Dagur fetar ekki í fótspor Garðbæinga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. ágúst 2022 20:01 Dagur man vel eftir sömu umræðu sem spratt upp árið 2006. Þá greip borgin til ýmissa úrræða, til dæmis að skjóta á máva á við tjörnina. Þetta bar lítinn árangur. vísir/einar Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. Mávar virðast hafa fjölgað sér mjög í útjaðri borgarinnar og á eyjum í kring um höfuðborgarsvæðið. Nú er svo komið að þeir eru farnir að færa sig meira inn í borgina og eru orðnir mjög áberandi á vissum svæðum. Eins og fréttastofa greindu frá í vikunni hefur Garðabær ákveðið að grípa til þess ráðs að stinga á egg máva í sveitarfélaginu til að reyna að fækka þeim. Borgarstjóri segir ekkert slíkt til skoðunar í Reykjavík. „Nei, þetta hefur ekki verið á dagskrá en þetta var sennilega á dagskrá fyrir nokkrum árum. Og kannski tengist fjölda mávanna. Fólk skiptist svolítið í tvö horn um það hvort að mávarnir séu hatursefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Standa heiðursvörð á morgnana Ástæðurnar fyrir fjölgun máva í borginni eru auðvitað margþættar. Ein þeirra er sú að fólk gefur enn fuglum við tjörnina enn brauð í miklum mæli. Þer vita því hvert þeir geta sótt fæðu. Mávarnir eru fljótir að læra og síðustu daga daga hefur fólk kvartað mjög undan þessum fuglum á samfélagsmiðlum. Þar má finna fjölda sagna af mávum sem stela flatkökum, ráðast á hlaupara eða eru til almennra leiðinda. Síðast þegar vandamálið komst í hámæli, árið 2006 greip borgin til þess ráðs að skjóta einstöku sinnum á máva á tjörninni til að reyna að fæla aðra frá. „Finnst þér eitthvað hafa breyst síðan síðast? Ég skal ekkert fullyrða um það nema einhverjar náttúrulegar sveiflur. En ég er ekki hrifinn af hugmyndinni um meðferð skotvopna hérna við tjörnina ef að það er spurningin,“ segir Dagur. Enda báru þessar aðgerðir lítinn árangur á sínum tíma. Hér virðist náttúran helst ráða för þegar kemur að fjölgun og fækkun í stofninum. Og sjálfum er Degi ekki svo illa við máva enda taka þeir oftast vel á móti honum þegar hann mætir til vinnu á morgnana eins og sjá má í myndbandi sem hann tók sjálfur og fylgir sjónvarpsfréttinni sem sýnd var í kvöldfréttum Stöðvar 2 hér í spilaranum að ofan. „Já ég á auðvitað bara í persónulegu sambandi við fuglalífið hér við tjörnina. En mávarnir ég veit ekki hvort þeir eiga það nokkuð skilið en þeir stilla sér oft upp hér á heiðursverði á handriðið oft þegar ég kem fyrstur manna til vinnu á morgnana. En svo reyndar fljúga þeir af stað þegar ég nálgast,“ segir Dagur. Fuglar Reykjavík Dýr Borgarstjórn Garðabær Tengdar fréttir Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. 11. ágúst 2022 12:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Mávar virðast hafa fjölgað sér mjög í útjaðri borgarinnar og á eyjum í kring um höfuðborgarsvæðið. Nú er svo komið að þeir eru farnir að færa sig meira inn í borgina og eru orðnir mjög áberandi á vissum svæðum. Eins og fréttastofa greindu frá í vikunni hefur Garðabær ákveðið að grípa til þess ráðs að stinga á egg máva í sveitarfélaginu til að reyna að fækka þeim. Borgarstjóri segir ekkert slíkt til skoðunar í Reykjavík. „Nei, þetta hefur ekki verið á dagskrá en þetta var sennilega á dagskrá fyrir nokkrum árum. Og kannski tengist fjölda mávanna. Fólk skiptist svolítið í tvö horn um það hvort að mávarnir séu hatursefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Standa heiðursvörð á morgnana Ástæðurnar fyrir fjölgun máva í borginni eru auðvitað margþættar. Ein þeirra er sú að fólk gefur enn fuglum við tjörnina enn brauð í miklum mæli. Þer vita því hvert þeir geta sótt fæðu. Mávarnir eru fljótir að læra og síðustu daga daga hefur fólk kvartað mjög undan þessum fuglum á samfélagsmiðlum. Þar má finna fjölda sagna af mávum sem stela flatkökum, ráðast á hlaupara eða eru til almennra leiðinda. Síðast þegar vandamálið komst í hámæli, árið 2006 greip borgin til þess ráðs að skjóta einstöku sinnum á máva á tjörninni til að reyna að fæla aðra frá. „Finnst þér eitthvað hafa breyst síðan síðast? Ég skal ekkert fullyrða um það nema einhverjar náttúrulegar sveiflur. En ég er ekki hrifinn af hugmyndinni um meðferð skotvopna hérna við tjörnina ef að það er spurningin,“ segir Dagur. Enda báru þessar aðgerðir lítinn árangur á sínum tíma. Hér virðist náttúran helst ráða för þegar kemur að fjölgun og fækkun í stofninum. Og sjálfum er Degi ekki svo illa við máva enda taka þeir oftast vel á móti honum þegar hann mætir til vinnu á morgnana eins og sjá má í myndbandi sem hann tók sjálfur og fylgir sjónvarpsfréttinni sem sýnd var í kvöldfréttum Stöðvar 2 hér í spilaranum að ofan. „Já ég á auðvitað bara í persónulegu sambandi við fuglalífið hér við tjörnina. En mávarnir ég veit ekki hvort þeir eiga það nokkuð skilið en þeir stilla sér oft upp hér á heiðursverði á handriðið oft þegar ég kem fyrstur manna til vinnu á morgnana. En svo reyndar fljúga þeir af stað þegar ég nálgast,“ segir Dagur.
Fuglar Reykjavík Dýr Borgarstjórn Garðabær Tengdar fréttir Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. 11. ágúst 2022 12:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. 11. ágúst 2022 12:30