Borgarbyggð — samkeppnishæft sveitafélag Anna Helga Sigfúsdóttir skrifar 9. maí 2022 18:00 Það er hverju sveitafélagi nauðsynlegt að stækka og vaxa eigi það að halda velli og því mikilvægt að sveitastjórn Borgarbyggðar hugi vel að þeim málum. Til þess að fólk og fjölskyldur vilji flytja á nýjan stað þarf ýmislegt að ganga upp. Oftast horfir fólk fyrst til skólamála og gæða þeirra því börnin okkar eru jú framtíðin. Börnin okkar munu taka við okkar störfum og skapa ný, samfélaginu til heilla og því er mikilvægt að hlúa vel að málefnum barna. Borgarbyggð er eitt fárra sveitafélaga á landinu sem státar af öllum skólastigum, leikskóla, grunnskóla, menntaskóla og háskóla. Hér er lögð áhersla á menntun barna, unglinga og fullorðinna með sterkum og framsæknum skólum. En við getum ekki látið þar við sitja. Við verðum að halda áfram í þróun skólastarfs og vera framsækin og vel upplýst. Við í Samfylkingunni/Viðreisn leggjum mikla áherslu á fræðslu- og tómstundamál og er það stefna okkar gera að leikskóla gjaldfrjálsa í raunhæfum skrefum, með það fyrir augum að jafna aðstöðumun barna og fjölskyldna. Við viljum auka áherslu á upplýsingatækni, upplýsingalæsi, ábyrga netnotkun og stafræna borgaravitund í grunnskólunum. Einnig þarf að efla stoðþjónustu í leik- og grunnskólum og auka tæknivæðingu grunnskólanna. Stöðugt er verið að tala um að verið sé að undirbúa nemendur undir störf framtíðarinnar sem við vitum ekki hver verða, því ætti ein tölva/tæki á nemanda í unglingadeild að vera eðlileg krafa. En skólamálin eru ekki það eina sem fjölskyldur horfa til þegar hugað er að flutningi í nýtt sveitarfélag. Atvinnu- og húsnæðismál þurfa að vera í góðum gír og þar þarf Borgarbyggð spýta í lófana. Hér þurfa að vera störf fyrir íbúa, nýja jafnt sem þá sem fyrir eru. Fjölbreytt atvinnutækifæri svo allir finni áhuga sínum, menntun og metnaði góðan farveg. Við þurfum að efla atvinnusköpun í sveitarfélaginu, laða til okkar fyrirtæki, stór og smá og vera þá tilbúin með húsnæði og/eða lóðir til byggingar atvinnuhúsnæðis. Einnig þarf að hlúa vel að þeirri atvinnusköpun sem fyrir er í héraðinu og má í því sambandi taka sem dæmi landbúnað, garðyrkju og ferðaþjónustu og mikilvægt er að standa vörð um hagsmuni þeirra. Svo þarf húsnæði og lóðir til húsbygginga að vera til staðar og því viljum við að lokið verði við gerð deiliskipulags fyrir öll svæði í Borgarnesi á næstu fjórum árum. Að auki þarf að skoða möguleika á uppbyggingu annarra þéttbýliskjarna í sveitarfélaginu. Samfylkingin/Viðreisn ætlar einnig að styðja við frumkvöðlastarf og nýsköpun og móta framtíðarsýn varðandi íbúafjölgun, fjölgun atvinnutækifæra, þjónustu við ferðamenn og ánægju íbúa. Heilsa og vellíðan íbúa og aukin lífsgæði skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli þegar við veljum okkur sveitafélag til að búa í. Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag og við í Samfylkingunni/Viðreisn horfum til þess að auka sjálfstæði og vitundarvakningu íbúa í lýðheilsumálum, útvíkka frístundastyrkinn svo börn og fjölskyldur geti notað hann í hvaða tómstundir sem er, hvar sem er á landinu og styðja vel við ungmennastarf. Bygging nýs íþróttahúss í Borgarnesi í samvinnu við íþróttahreyfinguna og íbúa er einnig stór þáttur í heilsueflingu og aukinni vellíðanar íbúa. Að því sögðu ætlum við í Samfylkingunni/Viðreisn að þrýsta á ríkið að taka málefni heilsugæslunnar til gagngerrar endurskoðunar. Hér þarf að fjölga fastráðunum læknum og skapa heilbrigðisstarfsfólki ákjósanlegan vinnustað til lengri tíma. Mikilvægt er að haft sé samráð við þjónustuþega um mótun stefnu í þeirra málum og efla samstarf Borgarbyggðar og HVE með velferð íbúa að leiðarljósi. Stolt hvers sveitarfélags tengist oftar en ekki menningu. Menning hefur bæði félagslegan og efnahagslegan ávinning og skapandi greinar verða sífellt meira áberandi í atvinnulífinu og við það bætist að eftirspurn eftir hvers konar list er stöðugt að aukast. Mikilvægt er að styðja vel við þá menningarstarfsemi sem fyrir er hvar sem er í héraðinu og auka sýnileika hennar, sem og að gefa nýju listafólki tækifæri á að sýna og sinna list sinni hér. Samfylkingin/Viðreisn vill að starfsemi Safnahússins sé efld og bókasafnið sé gert að vinsælum íverustað barna og fullorðinna. Að stutt sé við samvinnu milli þeirra aðila og félagasamtaka sem starfa í listum og menningu í sveitafélaginu og kanna möguleikann á stofnun varðveisluseturs fyrir safnmuni í samstarfi nágranna-sveitafélög. Þetta og margt fleira ætlum við í Samfylkingunni/Viðreisn að vinna að fáum við kjörgengi þann 14. maí næstkomandi. Við ætlum að vinna að hag Borgarbyggðar í öllum skilningi þess orðs, við ætlum að vinna fyrst og fremst fyrir Borgarbyggð. Settu x við A! Höfundur er leikskólakennari og skipar 4. sæti sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Borgarbyggð Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hverju sveitafélagi nauðsynlegt að stækka og vaxa eigi það að halda velli og því mikilvægt að sveitastjórn Borgarbyggðar hugi vel að þeim málum. Til þess að fólk og fjölskyldur vilji flytja á nýjan stað þarf ýmislegt að ganga upp. Oftast horfir fólk fyrst til skólamála og gæða þeirra því börnin okkar eru jú framtíðin. Börnin okkar munu taka við okkar störfum og skapa ný, samfélaginu til heilla og því er mikilvægt að hlúa vel að málefnum barna. Borgarbyggð er eitt fárra sveitafélaga á landinu sem státar af öllum skólastigum, leikskóla, grunnskóla, menntaskóla og háskóla. Hér er lögð áhersla á menntun barna, unglinga og fullorðinna með sterkum og framsæknum skólum. En við getum ekki látið þar við sitja. Við verðum að halda áfram í þróun skólastarfs og vera framsækin og vel upplýst. Við í Samfylkingunni/Viðreisn leggjum mikla áherslu á fræðslu- og tómstundamál og er það stefna okkar gera að leikskóla gjaldfrjálsa í raunhæfum skrefum, með það fyrir augum að jafna aðstöðumun barna og fjölskyldna. Við viljum auka áherslu á upplýsingatækni, upplýsingalæsi, ábyrga netnotkun og stafræna borgaravitund í grunnskólunum. Einnig þarf að efla stoðþjónustu í leik- og grunnskólum og auka tæknivæðingu grunnskólanna. Stöðugt er verið að tala um að verið sé að undirbúa nemendur undir störf framtíðarinnar sem við vitum ekki hver verða, því ætti ein tölva/tæki á nemanda í unglingadeild að vera eðlileg krafa. En skólamálin eru ekki það eina sem fjölskyldur horfa til þegar hugað er að flutningi í nýtt sveitarfélag. Atvinnu- og húsnæðismál þurfa að vera í góðum gír og þar þarf Borgarbyggð spýta í lófana. Hér þurfa að vera störf fyrir íbúa, nýja jafnt sem þá sem fyrir eru. Fjölbreytt atvinnutækifæri svo allir finni áhuga sínum, menntun og metnaði góðan farveg. Við þurfum að efla atvinnusköpun í sveitarfélaginu, laða til okkar fyrirtæki, stór og smá og vera þá tilbúin með húsnæði og/eða lóðir til byggingar atvinnuhúsnæðis. Einnig þarf að hlúa vel að þeirri atvinnusköpun sem fyrir er í héraðinu og má í því sambandi taka sem dæmi landbúnað, garðyrkju og ferðaþjónustu og mikilvægt er að standa vörð um hagsmuni þeirra. Svo þarf húsnæði og lóðir til húsbygginga að vera til staðar og því viljum við að lokið verði við gerð deiliskipulags fyrir öll svæði í Borgarnesi á næstu fjórum árum. Að auki þarf að skoða möguleika á uppbyggingu annarra þéttbýliskjarna í sveitarfélaginu. Samfylkingin/Viðreisn ætlar einnig að styðja við frumkvöðlastarf og nýsköpun og móta framtíðarsýn varðandi íbúafjölgun, fjölgun atvinnutækifæra, þjónustu við ferðamenn og ánægju íbúa. Heilsa og vellíðan íbúa og aukin lífsgæði skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli þegar við veljum okkur sveitafélag til að búa í. Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag og við í Samfylkingunni/Viðreisn horfum til þess að auka sjálfstæði og vitundarvakningu íbúa í lýðheilsumálum, útvíkka frístundastyrkinn svo börn og fjölskyldur geti notað hann í hvaða tómstundir sem er, hvar sem er á landinu og styðja vel við ungmennastarf. Bygging nýs íþróttahúss í Borgarnesi í samvinnu við íþróttahreyfinguna og íbúa er einnig stór þáttur í heilsueflingu og aukinni vellíðanar íbúa. Að því sögðu ætlum við í Samfylkingunni/Viðreisn að þrýsta á ríkið að taka málefni heilsugæslunnar til gagngerrar endurskoðunar. Hér þarf að fjölga fastráðunum læknum og skapa heilbrigðisstarfsfólki ákjósanlegan vinnustað til lengri tíma. Mikilvægt er að haft sé samráð við þjónustuþega um mótun stefnu í þeirra málum og efla samstarf Borgarbyggðar og HVE með velferð íbúa að leiðarljósi. Stolt hvers sveitarfélags tengist oftar en ekki menningu. Menning hefur bæði félagslegan og efnahagslegan ávinning og skapandi greinar verða sífellt meira áberandi í atvinnulífinu og við það bætist að eftirspurn eftir hvers konar list er stöðugt að aukast. Mikilvægt er að styðja vel við þá menningarstarfsemi sem fyrir er hvar sem er í héraðinu og auka sýnileika hennar, sem og að gefa nýju listafólki tækifæri á að sýna og sinna list sinni hér. Samfylkingin/Viðreisn vill að starfsemi Safnahússins sé efld og bókasafnið sé gert að vinsælum íverustað barna og fullorðinna. Að stutt sé við samvinnu milli þeirra aðila og félagasamtaka sem starfa í listum og menningu í sveitafélaginu og kanna möguleikann á stofnun varðveisluseturs fyrir safnmuni í samstarfi nágranna-sveitafélög. Þetta og margt fleira ætlum við í Samfylkingunni/Viðreisn að vinna að fáum við kjörgengi þann 14. maí næstkomandi. Við ætlum að vinna að hag Borgarbyggðar í öllum skilningi þess orðs, við ætlum að vinna fyrst og fremst fyrir Borgarbyggð. Settu x við A! Höfundur er leikskólakennari og skipar 4. sæti sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun