Ætlum við að halda áfram að brjóta á börnum? Eymundur L. Eymundsson skrifar 31. maí 2022 21:30 Ár eftir ár tölum við um að það þurfi að gera betur í forvörnum til að minnka afleiðingar gagnvart vanlíðan barna. Vanlíðan barna spyr ekki um stöðu eða stétt frekar en líkamlegur vandi.Börn og fjölskyldur á að byggja upp en ekki brjóta niður eins og gert er og baráttan við kerfið og biðlistar lengjast. Það eru sögur um vanlíðan barna nær daglega í fjölmiðlum og það er eitthvað sem við sem samfélag og kerfi eigum ekki að samþykkja það er komið nóg. Sem samfélag og kerfið í heild verðum að gera betur fyrir börn og fjölskyldur framtíðarinnar.Það er nógu erfitt að glíma við vanlíðan alla daga og í vonleysinu fylgir sjálfsvígsáhætta og ég vil trúa því að nú hætti menn að tala og fari að framkvæma. Ég vona svo innilega að Ásmundur Einar mennta- og barnamálaráðherra muni fá hjálp frá skólakerfinu,samfélaginu og þeim sem vinna í geðheilbrigðismálum svo hægt sé að byggja upp góða framtíð og skapa verðmæti hjá börnum og fjölskyldum óháð stöðu eða stétt. Fá fagfólk til að vinna með tilfinningar, hugsanir, hegðun og atferli í skólum landsins er nefnillega ekki síður mikilvægt eins og við erum með tvo leikfimiskennara fyrir hreyfingu.Þegar barn glímir við vanlíðan á það að fjá hjálp hvort sem það er vegna foreldra eða það sé erfðatengt það er barnið á alltaf að vera í forgangi. Ef við látum ekki af fordómum og breytum ekki í skólakerfinu með betri forvörnum þá erum við ávallt að takast á við afleiðingar í stað þess að skapa verðmæti! Frá 12 ára aldri Það er svo grátlegt hvað lítið eða ekkert er fjallað um félagsfælni sem er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma ég hef reynt að vekja athygli á og mun gera áfram meðan virðing og viðurkenning er ekki til staðar fyrir börn og fullorðna.Félagsfælni byrjar oftast hjá börnum frá 10 til 15 ára aldri og að viðurkenna að manni líði illa og vita ekki hvert hægt er að leita er helvíti á jörð. Neikvæðar hugsanir og skömm hafði ég um sjálfan mig og var viss um allir væru að dæma mig og gera lítið úr mér. Lítið sem ekkert sjálfstraust eða sjálfsmynd,ég hataði sjálfan mig að þurfa að fela mína vanlíðan Ég var í fullri vinnu við að halda mér á lífi þar sem ég var með sjálfsvígshugsanir nær daglega frá 12 til 38 ára Ég forðaðist flestar aðstæður og mikill reiði og pirringur sem getur valdið togstreitu í samskiptum. Ég réð ekkert við taugakerfið, ég roðnaði og klökknaði í tíma og ótíma og það gerðist bara án þess ég réði nokkru um það. Ég hataði grunnskóla og entist tvo mánuði í framhaldsskóla. Þegar ég fór að sofa á kvöldin kveið ég fyrir því að vakna morguninn eftir og fara í trúðshlutverkið til að fela vanlíðan. Á mínum vinnustað forðaðist ég að fara í kaffi eða mat og mætti ekki á starfsmannafundi.Þegar félagar eða vinir fóru út á lífið þurfti ég að vera búinn að drekka í mig kjark til að komast til þeirra og endaði ég oftast í blackout. Vímuefnamisnotkun,þunglyndi og mikil einangrun er nefnilega ein af afleiðingum félagsfælni. Það var til nafn Hvort sem það er líkamlegt eða andlegt skiptir öllu máli að hafa nafn yfir það sem maður glímir við svo hægt sé að taka á vandanum. Ég greinist með slitgigt árið 1994 og er þá 27 ára gamall. Ég þurfti í mjaðmaliðaskipti 1998 og aftur 2004 sem mistókst sem er það besta sem hefur gerst í mínu lífi. Það er svolítið skrýtið að segja að misheppnuð aðgerð og glíma við mikla verki oft á tíðum sé það besta sem hafi hent 37 ára gamlan mann. Árið 2005 var ég á verkjasviði á Kristnesi í Eyjafirði og þar var fræðsla og fengum bæklinga um kvíða,félagsfælni og þunglyndi. Þegar ég fór að lesa þessa bæklinga var eins og ég væri að lesa um mig frá a til ö. Að fá nafn yfir það sem maður glímir við og sjá að það voru ástæður fyrir minni vanlíðan og flótta frá lífinu gaf mér nýtt og betra líf. Ég sá nefnilega að hægt var að fá hjálp og til að eignast betra líf. Ég gat losnað úr einangrun og komist úr mykrinu og feluleiknum´með að vinna í sjálfum mér með opnum huga. Ég hef líka menntað og hef haft kjark og þor til að opna á félagsfælni og um leið hefur verið gefandi að segja frá úrræðum sem hafa hjálpað sem gæti hjálpað öðrum að eignast betra líf. Það er gott að vera 54 ára í dag og ég er þakklátur að hafa fengið hjálp frá frábæru fagfólki og notendum geðheilbrigðiskerfisins sem ég bý að í dag. Ég vona að börn og fjölskyldur fái hjálp til að byggja sig upp fyrir lífsins verkefni óháð stöðu eða stétt.Hættum að fela vandan og förum að viðurkenna og taka á vandanum í samfélaginu, skólakerfinu og kerfinu öllu.Það er mjög þreytandi að sjá hvernig er brotið á börnum og fjölskyldum í stað þess að byggja upp fyrir framtíðina. Höfundur er ráðgjafi og félagsliði með mikla reynslu af vanlíðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ár eftir ár tölum við um að það þurfi að gera betur í forvörnum til að minnka afleiðingar gagnvart vanlíðan barna. Vanlíðan barna spyr ekki um stöðu eða stétt frekar en líkamlegur vandi.Börn og fjölskyldur á að byggja upp en ekki brjóta niður eins og gert er og baráttan við kerfið og biðlistar lengjast. Það eru sögur um vanlíðan barna nær daglega í fjölmiðlum og það er eitthvað sem við sem samfélag og kerfi eigum ekki að samþykkja það er komið nóg. Sem samfélag og kerfið í heild verðum að gera betur fyrir börn og fjölskyldur framtíðarinnar.Það er nógu erfitt að glíma við vanlíðan alla daga og í vonleysinu fylgir sjálfsvígsáhætta og ég vil trúa því að nú hætti menn að tala og fari að framkvæma. Ég vona svo innilega að Ásmundur Einar mennta- og barnamálaráðherra muni fá hjálp frá skólakerfinu,samfélaginu og þeim sem vinna í geðheilbrigðismálum svo hægt sé að byggja upp góða framtíð og skapa verðmæti hjá börnum og fjölskyldum óháð stöðu eða stétt. Fá fagfólk til að vinna með tilfinningar, hugsanir, hegðun og atferli í skólum landsins er nefnillega ekki síður mikilvægt eins og við erum með tvo leikfimiskennara fyrir hreyfingu.Þegar barn glímir við vanlíðan á það að fjá hjálp hvort sem það er vegna foreldra eða það sé erfðatengt það er barnið á alltaf að vera í forgangi. Ef við látum ekki af fordómum og breytum ekki í skólakerfinu með betri forvörnum þá erum við ávallt að takast á við afleiðingar í stað þess að skapa verðmæti! Frá 12 ára aldri Það er svo grátlegt hvað lítið eða ekkert er fjallað um félagsfælni sem er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma ég hef reynt að vekja athygli á og mun gera áfram meðan virðing og viðurkenning er ekki til staðar fyrir börn og fullorðna.Félagsfælni byrjar oftast hjá börnum frá 10 til 15 ára aldri og að viðurkenna að manni líði illa og vita ekki hvert hægt er að leita er helvíti á jörð. Neikvæðar hugsanir og skömm hafði ég um sjálfan mig og var viss um allir væru að dæma mig og gera lítið úr mér. Lítið sem ekkert sjálfstraust eða sjálfsmynd,ég hataði sjálfan mig að þurfa að fela mína vanlíðan Ég var í fullri vinnu við að halda mér á lífi þar sem ég var með sjálfsvígshugsanir nær daglega frá 12 til 38 ára Ég forðaðist flestar aðstæður og mikill reiði og pirringur sem getur valdið togstreitu í samskiptum. Ég réð ekkert við taugakerfið, ég roðnaði og klökknaði í tíma og ótíma og það gerðist bara án þess ég réði nokkru um það. Ég hataði grunnskóla og entist tvo mánuði í framhaldsskóla. Þegar ég fór að sofa á kvöldin kveið ég fyrir því að vakna morguninn eftir og fara í trúðshlutverkið til að fela vanlíðan. Á mínum vinnustað forðaðist ég að fara í kaffi eða mat og mætti ekki á starfsmannafundi.Þegar félagar eða vinir fóru út á lífið þurfti ég að vera búinn að drekka í mig kjark til að komast til þeirra og endaði ég oftast í blackout. Vímuefnamisnotkun,þunglyndi og mikil einangrun er nefnilega ein af afleiðingum félagsfælni. Það var til nafn Hvort sem það er líkamlegt eða andlegt skiptir öllu máli að hafa nafn yfir það sem maður glímir við svo hægt sé að taka á vandanum. Ég greinist með slitgigt árið 1994 og er þá 27 ára gamall. Ég þurfti í mjaðmaliðaskipti 1998 og aftur 2004 sem mistókst sem er það besta sem hefur gerst í mínu lífi. Það er svolítið skrýtið að segja að misheppnuð aðgerð og glíma við mikla verki oft á tíðum sé það besta sem hafi hent 37 ára gamlan mann. Árið 2005 var ég á verkjasviði á Kristnesi í Eyjafirði og þar var fræðsla og fengum bæklinga um kvíða,félagsfælni og þunglyndi. Þegar ég fór að lesa þessa bæklinga var eins og ég væri að lesa um mig frá a til ö. Að fá nafn yfir það sem maður glímir við og sjá að það voru ástæður fyrir minni vanlíðan og flótta frá lífinu gaf mér nýtt og betra líf. Ég sá nefnilega að hægt var að fá hjálp og til að eignast betra líf. Ég gat losnað úr einangrun og komist úr mykrinu og feluleiknum´með að vinna í sjálfum mér með opnum huga. Ég hef líka menntað og hef haft kjark og þor til að opna á félagsfælni og um leið hefur verið gefandi að segja frá úrræðum sem hafa hjálpað sem gæti hjálpað öðrum að eignast betra líf. Það er gott að vera 54 ára í dag og ég er þakklátur að hafa fengið hjálp frá frábæru fagfólki og notendum geðheilbrigðiskerfisins sem ég bý að í dag. Ég vona að börn og fjölskyldur fái hjálp til að byggja sig upp fyrir lífsins verkefni óháð stöðu eða stétt.Hættum að fela vandan og förum að viðurkenna og taka á vandanum í samfélaginu, skólakerfinu og kerfinu öllu.Það er mjög þreytandi að sjá hvernig er brotið á börnum og fjölskyldum í stað þess að byggja upp fyrir framtíðina. Höfundur er ráðgjafi og félagsliði með mikla reynslu af vanlíðan.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar