Nýtum kosningaréttinn Mjöll Matthíasdóttir skrifar 29. apríl 2022 14:01 Grunnskólakennarar velja forystusveit sína á næstu dögum. Í annað sinn í sögu félagsins geta allir félagsmenn tekið þátt í kosningu. Mikilvægt er að grunnskólakennarar sýni styrk sinn og nýti kosningaréttinn. Félag grunnskólakennara er fjölmennasta aðildarfélag Kennarasambands Íslands. Markmiðið með stofnun KÍ fyrir 22 árum var „að sterkari værum við saman“. Það á jafn vel við nú. Kjör og starfsaðstæður kennara eiga að vera sambærileg kjörum sérfræðinga á almennum markaði. Ekki verður lengur undan vikist að hefja þá leiðréttingu launa sem lofað var þegar breytt skipan lífeyrismála tók gildi 2017. Jöfnun launa milli markaða átti að ná á 6-10 árum! Nú þurfa þær lausnir að líta dagsljós. Kennarar allra skólastiga þurfa saman að sækja þessa leiðréttingu. Traust verður að ríkja í samstarfi aðildarfélaga KÍ. Ég gef kost á mér í formannskjöri FG. Ákvörðun um það var tekin að vel athuguðu máli. Hvatning og ósk kennara um að hafa val í kjörinu skipti miklu.Ég þekki vel til uppbyggingar félagasamtaka okkar kennara. Hef setið í stjórn og samninganefnd FG og er formaður svæðafélags. Þau sem farið hafa fyrir félaginu síðustu ár boðuðu breytingar þegar þau voru kjörin. Hvernig til hefur tekist verður hver að dæma fyrir sig. Mér hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til félagsmanna og samráð. Á vettvangi félagsins finnst mér lítið rúm fyrir ólíkar skoðanir eða rökræður. Þessu þarf að breyta. Forysta FG þarf að afla sér traustrar þekkingar á starfsaðstæðum félagsmanna. Hver er afstaða þeirra til breytinga eða úrbóta? Hvert vilja félagsmenn stefna? Með lifandi og virku samtali innan félagsins verðum við sterkari.Ég vil sjá félagið styðja betur við trúnaðarmenn. Þeir þurfa að hafa greiðan aðgang að upplýsingum og ráðgjöf. Ég vil sjá félagið veita félagsmönnum skilvirka og öfluga þjónustu. Þar kemur til kasta samstarfs við önnur aðildarfélög KÍ og þeirrar þjónustu sem miðlæg skrifstofa styður við. Að vera kennari er fjölbreytt og gefandi starf. Okkur er treyst fyrir mikilvægu verkefni. Menntun þjóðar. Stöndum vörð um réttindi okkar og kjör. Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla og frambjóðandi í formannskjöri Félags grunnskólakennara 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Stéttarfélög Félagasamtök Mjöll Matthíasdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Grunnskólakennarar velja forystusveit sína á næstu dögum. Í annað sinn í sögu félagsins geta allir félagsmenn tekið þátt í kosningu. Mikilvægt er að grunnskólakennarar sýni styrk sinn og nýti kosningaréttinn. Félag grunnskólakennara er fjölmennasta aðildarfélag Kennarasambands Íslands. Markmiðið með stofnun KÍ fyrir 22 árum var „að sterkari værum við saman“. Það á jafn vel við nú. Kjör og starfsaðstæður kennara eiga að vera sambærileg kjörum sérfræðinga á almennum markaði. Ekki verður lengur undan vikist að hefja þá leiðréttingu launa sem lofað var þegar breytt skipan lífeyrismála tók gildi 2017. Jöfnun launa milli markaða átti að ná á 6-10 árum! Nú þurfa þær lausnir að líta dagsljós. Kennarar allra skólastiga þurfa saman að sækja þessa leiðréttingu. Traust verður að ríkja í samstarfi aðildarfélaga KÍ. Ég gef kost á mér í formannskjöri FG. Ákvörðun um það var tekin að vel athuguðu máli. Hvatning og ósk kennara um að hafa val í kjörinu skipti miklu.Ég þekki vel til uppbyggingar félagasamtaka okkar kennara. Hef setið í stjórn og samninganefnd FG og er formaður svæðafélags. Þau sem farið hafa fyrir félaginu síðustu ár boðuðu breytingar þegar þau voru kjörin. Hvernig til hefur tekist verður hver að dæma fyrir sig. Mér hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til félagsmanna og samráð. Á vettvangi félagsins finnst mér lítið rúm fyrir ólíkar skoðanir eða rökræður. Þessu þarf að breyta. Forysta FG þarf að afla sér traustrar þekkingar á starfsaðstæðum félagsmanna. Hver er afstaða þeirra til breytinga eða úrbóta? Hvert vilja félagsmenn stefna? Með lifandi og virku samtali innan félagsins verðum við sterkari.Ég vil sjá félagið styðja betur við trúnaðarmenn. Þeir þurfa að hafa greiðan aðgang að upplýsingum og ráðgjöf. Ég vil sjá félagið veita félagsmönnum skilvirka og öfluga þjónustu. Þar kemur til kasta samstarfs við önnur aðildarfélög KÍ og þeirrar þjónustu sem miðlæg skrifstofa styður við. Að vera kennari er fjölbreytt og gefandi starf. Okkur er treyst fyrir mikilvægu verkefni. Menntun þjóðar. Stöndum vörð um réttindi okkar og kjör. Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla og frambjóðandi í formannskjöri Félags grunnskólakennara 2022.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun