Loforð um leikskólamál – skal þá dæst og stunið? Helgi Áss Grétarsson skrifar 15. júní 2022 07:01 Í aðdraganda nýafstaðinna borgarstjórnarkosninganna var mér tjáð af þriggja barna móðir á fertugsaldri að því hefði oft verið lofað að „öll börn í Reykjavík fái leikskólapláss frá 12 mánaða aldri“ og eftir að hafa lagt áherslu á þessi orð sín, dæsti hún verulega. Já, falleg kosningaloforð, er ekki bara best að andvarpa þegar maður heyrir þau? Borgarstjóri lofar og borgarstjóri svíkur Eitt af einkennum stjórnunarhátta núverandi borgarstjóra er að hann kippir sér ekki við að lofa öllu fögru, jafnvel þótt augljóst megi vera að útilokað sé að efna loforðin. Nýjasta dæmið um þessa nálgun er það loforð sem flokkur borgarstjórans, Samfylkingin, og hans þáverandi samstarfsflokkar, gáfu í aðdraganda áðurnefndra borgarstjórnarkosninga, nefnilega að hinn 1. september nk. verði hægt „að bjóða öllum 12 mánaða börnum vistun“ á leikskóla, sbr. t.d. tillögu borgarstjóra sem þáverandi meirihlutaflokkar samþykktu í borgarráði 3. mars síðastliðinn. Svo sem bent var á fyrir kosningar af hálfu frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins var óraunhæft að reikna með að öll 12 mánaða börn gætu hafið leikskólagöngu nk. haust. Hinir „heiðarlegu“ Píratar kölluðu þann málflutning óheiðarlegan. Einmitt. Staðreyndir málsins hafa núna verið gerðar kunnar, útilokað er að öll 12 mánaða gömul börn fái boð að ganga í leikskóla í Reykjavík að hausti komanda. Hvers vegna? Jú, forsendur frá byrjun mars sl. höfðu tekið slíkum breytingum að óvíst er „að öll börn fædd í september á síðasta ári k[o]m[i]st inn í september á þessu ári en við bindum engu að síður vonir við að komast langleiðina þangað“, sbr. ummæli borgarstjóra í sjónvarpsfréttaviðtali við RÚV 14. júní síðastliðinn. Sem sagt, útreikningar sem framkvæmdir voru af reiknimeisturum Ráðhúss Reykjavíkur um fjölda leikskólaplássa sem í boði yrðu 1. september nk. og fjölda umsókna um þau pláss, urðu haldslausir þrem mánuðum síðar. Það heppilega við þessi afdrif útreikninganna, fyrir borgarstjóra, er að þau voru kynnt eftir kosningar. Núna skil ég betur hvers vegna móðirin dæsti svona mikið. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda nýafstaðinna borgarstjórnarkosninganna var mér tjáð af þriggja barna móðir á fertugsaldri að því hefði oft verið lofað að „öll börn í Reykjavík fái leikskólapláss frá 12 mánaða aldri“ og eftir að hafa lagt áherslu á þessi orð sín, dæsti hún verulega. Já, falleg kosningaloforð, er ekki bara best að andvarpa þegar maður heyrir þau? Borgarstjóri lofar og borgarstjóri svíkur Eitt af einkennum stjórnunarhátta núverandi borgarstjóra er að hann kippir sér ekki við að lofa öllu fögru, jafnvel þótt augljóst megi vera að útilokað sé að efna loforðin. Nýjasta dæmið um þessa nálgun er það loforð sem flokkur borgarstjórans, Samfylkingin, og hans þáverandi samstarfsflokkar, gáfu í aðdraganda áðurnefndra borgarstjórnarkosninga, nefnilega að hinn 1. september nk. verði hægt „að bjóða öllum 12 mánaða börnum vistun“ á leikskóla, sbr. t.d. tillögu borgarstjóra sem þáverandi meirihlutaflokkar samþykktu í borgarráði 3. mars síðastliðinn. Svo sem bent var á fyrir kosningar af hálfu frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins var óraunhæft að reikna með að öll 12 mánaða börn gætu hafið leikskólagöngu nk. haust. Hinir „heiðarlegu“ Píratar kölluðu þann málflutning óheiðarlegan. Einmitt. Staðreyndir málsins hafa núna verið gerðar kunnar, útilokað er að öll 12 mánaða gömul börn fái boð að ganga í leikskóla í Reykjavík að hausti komanda. Hvers vegna? Jú, forsendur frá byrjun mars sl. höfðu tekið slíkum breytingum að óvíst er „að öll börn fædd í september á síðasta ári k[o]m[i]st inn í september á þessu ári en við bindum engu að síður vonir við að komast langleiðina þangað“, sbr. ummæli borgarstjóra í sjónvarpsfréttaviðtali við RÚV 14. júní síðastliðinn. Sem sagt, útreikningar sem framkvæmdir voru af reiknimeisturum Ráðhúss Reykjavíkur um fjölda leikskólaplássa sem í boði yrðu 1. september nk. og fjölda umsókna um þau pláss, urðu haldslausir þrem mánuðum síðar. Það heppilega við þessi afdrif útreikninganna, fyrir borgarstjóra, er að þau voru kynnt eftir kosningar. Núna skil ég betur hvers vegna móðirin dæsti svona mikið. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun