Hverjir eru valkostirnir í vor? Helgi Áss Grétarsson skrifar 28. apríl 2022 09:00 Valið fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er skýrt. Að kjósa annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn er ávísun á að núverandi vinstri meirihluta haldi velli, eftir atvikum með einhverjum nýjum meðreiðarsveinum. Núverandi borgarstjóra mun þá sjálfsagt vera áfram við stjórnartaumana en viðkomandi hefur verið viðloðandi æðstu stjórn Reykjavíkurborgar í hér um bil 20 ár. Með því að haka X við Sjálfstæðisflokkinn er hins vegar verið að kjósa borgarstjóraefni sem vill framkvæma, ekki bara tala. Lífsnauðsynlegar breytingar við stjórn Reykjavíkurborgar gætu þá orðið að veruleika. Hvers vegna er þörf á breytingum? Sama hvaða bókhaldsbrellur núverandi meirihluta borgarstjórnar viðhefur, þá eru fjármál Reykjavíkurborgar á slæmum stað. Hér má nefna skuldastöðuna en á yfirstandandi kjörtímabili hafa heildarskuldir Reykjavíkurborgar hækkað um þriðjung. Hallarekstur af hefðbundnum rekstri Reykjavíkurborgar er viðvarandi og launakostnaðar nemur of háu hlutfalli af rekstrartekjum. Brýnt er að taka til í rekstri Reykjavíkurborgar en bættur rekstur mun skila sér til almennings, svo sem með því að arðgreiðslur úr Orkuveitunni fari fremur í að lækka þjónustugjöld á fólk og fyrirtæki í höfuðborginni stað þess að óhóflegar arðgreiðslur frá Orkuveitunni haldi áfram að renna í A-hluta borgarsjóðs. Grunnþjónusta Reykjavíkurborgar er ófullnægjandi. Snjómokstri var illa sinnt í vetur, svo dæmi sé tekið, og úthverfin bera þess vitnis að vera vanrækt. Götuþrif hafa lengi verið í ólagi og ef skattgreiðandi í Reykjavík hefði farið í heimsókn á heimasíðu Reykjavíkurborgar í síðustu viku mátti viðkomandi lesa daglega tilkynningu sem sagði m.a. að verið sé „að innleiða nýtt símkerfi í þjónustuverinu þessa dagana og búast má við truflunum og aukinni bið vegna þessa“. Og það þrátt fyrir það að borgarstjórn hafi á yfirstandandi kjörtímabili samþykkt verkefni um stafræna umbreytingu sem áætlað er að kosti yfir 10 milljarða króna. Kjarni málsins er einfaldur. Forgangsröðun við stjórn Reykjavíkurborgar er í ólestri. Fjármálin eru í ólagi og grunnþjónustan óviðunandi. Stjórnsýslan er svifasein og of mannmörg. Þess vegna er breytinga þörf. Samanburður á valkostum Sjálfstæðisflokkurinn býður fram lista frambjóðenda sem hafa allt til brunns að bera að gera Reykjavík að betri borg. Sama hvað hver segir þá er Sjálfstæðisflokkurinn eini raunhæfi valkosturinn sem tryggir að núverandi borgarstjóri fái langþráð frí frá störfum. Með réttu vali kjósenda í vor munum við fá Reykjavík sem virkar. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Valið fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er skýrt. Að kjósa annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn er ávísun á að núverandi vinstri meirihluta haldi velli, eftir atvikum með einhverjum nýjum meðreiðarsveinum. Núverandi borgarstjóra mun þá sjálfsagt vera áfram við stjórnartaumana en viðkomandi hefur verið viðloðandi æðstu stjórn Reykjavíkurborgar í hér um bil 20 ár. Með því að haka X við Sjálfstæðisflokkinn er hins vegar verið að kjósa borgarstjóraefni sem vill framkvæma, ekki bara tala. Lífsnauðsynlegar breytingar við stjórn Reykjavíkurborgar gætu þá orðið að veruleika. Hvers vegna er þörf á breytingum? Sama hvaða bókhaldsbrellur núverandi meirihluta borgarstjórnar viðhefur, þá eru fjármál Reykjavíkurborgar á slæmum stað. Hér má nefna skuldastöðuna en á yfirstandandi kjörtímabili hafa heildarskuldir Reykjavíkurborgar hækkað um þriðjung. Hallarekstur af hefðbundnum rekstri Reykjavíkurborgar er viðvarandi og launakostnaðar nemur of háu hlutfalli af rekstrartekjum. Brýnt er að taka til í rekstri Reykjavíkurborgar en bættur rekstur mun skila sér til almennings, svo sem með því að arðgreiðslur úr Orkuveitunni fari fremur í að lækka þjónustugjöld á fólk og fyrirtæki í höfuðborginni stað þess að óhóflegar arðgreiðslur frá Orkuveitunni haldi áfram að renna í A-hluta borgarsjóðs. Grunnþjónusta Reykjavíkurborgar er ófullnægjandi. Snjómokstri var illa sinnt í vetur, svo dæmi sé tekið, og úthverfin bera þess vitnis að vera vanrækt. Götuþrif hafa lengi verið í ólagi og ef skattgreiðandi í Reykjavík hefði farið í heimsókn á heimasíðu Reykjavíkurborgar í síðustu viku mátti viðkomandi lesa daglega tilkynningu sem sagði m.a. að verið sé „að innleiða nýtt símkerfi í þjónustuverinu þessa dagana og búast má við truflunum og aukinni bið vegna þessa“. Og það þrátt fyrir það að borgarstjórn hafi á yfirstandandi kjörtímabili samþykkt verkefni um stafræna umbreytingu sem áætlað er að kosti yfir 10 milljarða króna. Kjarni málsins er einfaldur. Forgangsröðun við stjórn Reykjavíkurborgar er í ólestri. Fjármálin eru í ólagi og grunnþjónustan óviðunandi. Stjórnsýslan er svifasein og of mannmörg. Þess vegna er breytinga þörf. Samanburður á valkostum Sjálfstæðisflokkurinn býður fram lista frambjóðenda sem hafa allt til brunns að bera að gera Reykjavík að betri borg. Sama hvað hver segir þá er Sjálfstæðisflokkurinn eini raunhæfi valkosturinn sem tryggir að núverandi borgarstjóri fái langþráð frí frá störfum. Með réttu vali kjósenda í vor munum við fá Reykjavík sem virkar. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar