Þegar sorgin bankaði upp á hjá mér Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar 1. ágúst 2022 16:31 Sorgin er svo ótrúlega margslungin og nátengd ást. Þegar ástvinamissi ber að er dýpt sorgar og áhrif hennar á lífið nátengd sambandi þínu við þann sem þú missir. Því nánara sem sambandið er, tengslin, ástin og þitt daglega líf með þeim sem fer því dýpri og flóknari verður sorgin. Enginn kemst í gegnum lífið án þess að kynnast einhversskonar sorg einhverntímann á lífsleiðinni. Í fréttum heyrist af skelfilegum slysum þar sem fólk lætur lífið og flestum bregður við og finna til með aðstandendum og kannski reyna að ímynda sér hvernig væri að standa í þessum sporum. Í mínum huga er slík ímyndun ekki möguleg. Áfallið sem fólk gengur í gegnum þegar það missir ástvini svo skyndilega, vanlíðan og streitan, sorgin og keðjuverkun hennar í kjölfarið er svo gífurleg að nánast ómögulegt er að lýsa þeirri upplifun og setja þessar erfiðu tilfinningar í orð, þó ég reyni mitt besta núna tveimur árum eftir að sorgin bankaði uppá hjá mér. Þann 6. ágúst 2020 í blíðskaparveðri á Eskifirði, ég og fjölskyldan komin aftur heim úr sumarfríi fyrr en áætlað var. Deginum var eytt úti við, meðal annars fór ég í fjallgöngu með börnunum á meðan eiginmaðurinn fór í vinnu. Hamingjan blasti við að vanda. Með kvöldi skiptu veðurguðirnir um ham, það byrjaði að hellirigna eins og ég hef aldrei upplifað áður enda hrundi veröldin þetta kvöld og veðrið endurspeglaði hryllinginn í hjartanu. Allt getur breyst á einu augabragði. Pabbi minn hafði farið á hreindýraveiðar og kom aldrei aftur heim til okkar. Slys sem ekki verður tekið til baka. Stálhraustur og lífsglaður maður á besta aldri, örfáir dagar í 63 ára afmælisdaginn. Svo lukkulegur var hann með sitt og sína að hann hafði aldrei kynnst kvíða eða vanlíðan, þrátt fyrir að hafa upplifað ýmislegt eins og aðrir. Mikið sem það gleður mig núna að vita til þess að hann þurfti ekki að kynnast sorginni eins náið og við, fjölskylda hans og bakland. Það var eins og veröldinni væri kippt undan okkur og við í lausu lofti hrapandi í dýpsta og myrkasta hyldýpi. Ég fékk verkefni sem enginn vill eða getur hugsað sér, verkefni sem heltekur allt annað og ég neyddist til að vinna með. Í frjálsu falli þarf að endurbyggja lífið og koma undirstöðum aftur fyrir. Einn dagur í einu, ein mínúta í senn. Í lausu lofti reyni ég að grípa börnin, fjölskylduna, mömmu en sjálf svo brotin að líkja má sjálfspúslinu þannig að læra þurfi að ganga og tala að nýju. Allt er breytt. Ekkert verður eins aftur. Ég neydd langt út fyrir þægindarammann eða réttara að nefna það öryggiskassann. Á svona erfiðum tímum er velvild og væntumþykja fólksins í nærumhverfinu lífsbjörg fyrir fólk í örvilnun sorgarinnar. Ég hef nú upplifað höfnun og forðun en líka séð það fallegasta sem til er, í sorginni er líka fegurð. Ég hef nú sjálf upplifað hvernig bros getur dimmu í dagsljós breytt, hvernig nýbökuð kaka frá nágrannanum getur kveikt vonarneista um betri tíð. Falleg skilaboð á samfélagsmiðlum verið agnarsmátt púsl í endurröðun hjartans. Tími annarra, hlustun og skilningur er flestum um megn í sjúklegri sorg. Enginn vill taka að sér sorg annarra en hluti að bata aðstandenda í sorg er að vera til staðar, hlusta og dæma ekki. Það að vera til staðar er lífsbjörg og meira virði en nokkuð annað á erfiðasta tímapunkti í lífi fólks sem upplifir svo djúpa sorg. Sorgin hverfur aldrei og er eilífðarverkefni. Á bak við bros, hlátur og lífsgleði liggur sorgin öllum stundum hjá fólki sem upplifað hefur slíkan missi. Í dag er sorgin hluti af mér, breytt mér og er lífið núna öðruvísi.Sýn mín á aðra hefur breyst og skilningur minn í víðasta samhengi dýpkað. Pabbi minn var ekki bara pabbi, hann var besti vinur minn, besti vinur mannsins míns, systur minnar og mömmu. Við þessi litla nána fjölskylda búin að missa klettinn okkar, utanumhaldið, grunninn. Ég gerði mér ekki einu sinni grein fyrir hversu lítil fjölskyldan okkar væri fyrr en pabbi dó og líður mér eins og ég hafi misst tugi manns úr lífinu. Pabbi var minn helsti aðdáandi og stuðningsmaður. Alltaf til staðar, sagði mér hlutina beint út, viskubrunnur mikill og góður í samskiptum. Traustur og greiðmikill, stundum um of. Aldrei vandamál bara lausnir. Léttur í skapi en lét ekki valtra yfir sig. Ákveðinn, sjálfstraustið uppmálað og þetta hefur hann kennt mér. Ég hef alltaf verið jákvæð, bjartsýn, lífsglöð og skilningsrík. Svona hefur uppeldið og umgjörðin í æsku mótað mig og hefur heldur betur reynt á þessa styrkleika mína síðustu tvö ár og fyrir þetta á ég foreldrum mínum að þakka. Hefur mín sorgarúrvinnsla helst verið útivist, hreyfing, nýtt nám og ný vinakynni. Einnig hef ég reynt að kynna mér starf Sorgarmiðstöðvarinnar og horfi ég til þeirra með aðdáun þar sem markmið þeirra er að styðja við syrgjendur. Sorgarmiðstöð er öllum opin en ég hef ekki getað nýtt mér þjónustu þeirra þar sem ég er búsett á Austfjörðum, þó hafa einhverjir fyrirlestrar verið rafrænir.Ég hef horft mikið til hópastarfs þeirra þar sem markmiðið er að gefa syrgjendum rými til að tjá líðan sína og veita þeim innsýn og skilning á margvíslegum birtingarmyndum sorgarferilsins. Þar kynnist fólk sem á það sameiginlegt að hafa misst ástvin og getur skapast dýrmæt samkennd og traust þar sem þátttakendur fá tækifæri til að þiggja stuðning og miðla eigin reynslu. Ég hef nefnilega komist að því að eigin raun að á Austfjörðum er ekki nægt utanumhald fyrir fólk sem lendir í því að missa ástvin skyndilega. Mér finnst því úrræði vanta sem grípur fólk á tíma sem er þeim óbærilegur en í svona áföllum er það mín reynsla að ómögulegt virðist að biðja um hjálp. Ég læt fylgja með ljóð í minningu pabba Höfundur er snyrtifræðingur og rekstraraðili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Sjá meira
Sorgin er svo ótrúlega margslungin og nátengd ást. Þegar ástvinamissi ber að er dýpt sorgar og áhrif hennar á lífið nátengd sambandi þínu við þann sem þú missir. Því nánara sem sambandið er, tengslin, ástin og þitt daglega líf með þeim sem fer því dýpri og flóknari verður sorgin. Enginn kemst í gegnum lífið án þess að kynnast einhversskonar sorg einhverntímann á lífsleiðinni. Í fréttum heyrist af skelfilegum slysum þar sem fólk lætur lífið og flestum bregður við og finna til með aðstandendum og kannski reyna að ímynda sér hvernig væri að standa í þessum sporum. Í mínum huga er slík ímyndun ekki möguleg. Áfallið sem fólk gengur í gegnum þegar það missir ástvini svo skyndilega, vanlíðan og streitan, sorgin og keðjuverkun hennar í kjölfarið er svo gífurleg að nánast ómögulegt er að lýsa þeirri upplifun og setja þessar erfiðu tilfinningar í orð, þó ég reyni mitt besta núna tveimur árum eftir að sorgin bankaði uppá hjá mér. Þann 6. ágúst 2020 í blíðskaparveðri á Eskifirði, ég og fjölskyldan komin aftur heim úr sumarfríi fyrr en áætlað var. Deginum var eytt úti við, meðal annars fór ég í fjallgöngu með börnunum á meðan eiginmaðurinn fór í vinnu. Hamingjan blasti við að vanda. Með kvöldi skiptu veðurguðirnir um ham, það byrjaði að hellirigna eins og ég hef aldrei upplifað áður enda hrundi veröldin þetta kvöld og veðrið endurspeglaði hryllinginn í hjartanu. Allt getur breyst á einu augabragði. Pabbi minn hafði farið á hreindýraveiðar og kom aldrei aftur heim til okkar. Slys sem ekki verður tekið til baka. Stálhraustur og lífsglaður maður á besta aldri, örfáir dagar í 63 ára afmælisdaginn. Svo lukkulegur var hann með sitt og sína að hann hafði aldrei kynnst kvíða eða vanlíðan, þrátt fyrir að hafa upplifað ýmislegt eins og aðrir. Mikið sem það gleður mig núna að vita til þess að hann þurfti ekki að kynnast sorginni eins náið og við, fjölskylda hans og bakland. Það var eins og veröldinni væri kippt undan okkur og við í lausu lofti hrapandi í dýpsta og myrkasta hyldýpi. Ég fékk verkefni sem enginn vill eða getur hugsað sér, verkefni sem heltekur allt annað og ég neyddist til að vinna með. Í frjálsu falli þarf að endurbyggja lífið og koma undirstöðum aftur fyrir. Einn dagur í einu, ein mínúta í senn. Í lausu lofti reyni ég að grípa börnin, fjölskylduna, mömmu en sjálf svo brotin að líkja má sjálfspúslinu þannig að læra þurfi að ganga og tala að nýju. Allt er breytt. Ekkert verður eins aftur. Ég neydd langt út fyrir þægindarammann eða réttara að nefna það öryggiskassann. Á svona erfiðum tímum er velvild og væntumþykja fólksins í nærumhverfinu lífsbjörg fyrir fólk í örvilnun sorgarinnar. Ég hef nú upplifað höfnun og forðun en líka séð það fallegasta sem til er, í sorginni er líka fegurð. Ég hef nú sjálf upplifað hvernig bros getur dimmu í dagsljós breytt, hvernig nýbökuð kaka frá nágrannanum getur kveikt vonarneista um betri tíð. Falleg skilaboð á samfélagsmiðlum verið agnarsmátt púsl í endurröðun hjartans. Tími annarra, hlustun og skilningur er flestum um megn í sjúklegri sorg. Enginn vill taka að sér sorg annarra en hluti að bata aðstandenda í sorg er að vera til staðar, hlusta og dæma ekki. Það að vera til staðar er lífsbjörg og meira virði en nokkuð annað á erfiðasta tímapunkti í lífi fólks sem upplifir svo djúpa sorg. Sorgin hverfur aldrei og er eilífðarverkefni. Á bak við bros, hlátur og lífsgleði liggur sorgin öllum stundum hjá fólki sem upplifað hefur slíkan missi. Í dag er sorgin hluti af mér, breytt mér og er lífið núna öðruvísi.Sýn mín á aðra hefur breyst og skilningur minn í víðasta samhengi dýpkað. Pabbi minn var ekki bara pabbi, hann var besti vinur minn, besti vinur mannsins míns, systur minnar og mömmu. Við þessi litla nána fjölskylda búin að missa klettinn okkar, utanumhaldið, grunninn. Ég gerði mér ekki einu sinni grein fyrir hversu lítil fjölskyldan okkar væri fyrr en pabbi dó og líður mér eins og ég hafi misst tugi manns úr lífinu. Pabbi var minn helsti aðdáandi og stuðningsmaður. Alltaf til staðar, sagði mér hlutina beint út, viskubrunnur mikill og góður í samskiptum. Traustur og greiðmikill, stundum um of. Aldrei vandamál bara lausnir. Léttur í skapi en lét ekki valtra yfir sig. Ákveðinn, sjálfstraustið uppmálað og þetta hefur hann kennt mér. Ég hef alltaf verið jákvæð, bjartsýn, lífsglöð og skilningsrík. Svona hefur uppeldið og umgjörðin í æsku mótað mig og hefur heldur betur reynt á þessa styrkleika mína síðustu tvö ár og fyrir þetta á ég foreldrum mínum að þakka. Hefur mín sorgarúrvinnsla helst verið útivist, hreyfing, nýtt nám og ný vinakynni. Einnig hef ég reynt að kynna mér starf Sorgarmiðstöðvarinnar og horfi ég til þeirra með aðdáun þar sem markmið þeirra er að styðja við syrgjendur. Sorgarmiðstöð er öllum opin en ég hef ekki getað nýtt mér þjónustu þeirra þar sem ég er búsett á Austfjörðum, þó hafa einhverjir fyrirlestrar verið rafrænir.Ég hef horft mikið til hópastarfs þeirra þar sem markmiðið er að gefa syrgjendum rými til að tjá líðan sína og veita þeim innsýn og skilning á margvíslegum birtingarmyndum sorgarferilsins. Þar kynnist fólk sem á það sameiginlegt að hafa misst ástvin og getur skapast dýrmæt samkennd og traust þar sem þátttakendur fá tækifæri til að þiggja stuðning og miðla eigin reynslu. Ég hef nefnilega komist að því að eigin raun að á Austfjörðum er ekki nægt utanumhald fyrir fólk sem lendir í því að missa ástvin skyndilega. Mér finnst því úrræði vanta sem grípur fólk á tíma sem er þeim óbærilegur en í svona áföllum er það mín reynsla að ómögulegt virðist að biðja um hjálp. Ég læt fylgja með ljóð í minningu pabba Höfundur er snyrtifræðingur og rekstraraðili.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun