Hrafn gæðir sér á þresti fyrir framan Seðlabankann Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2022 13:59 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri náði mögnuðu myndskeiði þar sem sjá má hrafn nokkurn háma í sig þröst. Krás á kaldri steypu. vísir/vilhelm/Ásgeir Jónsson Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri náði einstöku myndskeiði þar sem hrafn nokkur er að háma í sig þröst fyrir utan Seðlabankann. „Og mér sýnist krummi bara býsna glaður með krás á kaldri steypu. Heillamerki hefði þetta einhvern tíma verið talið. Guð launar fyrir hrafninn stendur einhvers staðar,“ segir Ásgeir. Þó ýmsir sjái nú vá standa fyrir dyrum vegna hækkandi verðbólgu, meiri en mælst hefur síðan 2010 og þá að hrafninn sé slíkur váboði telur seðlabankastjóri, sem er vel að sér um sögu, þjóðtrú og heiðinn sið, það af og frá. Hann segir þetta þvert á móti heillamerki. „Ég er ekki farinn að fórna Óðni til þess að ná árangri gegn verðbólgu,“ segir Ásgeir kankvís í samtali við Vísi. En hvað veit maður? „Hrafninn hefur mjög ríka skírskotun í íslenska þjóðtrú – það að fæða hrafna er heillamerki,“ segir Ásgeir sem les í þetta jákvæð teikn. Hann segir þetta beint úr heiðninni og því hafi Ásgeir fengið að kynnast þegar hann ólst upp fyrir vestan. „Ég hef annars aldrei verið svona nálægt hrafni áður sem er í æti,“ segir Ásgeir sem gómaði hrafninn á mynd í morgun um klukkan 10:30. Þrösturinn þessi syngur þá ei meir borgarbúum til ánægju og yndisauka. En Ásgeir bendir á að hrafninn sé fyrst og fremst hrææta og því allar líkur á því að þrösturinn hafi verið dauður áður en krummi náði að læsa sínum klóm í hann. Ásgeir birti myndskeiðið á Facebook-síðu sinni og þar eru ýmsir að velta þýðingu þessa fyrir sér. Einn segir kaldhæðnislegt að ránfuglinn komist í veislu hjá Seðlabankanum og annar spyr hvort þetta sé nokkuð Þröstur Ólafsson hagfræðingur? En Þröstur sat níu ár í bankaráði Seðlabankans og var formaður þess 1994-99. Dýr Fuglar Seðlabankinn Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
„Og mér sýnist krummi bara býsna glaður með krás á kaldri steypu. Heillamerki hefði þetta einhvern tíma verið talið. Guð launar fyrir hrafninn stendur einhvers staðar,“ segir Ásgeir. Þó ýmsir sjái nú vá standa fyrir dyrum vegna hækkandi verðbólgu, meiri en mælst hefur síðan 2010 og þá að hrafninn sé slíkur váboði telur seðlabankastjóri, sem er vel að sér um sögu, þjóðtrú og heiðinn sið, það af og frá. Hann segir þetta þvert á móti heillamerki. „Ég er ekki farinn að fórna Óðni til þess að ná árangri gegn verðbólgu,“ segir Ásgeir kankvís í samtali við Vísi. En hvað veit maður? „Hrafninn hefur mjög ríka skírskotun í íslenska þjóðtrú – það að fæða hrafna er heillamerki,“ segir Ásgeir sem les í þetta jákvæð teikn. Hann segir þetta beint úr heiðninni og því hafi Ásgeir fengið að kynnast þegar hann ólst upp fyrir vestan. „Ég hef annars aldrei verið svona nálægt hrafni áður sem er í æti,“ segir Ásgeir sem gómaði hrafninn á mynd í morgun um klukkan 10:30. Þrösturinn þessi syngur þá ei meir borgarbúum til ánægju og yndisauka. En Ásgeir bendir á að hrafninn sé fyrst og fremst hrææta og því allar líkur á því að þrösturinn hafi verið dauður áður en krummi náði að læsa sínum klóm í hann. Ásgeir birti myndskeiðið á Facebook-síðu sinni og þar eru ýmsir að velta þýðingu þessa fyrir sér. Einn segir kaldhæðnislegt að ránfuglinn komist í veislu hjá Seðlabankanum og annar spyr hvort þetta sé nokkuð Þröstur Ólafsson hagfræðingur? En Þröstur sat níu ár í bankaráði Seðlabankans og var formaður þess 1994-99.
Dýr Fuglar Seðlabankinn Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira