Bein útsending: Leyniþjónustumálanefnd fundar um fljúgandi furðuhluti Samúel Karl Ólason skrifar 17. maí 2022 12:01 Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa ekki áhyggjur af geimverum, eftir því sem best er vitað, heldur óttast þeir að önnur ríki standi þeim framar í þróun flugvéla og dróna. Getty Undirnefnd Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heldur í dag fund um fljúgandi furðuhluti. Háttsettir embættismenn í leyniþjónustum og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna muni sitja fyrir svörum en hluti fundarins verður í beinni útsendingu. Mikil eftirvænting er eftir fundinum en þetta er í fyrsta sinn sem opinn þingnefndarfundur um FFH eru haldinn í Bandaríkjunum í áratugi. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur á undanförnum árum birt myndbönd af FFH og í fyrra var gefin út skýrsla um óþekkta hluti sem hefðu sést á flugi undanfarna áratugi. Hér er vert að taka fram að ekkert af því sem hefur verið birt hingað til gefur til kynna að geimverur hafi verið á ferðinni yfir jörðinni. Í skýrslunni sem gefin var út í fyrra kom einnig fram að furðuhlutirnir væru líklegast ekki heldur háþróuð farartæki frá Rússlandi eða Kína, þó það hafi á sínum tíma verið talið mögulegt. Það að önnur ríki standi þeim framar í þróun flugvéla og dróna er helsta áhyggjuefni ráðamanna í Bandaríkjunum þegar kemur að fljúgandi furðuhlutum. CNN hefur til að mynda eftir yfirlýsingu frá André Carson, þingmanni Demókrataflokksins og formanni nefndarinnar, að bandaríska þjóðin eigi það skilið að leiðtogar hennar taki mögulegar og illskiljanlegar ógnir gegn Bandaríkjunum alvarlega. Fundur nefndarinnar hefst klukkan eitt að íslenskum tíma. Hann verður opinn fyrstu þrjár klukkustundirnar. Eftir það verður slökkt á útsendingunni og fólk rekið úr salnum, svo þeir sem sitja fyrir svörum geti svarað um leynileg málefni. Áhugasamir geta fylgst með fyrri hluta fundarins í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Hernaður Fréttir af flugi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
Mikil eftirvænting er eftir fundinum en þetta er í fyrsta sinn sem opinn þingnefndarfundur um FFH eru haldinn í Bandaríkjunum í áratugi. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur á undanförnum árum birt myndbönd af FFH og í fyrra var gefin út skýrsla um óþekkta hluti sem hefðu sést á flugi undanfarna áratugi. Hér er vert að taka fram að ekkert af því sem hefur verið birt hingað til gefur til kynna að geimverur hafi verið á ferðinni yfir jörðinni. Í skýrslunni sem gefin var út í fyrra kom einnig fram að furðuhlutirnir væru líklegast ekki heldur háþróuð farartæki frá Rússlandi eða Kína, þó það hafi á sínum tíma verið talið mögulegt. Það að önnur ríki standi þeim framar í þróun flugvéla og dróna er helsta áhyggjuefni ráðamanna í Bandaríkjunum þegar kemur að fljúgandi furðuhlutum. CNN hefur til að mynda eftir yfirlýsingu frá André Carson, þingmanni Demókrataflokksins og formanni nefndarinnar, að bandaríska þjóðin eigi það skilið að leiðtogar hennar taki mögulegar og illskiljanlegar ógnir gegn Bandaríkjunum alvarlega. Fundur nefndarinnar hefst klukkan eitt að íslenskum tíma. Hann verður opinn fyrstu þrjár klukkustundirnar. Eftir það verður slökkt á útsendingunni og fólk rekið úr salnum, svo þeir sem sitja fyrir svörum geti svarað um leynileg málefni. Áhugasamir geta fylgst með fyrri hluta fundarins í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Hernaður Fréttir af flugi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira