Umbót svarar kallinu! - Skólafélagsráðgjafa í skólana okkar Margrét Þórararinsdóttir og Úlfar Guðmundsson skrifa 11. maí 2022 10:16 Þörfin: Á síðastliðnum áratugum hefur orðið breyting á okkar samfélagi á landsvísu. Félagsmótunarhlutverk skóla hefur aukist sem hefur aukið álag á kennara og starfsfólk grunnskóla til að sinna ekki bara kennslu heldur einnig velferð og vellíðan nemenda. Ein af grundvallar stefnumálum Umbótar fyrir kosningarnar er að ráða skólafélagsráðgjafa í skólana okkar. Hugmyndafræðin: Af hverju skólafélagsráðgjafi? Verksvið skólafélagsráðgjafa er fjölbreytt, en þeir leitast við að hafa heildarsýn yfir aðstæður. Það felur í sér samskipti á milli heimilis og skóla, beina ráðgjöf við nemendur og fjölskyldur, ásamt því að veita kennurum handleiðslu og ráðgjöf. Ungmenni okkar verða fyrir ýmsum hindrunum í einkalífi, í fjölskyldulífi og innan skólakerfisins. Áherslur skólafélagsráðgjafa ná yfir allt það í lífi barna sem hefur truflandi áhrif á menntun þeirra og lífsgæði. Skólafélagsráðgjöf hefur að markmiði að fjarlægja hindranir og skapa skólaumhverfi sem ýtir undir árangur fyrir öll börn og örva félagslegan og tilfinningalegan þroska nemenda. Skólafélagsráðgjafar leika mismunandi hlutverk í tengslum við ólíka hópa nemenda í áhættuhópum. Fyrst og fremst er mikilvægt að þekkja þá hópa nemenda sem eru í áhættu, ganga í gegnum erfiðleika og eiga erfitt með að standast kröfur skólans. Þess vegna skiptir snemmbær íhlutun og forvarnir miklu máli. Skólafélagsráðgjafar mynda mikilvæga brú á milli skóla, fjölskyldu og samfélags. Vandamál sem barn eða ungmenni glímir við í grunnskóla verða alvarlegri og kostnaðasamari ef ekki er brugðist við strax í upphafi. Lausnin: Við í Umbót viljum ráða til starfa til að byrja með tvo skólafélagsráðgjafa sem myndu starfa miðlægt frá fræðsluskrifstofunni og fara inn í hvern skóla. Við viljum í kjölfarið meta og þarfagreina frekar verkefnið í samvinnu við skóla og foreldra eftir tvö ár. Kostnaðurinn: Kostnaðurinn við verkefnið er 26-30 milljónir á ársgrundvelli. Við í Umbót erum viss um að þeim fjármunum er vel varið og skynsamleg lausn til að svara ákallinu. Auka þarf strax sérfræðiþekkingu innan skólakerfisins, gæta að hag barna og ungmenna okkar, vera til staðar fyrir foreldra og auka ráðgjöf og handleiðslu til kennara. Verkefnið er mikilvægt. Við þurfum þinn stuðning til góðra verka í þágu barnanna okkar. X - U Höfundar skipa 1. og 4. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Félagsmál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Þörfin: Á síðastliðnum áratugum hefur orðið breyting á okkar samfélagi á landsvísu. Félagsmótunarhlutverk skóla hefur aukist sem hefur aukið álag á kennara og starfsfólk grunnskóla til að sinna ekki bara kennslu heldur einnig velferð og vellíðan nemenda. Ein af grundvallar stefnumálum Umbótar fyrir kosningarnar er að ráða skólafélagsráðgjafa í skólana okkar. Hugmyndafræðin: Af hverju skólafélagsráðgjafi? Verksvið skólafélagsráðgjafa er fjölbreytt, en þeir leitast við að hafa heildarsýn yfir aðstæður. Það felur í sér samskipti á milli heimilis og skóla, beina ráðgjöf við nemendur og fjölskyldur, ásamt því að veita kennurum handleiðslu og ráðgjöf. Ungmenni okkar verða fyrir ýmsum hindrunum í einkalífi, í fjölskyldulífi og innan skólakerfisins. Áherslur skólafélagsráðgjafa ná yfir allt það í lífi barna sem hefur truflandi áhrif á menntun þeirra og lífsgæði. Skólafélagsráðgjöf hefur að markmiði að fjarlægja hindranir og skapa skólaumhverfi sem ýtir undir árangur fyrir öll börn og örva félagslegan og tilfinningalegan þroska nemenda. Skólafélagsráðgjafar leika mismunandi hlutverk í tengslum við ólíka hópa nemenda í áhættuhópum. Fyrst og fremst er mikilvægt að þekkja þá hópa nemenda sem eru í áhættu, ganga í gegnum erfiðleika og eiga erfitt með að standast kröfur skólans. Þess vegna skiptir snemmbær íhlutun og forvarnir miklu máli. Skólafélagsráðgjafar mynda mikilvæga brú á milli skóla, fjölskyldu og samfélags. Vandamál sem barn eða ungmenni glímir við í grunnskóla verða alvarlegri og kostnaðasamari ef ekki er brugðist við strax í upphafi. Lausnin: Við í Umbót viljum ráða til starfa til að byrja með tvo skólafélagsráðgjafa sem myndu starfa miðlægt frá fræðsluskrifstofunni og fara inn í hvern skóla. Við viljum í kjölfarið meta og þarfagreina frekar verkefnið í samvinnu við skóla og foreldra eftir tvö ár. Kostnaðurinn: Kostnaðurinn við verkefnið er 26-30 milljónir á ársgrundvelli. Við í Umbót erum viss um að þeim fjármunum er vel varið og skynsamleg lausn til að svara ákallinu. Auka þarf strax sérfræðiþekkingu innan skólakerfisins, gæta að hag barna og ungmenna okkar, vera til staðar fyrir foreldra og auka ráðgjöf og handleiðslu til kennara. Verkefnið er mikilvægt. Við þurfum þinn stuðning til góðra verka í þágu barnanna okkar. X - U Höfundar skipa 1. og 4. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun