuleysisskrá. Ráðningarstyrkur Vinnumálastofnunar var í boði til allt að sex mánaða. Þúsundir einstaklinga þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg í hverjum mánuði. Þeir sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna gera það af ýmsum ástæðum, en oftar en ekki vegna þess að réttur til atvinnuleysisbóta er útrunninn. Upphæð fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar nemur rétt tæpum 218 þúsund krónum í mánuði. Vart þarf að taka fram að erfitt eða nánast ómögulegt er að draga fram lífið á slíkum kjörum. Besta leiðin til að aðstoða þann hóp sem þiggur fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er að hjálpa honum aftur á vinnumarkað. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill líta til þeirrar vel heppnuðu efnahagsaðgerðar sem ráðningarstyrkir Vinnumálastofnunar reyndust. Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda í borginni í vor verður hafin vinna við að útfæra fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem ráðningarstyrk. Atvinnurekendur gætu nýtt sér upphæð fjárhagsaðstoðar að fullu til sex mánaða. Með þessu myndi borgin leggja sitt af mörkum til sterkara atvinnulífs. Mikilvægustu áhrif aðgerðarinnar væru hins vegar að aðstoða þá sem hafa verið lengi utan vinnumarkaðar til atvinnuþátttöku á ný. Langvarandi atvinnuleysi er einn mesti samfélagslegi skaðvaldur sem fyrirfinnst og því mikilvægt að koma í veg fyrir að fólk festist í þeirri fátæktargildru sem fylgir atvinnuleysi. Besta leiðin til þess er að virkja sem flesta til vinnu og Sjálfstæðisflokkurinn skilur það. Höfundur er hagfræðingur og skipar 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Þórður Gunnarsson Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að heimsfaraldurinn læsti klóm sínum í heimsbyggðina gripu stjórnvöld um allan heim til efnahagsaðgerða án fordæma. Sem við var að búast reyndust ólík úrræði misvel. Ein vinnumarkaðsaðgerða sem virkaði afskaplega vel voru ráðningarstyrkir Vinnumálastofnunar. Með þeim gengu atvinnuleysisbætur upp í launakostnað vegna nýráðins starfsmanns sem hafði verið lengur en sex mánuði á atvinnuleysisskrá. Ráðningarstyrkur Vinnumálastofnunar var í boði til allt að sex mánaða. Þúsundir einstaklinga þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg í hverjum mánuði. Þeir sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna gera það af ýmsum ástæðum, en oftar en ekki vegna þess að réttur til atvinnuleysisbóta er útrunninn. Upphæð fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar nemur rétt tæpum 218 þúsund krónum í mánuði. Vart þarf að taka fram að erfitt eða nánast ómögulegt er að draga fram lífið á slíkum kjörum. Besta leiðin til að aðstoða þann hóp sem þiggur fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er að hjálpa honum aftur á vinnumarkað. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill líta til þeirrar vel heppnuðu efnahagsaðgerðar sem ráðningarstyrkir Vinnumálastofnunar reyndust. Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda í borginni í vor verður hafin vinna við að útfæra fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem ráðningarstyrk. Atvinnurekendur gætu nýtt sér upphæð fjárhagsaðstoðar að fullu til sex mánaða. Með þessu myndi borgin leggja sitt af mörkum til sterkara atvinnulífs. Mikilvægustu áhrif aðgerðarinnar væru hins vegar að aðstoða þá sem hafa verið lengi utan vinnumarkaðar til atvinnuþátttöku á ný. Langvarandi atvinnuleysi er einn mesti samfélagslegi skaðvaldur sem fyrirfinnst og því mikilvægt að koma í veg fyrir að fólk festist í þeirri fátæktargildru sem fylgir atvinnuleysi. Besta leiðin til þess er að virkja sem flesta til vinnu og Sjálfstæðisflokkurinn skilur það. Höfundur er hagfræðingur og skipar 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar