Borgin á ekki að vera að opna á viðskiptatækifæri með barnæskuna Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 26. ágúst 2022 15:00 Úttekt innri endurskoðunar á sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum var kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs í vikunni. Ýmislegt kom fram í henni. Það sem kom mest á óvart er að einkareknir leikskólar hafa heimildir til þess að greiða sér út arð, og það án neinna skilyrða. Engar kvaðir eru af hálfu borgarinnar um arðgreiðslur eða hvernig rekstrarafgangur sem rekja má til opinberra framlaga skuli nýttur. Greiddur er umtalsverður arður út til eigenda sem jafnframt eru á launaskrá hjá leikskólanum. Peningur sem ætti að nýtast börnum er sogaður út. Yfir 100 milljónir í arðgreiðslur Sautján sjálfstætt starfandi leikskólar eru í Reykjavíkurborg sem hljóta samtals 2,9 milljarðar króna rekstrarframlags frá borginni auk húsnæðisframlags upp á 311 milljónir króna. Þetta eru háar upphæðir og því mikilvægt að við vitum að þær séu alveg örugglega að nýtast börnunum og starfi leikskólanna. Nokkrir þessara leikskóla eru félagslega reknir og því er tryggt að allt fé renni beint aftur í leikskólastarfið og ekki í neitt annað. En því miður gildir svo ekki um alla sjálfstætt rekna leikskóla. Hluti þeirra hefur á síðustu árum greitt sér út meira en 100 milljónir í arð samkvæmt skýrslunni. Það þýðir að í stað þess að fé sem borgin er að styðja leikskólanna með renni beint í leikskólastarfið er hluti þess að enda í vasa eigendanna. Hvernig erum við þarna að tryggja sem bestu gæði leikskólastarfs í borginni? Ég get ekki séð hvernig svo er. Fé rennur í vasa eigenda í stað þess að hlúa að börnum Þrír leikskólanna hafa greitt út rúmlega 20 milljónir í arð á síðustu árum. Einn þeirra sker sig sérstaklega úr og hefur greitt út 65 milljónir á tveimur árum. Auk þess er þar rukkað sérstakt aukagjald umfram það hámark á leikskólagjöldum sem leyfi er gefið fyrir í samningi við borgina. Annar leikskóli keypti íbúðarhúsnæði sem ekki er vitað til hvaða nota er ætlað. Dæmi eru um að leikskólar séu að greiða sér út arð í bullandi taprekstri. Útsvarinu okkar er ekki best borgið í að viðhalda arðgreiðslum og einhverju sem lítur út fyrir að vera íbúðabrask. Borgaryfirvöld leyfa þessu að viðgangast. Engin mörk virðast sett á hömluleysið. Heimildir borgarinnar fyrir skilyrðislausum arðgreiðslum eru að bitna á börnunum. Borgin á ekki að vera að opna á viðskiptatækifæri með barnæskuna. Við eigum að mæta grunnþörfum þeirra í stað þess að búa til gróðamaskínur í kringum þau. Gróðastarfsemi leikskóla bitnar á börnunum Sósíalistar hafa ekkert á móti því að til séu öðruvísi leikskólar en þeir sem borgin rekur. Sjálfseignarstofnanir eða félagslega reknir leikskólar vinna gott starf og það er gott að hafa fjölbreytni. Það er ekki í lagi að leikskólar séu reknir til þess að raka fé frá börnum. Gróðastarfsemi á ekki heima innan þeirra því það hefur í för með sér hvata til þess að draga úr þjónustu við börnin og setja aukið álag á starfsfólkið, sem getur auk þess ógnað öryggi barnanna. Hverjar eru okkar frumforsendur sem samfélags? Það er ekki þetta. Að börn séu nýtt sem viðskiptatækifæri. Í sjálfstætt reknum grunnskólum borgarinnar eru þau skilyrði sett að þeir megi ekki greiða sér út arð. Hvers vegna gildir hið sama ekki um leikskóla? Það minnsta sem meirihlutinn í borginni getur gert nú er að setja reglur um að arðgreiðslur ættu að fara beint aftur í skólana og nýtast börnunum, með því að fjölga kennurum, bæta leikvöllinn eða sinna viðhaldi á skólabyggingunni. Tryggjum gjaldfrjálsa leikskóla Ein af aðaláherslum Sósíalista er að börn eigi ekki að þurfa borga fyrir þjónustu borgarinnar. Það felur í sér að þau séu ekki rukkuð um leikskólagjöld. Með því að tryggja það komum við í veg fyrir að leikskólar geti sópað fé út úr starfinu og fært í vasa eigenda. Borgin á ekki að vera að niðurgreiða slíka starfsemi, heldur einfaldlega tryggja að það sé engin gjaldskrá. Við eigum öll að geta sammælst um það að börnin séu sett í fyrsta sæti og verið fullviss um að fé úr okkar sameiginlega sjóði sé að renna til barnanna og ekki neitt annað. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér skýrslu innri endurskoðunar um úttekt á sjálfstætt reknum grunn- og leikskólum geta afritað þennan hlekk og límt á vafranum sínum: https://borgarvernd-web.cdn.prismic.io/borgarvernd-web/0820859a-5c9b-4b7d-8acf-df5883295013_Innri+endurskodun+skyrsla+leik+og+grunnskolar_24.03.2022.pdf Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Úttekt innri endurskoðunar á sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum var kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs í vikunni. Ýmislegt kom fram í henni. Það sem kom mest á óvart er að einkareknir leikskólar hafa heimildir til þess að greiða sér út arð, og það án neinna skilyrða. Engar kvaðir eru af hálfu borgarinnar um arðgreiðslur eða hvernig rekstrarafgangur sem rekja má til opinberra framlaga skuli nýttur. Greiddur er umtalsverður arður út til eigenda sem jafnframt eru á launaskrá hjá leikskólanum. Peningur sem ætti að nýtast börnum er sogaður út. Yfir 100 milljónir í arðgreiðslur Sautján sjálfstætt starfandi leikskólar eru í Reykjavíkurborg sem hljóta samtals 2,9 milljarðar króna rekstrarframlags frá borginni auk húsnæðisframlags upp á 311 milljónir króna. Þetta eru háar upphæðir og því mikilvægt að við vitum að þær séu alveg örugglega að nýtast börnunum og starfi leikskólanna. Nokkrir þessara leikskóla eru félagslega reknir og því er tryggt að allt fé renni beint aftur í leikskólastarfið og ekki í neitt annað. En því miður gildir svo ekki um alla sjálfstætt rekna leikskóla. Hluti þeirra hefur á síðustu árum greitt sér út meira en 100 milljónir í arð samkvæmt skýrslunni. Það þýðir að í stað þess að fé sem borgin er að styðja leikskólanna með renni beint í leikskólastarfið er hluti þess að enda í vasa eigendanna. Hvernig erum við þarna að tryggja sem bestu gæði leikskólastarfs í borginni? Ég get ekki séð hvernig svo er. Fé rennur í vasa eigenda í stað þess að hlúa að börnum Þrír leikskólanna hafa greitt út rúmlega 20 milljónir í arð á síðustu árum. Einn þeirra sker sig sérstaklega úr og hefur greitt út 65 milljónir á tveimur árum. Auk þess er þar rukkað sérstakt aukagjald umfram það hámark á leikskólagjöldum sem leyfi er gefið fyrir í samningi við borgina. Annar leikskóli keypti íbúðarhúsnæði sem ekki er vitað til hvaða nota er ætlað. Dæmi eru um að leikskólar séu að greiða sér út arð í bullandi taprekstri. Útsvarinu okkar er ekki best borgið í að viðhalda arðgreiðslum og einhverju sem lítur út fyrir að vera íbúðabrask. Borgaryfirvöld leyfa þessu að viðgangast. Engin mörk virðast sett á hömluleysið. Heimildir borgarinnar fyrir skilyrðislausum arðgreiðslum eru að bitna á börnunum. Borgin á ekki að vera að opna á viðskiptatækifæri með barnæskuna. Við eigum að mæta grunnþörfum þeirra í stað þess að búa til gróðamaskínur í kringum þau. Gróðastarfsemi leikskóla bitnar á börnunum Sósíalistar hafa ekkert á móti því að til séu öðruvísi leikskólar en þeir sem borgin rekur. Sjálfseignarstofnanir eða félagslega reknir leikskólar vinna gott starf og það er gott að hafa fjölbreytni. Það er ekki í lagi að leikskólar séu reknir til þess að raka fé frá börnum. Gróðastarfsemi á ekki heima innan þeirra því það hefur í för með sér hvata til þess að draga úr þjónustu við börnin og setja aukið álag á starfsfólkið, sem getur auk þess ógnað öryggi barnanna. Hverjar eru okkar frumforsendur sem samfélags? Það er ekki þetta. Að börn séu nýtt sem viðskiptatækifæri. Í sjálfstætt reknum grunnskólum borgarinnar eru þau skilyrði sett að þeir megi ekki greiða sér út arð. Hvers vegna gildir hið sama ekki um leikskóla? Það minnsta sem meirihlutinn í borginni getur gert nú er að setja reglur um að arðgreiðslur ættu að fara beint aftur í skólana og nýtast börnunum, með því að fjölga kennurum, bæta leikvöllinn eða sinna viðhaldi á skólabyggingunni. Tryggjum gjaldfrjálsa leikskóla Ein af aðaláherslum Sósíalista er að börn eigi ekki að þurfa borga fyrir þjónustu borgarinnar. Það felur í sér að þau séu ekki rukkuð um leikskólagjöld. Með því að tryggja það komum við í veg fyrir að leikskólar geti sópað fé út úr starfinu og fært í vasa eigenda. Borgin á ekki að vera að niðurgreiða slíka starfsemi, heldur einfaldlega tryggja að það sé engin gjaldskrá. Við eigum öll að geta sammælst um það að börnin séu sett í fyrsta sæti og verið fullviss um að fé úr okkar sameiginlega sjóði sé að renna til barnanna og ekki neitt annað. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér skýrslu innri endurskoðunar um úttekt á sjálfstætt reknum grunn- og leikskólum geta afritað þennan hlekk og límt á vafranum sínum: https://borgarvernd-web.cdn.prismic.io/borgarvernd-web/0820859a-5c9b-4b7d-8acf-df5883295013_Innri+endurskodun+skyrsla+leik+og+grunnskolar_24.03.2022.pdf Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun