Til hamingju, þroskaþjálfar! Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 18. júlí 2022 11:01 Straumhvörf urðu í vor þegar fyrsti hópur þroskaþjálfa útskrifaðist frá Háskóla Íslands að loknu fjögurra ára háskólanámi. Af því tilefni stóðu Menntavísindasvið og Þroskaþjálfafélag Íslands saman að sérstakri útskriftarathöfn fyrir nemendur og aðstandendur þeirra. Menntun þroskaþjálfa hefur tekið mjög miklum breytingum frá því að Þroskaþjálfaskóli íslands var stofnaður árið 1971. Námið færðist á háskólastig árið 1998 og var þriggja ára nám þar til reglugerð um menntun þroskaþjálfa breyttist árið 2018 og kveðið var á um að lengja skyldi námið í fjögur ár. Sú breyting var gerð vegna krafna í samfélaginu, ekki síst frá fagstéttinni sjálfri, um að nauðsynlegt væri að efla faglegan undirbúning þroskaþjálfa til þeirra flóknu og ábyrgðarmiklu verkefna sem þeim er ætlað að sinna. Samhliða því fleygir fram þekkingu og þróun innan fræða- og vísindasamfélagsins um nýjar leiðir og bjargráð sem einstaklingar með skerta hæfni geta nýtt sér til að auka lífsgæði sín og þátttöku, bæði með umbyltingu þjónustu og félagslegra ferla, en einnig vegna stafrænnar þróunar og innleiðingar nýrrar tækni. Því er ákaflega brýnt að fjölga þeim þroskaþjálfum sem fá tækifæri til að sinna rannsóknum á fagsviðinu, til að mynda með því að sækja meistara- eða doktorsnám. Þrátt fyrir að síðustu tvö námsárin hafi verið krefjandi vegna heimsfaraldurs, jarðskjálfta og eldgosa, skipulögðu útskrifarnemendur vorið 2021 glæsilega málstofu þar sem þau kynntu loka-verkefni sín sem endurspegla vel hinn fjölbreytta og breiða vettvang þroskaþjálfafræða, þar var meðal annars fjallað um: geðheilbrigði, atvinnumál fatlaðs fólks, skóla án aðgreiningar, félagsfærni í grunnskóla, hlutverk þroskaþjálfa á tímum COVID-19, fjölskyldumiðaða þjónusta, börn með fjölþættan vanda, fólk með heilabilun, leiðir til að bæta líf barna með einhverfu, leiðir til að bæta líf barna með ADHD og áhrif tónlistar á þroska. Verkefnin tengdust mannréttindum, lífsgæðum, jöfnuði, valdeflingu og virkri þátttöku. Þau endurspegla gildi og fagmennsku þroskaþjálfa sem hverfast um rétt einstaklinga til að þroskast, lifa og starfa í samfélagi við aðra og njóta lífsgæða. Menntun þroskaþjálfa er samvinnuverkefni og verður ávallt að mótast og þróast í nánu samstarfi við forystu fagstéttarinnar. Það hefur verið okkur á Menntavísindasviði ákaflega mikils virði að hafa átt traust og gott samráð við forystu Þroskaþjálfafélags Íslands, meðal annars um mótun fjórða ársins, inntak og skipulag þess, og fyrirkomulag vettvangsnáms. Árið 2020 var Menntakvika, árleg ráðstefna sviðsins, helguð alþjóðlegum degi þroskaþjálfa og fór þar fram glæsileg málstofa helguð sögu og sérstöðu þroskaþjálfafræða. Eins og flestir vita þá einkenndist 20. öldin af mikilli vanþekkingu og fordómum gagnvart fötluðu og jaðarsettu fólki, ekki síst fólki með þroskahömlun, sem flestum var gert að alast upp á stofnunum. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar og jákvæðar breytingar hafi orðið, þá eru því miður enn ýmsar félagslegar og kerfislegar hindranir og áskoranir sem koma í veg fyrir fulla þátttöku allra í samfélaginu. Þroskaþjálfar eru eftirsóttir starfskraftar víða í samfélaginu og hafa verið brautryðjendur í því að valdefla einstaklinga til virkrar þátttöku og skapa þannig aukinn félagslegan jöfnuð. Að mörgu leyti er námið einstakt á heimsvísu og búa Íslendingar að því að eiga þessa öflugu fagstétt sem starfar á mörgum sviðum samfélagsins. Ég óska þroskaþjálfum og íslensku samfélagi til hamingju með þessi tímamót! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs HÍ. Grein þessi byggir á ávarpi sem flutt var við útskriftarathöfn þroskaþjálfa laugardaginn 25. júní sl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Straumhvörf urðu í vor þegar fyrsti hópur þroskaþjálfa útskrifaðist frá Háskóla Íslands að loknu fjögurra ára háskólanámi. Af því tilefni stóðu Menntavísindasvið og Þroskaþjálfafélag Íslands saman að sérstakri útskriftarathöfn fyrir nemendur og aðstandendur þeirra. Menntun þroskaþjálfa hefur tekið mjög miklum breytingum frá því að Þroskaþjálfaskóli íslands var stofnaður árið 1971. Námið færðist á háskólastig árið 1998 og var þriggja ára nám þar til reglugerð um menntun þroskaþjálfa breyttist árið 2018 og kveðið var á um að lengja skyldi námið í fjögur ár. Sú breyting var gerð vegna krafna í samfélaginu, ekki síst frá fagstéttinni sjálfri, um að nauðsynlegt væri að efla faglegan undirbúning þroskaþjálfa til þeirra flóknu og ábyrgðarmiklu verkefna sem þeim er ætlað að sinna. Samhliða því fleygir fram þekkingu og þróun innan fræða- og vísindasamfélagsins um nýjar leiðir og bjargráð sem einstaklingar með skerta hæfni geta nýtt sér til að auka lífsgæði sín og þátttöku, bæði með umbyltingu þjónustu og félagslegra ferla, en einnig vegna stafrænnar þróunar og innleiðingar nýrrar tækni. Því er ákaflega brýnt að fjölga þeim þroskaþjálfum sem fá tækifæri til að sinna rannsóknum á fagsviðinu, til að mynda með því að sækja meistara- eða doktorsnám. Þrátt fyrir að síðustu tvö námsárin hafi verið krefjandi vegna heimsfaraldurs, jarðskjálfta og eldgosa, skipulögðu útskrifarnemendur vorið 2021 glæsilega málstofu þar sem þau kynntu loka-verkefni sín sem endurspegla vel hinn fjölbreytta og breiða vettvang þroskaþjálfafræða, þar var meðal annars fjallað um: geðheilbrigði, atvinnumál fatlaðs fólks, skóla án aðgreiningar, félagsfærni í grunnskóla, hlutverk þroskaþjálfa á tímum COVID-19, fjölskyldumiðaða þjónusta, börn með fjölþættan vanda, fólk með heilabilun, leiðir til að bæta líf barna með einhverfu, leiðir til að bæta líf barna með ADHD og áhrif tónlistar á þroska. Verkefnin tengdust mannréttindum, lífsgæðum, jöfnuði, valdeflingu og virkri þátttöku. Þau endurspegla gildi og fagmennsku þroskaþjálfa sem hverfast um rétt einstaklinga til að þroskast, lifa og starfa í samfélagi við aðra og njóta lífsgæða. Menntun þroskaþjálfa er samvinnuverkefni og verður ávallt að mótast og þróast í nánu samstarfi við forystu fagstéttarinnar. Það hefur verið okkur á Menntavísindasviði ákaflega mikils virði að hafa átt traust og gott samráð við forystu Þroskaþjálfafélags Íslands, meðal annars um mótun fjórða ársins, inntak og skipulag þess, og fyrirkomulag vettvangsnáms. Árið 2020 var Menntakvika, árleg ráðstefna sviðsins, helguð alþjóðlegum degi þroskaþjálfa og fór þar fram glæsileg málstofa helguð sögu og sérstöðu þroskaþjálfafræða. Eins og flestir vita þá einkenndist 20. öldin af mikilli vanþekkingu og fordómum gagnvart fötluðu og jaðarsettu fólki, ekki síst fólki með þroskahömlun, sem flestum var gert að alast upp á stofnunum. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar og jákvæðar breytingar hafi orðið, þá eru því miður enn ýmsar félagslegar og kerfislegar hindranir og áskoranir sem koma í veg fyrir fulla þátttöku allra í samfélaginu. Þroskaþjálfar eru eftirsóttir starfskraftar víða í samfélaginu og hafa verið brautryðjendur í því að valdefla einstaklinga til virkrar þátttöku og skapa þannig aukinn félagslegan jöfnuð. Að mörgu leyti er námið einstakt á heimsvísu og búa Íslendingar að því að eiga þessa öflugu fagstétt sem starfar á mörgum sviðum samfélagsins. Ég óska þroskaþjálfum og íslensku samfélagi til hamingju með þessi tímamót! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs HÍ. Grein þessi byggir á ávarpi sem flutt var við útskriftarathöfn þroskaþjálfa laugardaginn 25. júní sl.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun