Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2022 12:30 Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði. Vísir Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. Í kvöldfréttum í gær var fjallað um ágang máva, en íbúar Garðabæjar segja máva trufla svefnfrið, ráðast á fólk og ganga á aðra fuglastofna. Bæjarstjóri Garðabæjar sagði að bærinn ætli markvisst í aðgerðir til þess að halda mávastofninum í skefjum, með því að stinga á egg á þeim svæðum þar sem bænum er það heimilt. Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur við Háskóla Íslands segir að greinarmun verði að gera á því hvort tilgangur sé að færa varpstaði eða fækka í stofni sílamáva. Hugmyndir um að fækka í stofninum séu mjög flóknar og siðferðilega á gráu svæði. „Mávarnir færa sig mjög mikið á milli svæða og ef aðstæður eru í lagi þá koma þeir inn til varps þó þú fjarlægir fugla úr varpinu, það koma bara nýir fuglar inn í staðinn. En ef hugmyndin er að færa varpsvæðið til, koma þeim í burtu frá ákveðnu svæði, þá er sú aðferð að stinga á egg ekki mjög vænleg til árangurs, það sem raunverulega ýtir mávum frá varpsvæði er mikil truflun.“ Mestu skipti að gera varpsvæðin óaðlaðandi til varps. Til dæmis með því að umbreyta náttúrulegum svæðum mávunum í óhag eða með beinum truflunum. Mörg opin og náttúruleg svæði innan Höguðborgarsvæðisins eru ákjósanleg sem varpsvæði fyrir sílamáva og vilji fólk hafa þessi náttúrulegu svæði í byggð verði það að lifa með mávnum. „Það sem hægt er að hugsa sér er það að ef menn vilja hafa náttúruleg svæði þá þurfa þeir að lifa með dýrum sem eru hluti af náttúrunni. Það er það sem þarf að byrja að skoða og sjá hvort um raunverulega árekstra er að ræða. Það er að mínu mati óheilbrigt viðhorf að gefa sér að hægt sé að stjórna því hvaða lífverur deila umhverfi með okkur. Það er þó munur á því og afgerandi árekstrum. Í mörgum tilvikum þurfum við að læra að lifa með þeim lífverum sem eru í kringum okkur. Mávurinn er hluti af borgarlífríkinu.“ Í kvöldfréttinni í gær kom einnig fram að mávurinn gangi á aðrar fuglategundir á svæðinu. Gunnar segir engin gögn sýna fram á að mávurinn útrými öðrum stofnum í byggð. „Þeir eru tækifærissinnar og éta egg og unga annarra fugla. Það er mikilvægt að halda því til haga að lang stærsti hluti sílamáva lifir á fiski. Hann lifir á sjónum fyrst og fremst.“ Ég get ekki útskýrt það nákvæmlega, en mávar eru búnir að vera að haga sér eitthvað undarlega, allavega síðan ég kom til landsins. Hefur einhver tekið eftir því líka og/eða veit af hverju? #fuglatwitter— Kristjana Jónsdóttir (@Kristjanaej) August 9, 2022 Ágengi máva er ekki eingöngu bundið við Garðabæ og hefur nokkuð borið á því á Twitter að fólk kvarti undan því að þeir séu orðnir árásargjarnari. Gunnar segir ekkert til í því. Árásargirni máva sé eingöngu tengd varpstað þar sem fuglarnir verja egg og unga. „Vörpin og varpárangurinn er misjafn milli ára og núna í ár virðist varp hafa heppnast vel eða ágætlega til vel hjá sílamávum en að öðru leyti þá er engin breyting á hegðum mávanna.“ Fuglar Dýr Garðabær Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Í kvöldfréttum í gær var fjallað um ágang máva, en íbúar Garðabæjar segja máva trufla svefnfrið, ráðast á fólk og ganga á aðra fuglastofna. Bæjarstjóri Garðabæjar sagði að bærinn ætli markvisst í aðgerðir til þess að halda mávastofninum í skefjum, með því að stinga á egg á þeim svæðum þar sem bænum er það heimilt. Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur við Háskóla Íslands segir að greinarmun verði að gera á því hvort tilgangur sé að færa varpstaði eða fækka í stofni sílamáva. Hugmyndir um að fækka í stofninum séu mjög flóknar og siðferðilega á gráu svæði. „Mávarnir færa sig mjög mikið á milli svæða og ef aðstæður eru í lagi þá koma þeir inn til varps þó þú fjarlægir fugla úr varpinu, það koma bara nýir fuglar inn í staðinn. En ef hugmyndin er að færa varpsvæðið til, koma þeim í burtu frá ákveðnu svæði, þá er sú aðferð að stinga á egg ekki mjög vænleg til árangurs, það sem raunverulega ýtir mávum frá varpsvæði er mikil truflun.“ Mestu skipti að gera varpsvæðin óaðlaðandi til varps. Til dæmis með því að umbreyta náttúrulegum svæðum mávunum í óhag eða með beinum truflunum. Mörg opin og náttúruleg svæði innan Höguðborgarsvæðisins eru ákjósanleg sem varpsvæði fyrir sílamáva og vilji fólk hafa þessi náttúrulegu svæði í byggð verði það að lifa með mávnum. „Það sem hægt er að hugsa sér er það að ef menn vilja hafa náttúruleg svæði þá þurfa þeir að lifa með dýrum sem eru hluti af náttúrunni. Það er það sem þarf að byrja að skoða og sjá hvort um raunverulega árekstra er að ræða. Það er að mínu mati óheilbrigt viðhorf að gefa sér að hægt sé að stjórna því hvaða lífverur deila umhverfi með okkur. Það er þó munur á því og afgerandi árekstrum. Í mörgum tilvikum þurfum við að læra að lifa með þeim lífverum sem eru í kringum okkur. Mávurinn er hluti af borgarlífríkinu.“ Í kvöldfréttinni í gær kom einnig fram að mávurinn gangi á aðrar fuglategundir á svæðinu. Gunnar segir engin gögn sýna fram á að mávurinn útrými öðrum stofnum í byggð. „Þeir eru tækifærissinnar og éta egg og unga annarra fugla. Það er mikilvægt að halda því til haga að lang stærsti hluti sílamáva lifir á fiski. Hann lifir á sjónum fyrst og fremst.“ Ég get ekki útskýrt það nákvæmlega, en mávar eru búnir að vera að haga sér eitthvað undarlega, allavega síðan ég kom til landsins. Hefur einhver tekið eftir því líka og/eða veit af hverju? #fuglatwitter— Kristjana Jónsdóttir (@Kristjanaej) August 9, 2022 Ágengi máva er ekki eingöngu bundið við Garðabæ og hefur nokkuð borið á því á Twitter að fólk kvarti undan því að þeir séu orðnir árásargjarnari. Gunnar segir ekkert til í því. Árásargirni máva sé eingöngu tengd varpstað þar sem fuglarnir verja egg og unga. „Vörpin og varpárangurinn er misjafn milli ára og núna í ár virðist varp hafa heppnast vel eða ágætlega til vel hjá sílamávum en að öðru leyti þá er engin breyting á hegðum mávanna.“
Fuglar Dýr Garðabær Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent